Á 250. fundi skipulags- og umhverfisnefndar var samþykkt beiðni Grundarfjarðarbæjar um undanþágu frá gr. 5.8.4 í skipulagsreglugerð nr. 90/2013 með vísun í gr. 5.8.2 "vegna mögulegrar stækkunar á tæknirými með viðbyggingu við neðri hæð íþróttamiðstöðvar um samtals 10-20 m2."
Stækkun rýmisins var hugsuð til að koma fyrir spenni vegna tengingar við nýja heimtaug í tengslum við varmaskipti skóla- og íþróttamannvirkja.
Í afgreiðslu nefndarinnar á 250. fundi var jafnframt bókaður svohljóðandi fyrirvari:
"Verði síðar talið nauðsynlegt að koma spenninum fyrir annarsstaðar á lóðinni, felur nefndin umhverfis- og skipulagssviði að leysa það mál með viðeigandi aðilum innan þessarar undanþáguheimildar."
Ætlunin er að koma fyrir stakstæðu húsi, 6,5 m2 að stærð, suðaustan við íþróttahúsið og bílastæðin austan við húsið, skv. fyrirliggjandi teikningu. Grundarfjarðarbær leggur nú fram, til staðfestingar, teikningu þar sem sýnd er staðsetning húss fyrir spenninn, suðaustan við íþróttahús og neðri/austari bílastæðin.