Málsnúmer 2101038Vakta málsnúmer
Lögð fram til afgreiðslu samantekt umsagna sem bárust á auglýsingartíma tillögunnar ásamt tillögu að svörum í samræmi við 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Tillagan felur í sér um 1800 m2 stækkun á deiliskipulagssvæðinu til suðurs og breytingar á og við götuna Hjallatún, þ.m.t. breytingar á breidd götunnar, lóðastærðum, lóðanúmerum, byggingarreitum og gönguleiðum.
Tillagan var samþykkt í bæjarstjórn þann 13. apríl 2023 í samræmi við 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Hún var auglýst 10. maí 2023 með athugasemdafresti til og með 23. júní 2023. Kynningarfundur var haldinn þann 8. júní sl.
Engar athugasemdir bárust við tillöguna. Umsagnir bárust frá: Mílu, Heilbrigðiseftirliti Vesturlands, Minjastofnun, Umhverfisstofnun, Vegagerðinni og RARIK. Umsagnir bárust ekki frá Veitum og Slökkviliði Grundarfjarðar.