Lögð fram til afgreiðslu umsókn Dísarbyggðar ehf. um breytingu á aðalskipulagi vegna uppbyggingar á Þórdísarstöðum í samræmi við 2. mgr. 36. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Breytingin felst í því að a) bæta við gistirýmum fyrir allt að 12 gesti í fyrirhugaðri þjónustubyggingu (núv. hesthúsi og hlöðu) og b) heimild til þess að hækka smáhýsi til útleigu úr lágreistum húsum í allt að tveggja hæða sem megi vera allt að 65 m2.
Skv. Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039 er svæðið skilgreint sem verslunar- og þjónustusvæði (VÞ-2). Þar er heimilt að reisa gistirými í smáhýsum eða lágreistum byggingum fyrir allt að 200 gesti. Einnig er heimilt að reisa þjónustu- og veitingahús fyrir allt að 100 gesti. Í skipulagsskilmálum er einnig tekið fram að mannvirki skuli falla vel að landslagi og þeim byggingum sem fyrir eru. Þar segir jafnframt: "Landeigendur hafa áform um að byggja upp ferðaþjónustu á jörðinni á næstu árum, með uppbyggingu á smáhýsum, auk þess að reka þjónustuhús með veitingasölu." Ekki er til deiliskipulag fyrir Þórdísarstaði.