Málsnúmer 2305011

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 248. fundur - 08.05.2023

Sótt er um að byggja við húsið á Sæbóli 44. Upphaflegar teikningar af húsinu, frá 1983, gerðu ráð fyrir bílskúr á norðurgafli. Sótt er um að fá að lengja / breikka núverandi hús um 5,4 m, sama fjarlægð og var teiknuð upp 1983. Einnig er sótt um að hækka þakið á bílskúrnum til samræmis við húsið.
Skipulags- og umhverfisnefnd telur framkomin gögn ófullnægjandi þar með talið uppáskrifað samþykki annarra eiganda hússins, þar sem um parhús er að ræða. Jafnframt telur nefndin teikningar ófullnægjandi og að þær verði að taka til beggja hluta hússins. Nefndin óskar eftir nánari upplýsingum um hvers konar viðbyggingu er að ræða þ.e.a.s. byggingu bílskúrs eða stækkunar á íbúð.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 250. fundur - 26.06.2023

Lögð er fram að nýju umsókn um færslu og stækkun á byggingarreit fyrir bílskúr við parhús við Sæból 44 og hækkun bílskúrsins til samræmis við hæð íbúðarhússins.

Málið var tekið fyrir á 248. fundi skipulags- og umhverfisnefndar, sem taldi framlögð gögn þá ófullnægjandi, þar með talið uppáskrifað samþykki annarra eigenda hússins. Jafnframt taldi nefndin teikningar ófullnægjandi og óskaði eftir nánari upplýsingum um hvers konar viðbyggingu væri að ræða, þ.e.a.s. hvort um væri að ræða byggingu bílskúrs eða stækkun á íbúð.

Samkvæmt framlögðum teikningum, sem fyrir þessum fundi liggja, er um að ræða færslu og stækkun á bílskúrsreit skv. aðaluppdrætti frá Húsnæðisstofnun ríkisins árið 1984. Til stendur að byggja bílskúrinn eftir endilöngum gafli hússins og hækka til samræmis við hæð íbúðarhússins. Byggt verður fyrir glugga á barnaherbergi og baðherbergi. Fullnaðarteikningar liggja ekki fyrir en óskað er eftir samþykki nefndarinnar til þess að grenndarkynna framlögð gögn.

Umsókninni fylgir samþykki eigenda hins hluta parhússins (44a) fyrir breytingunni, með fyrirvara um að ekki felist þó í því bindandi samþykki fyrir samskonar breytingu á þeirra eignarhluta.

Þar sem húsið stendur á ódeiliskipulögðum reit, vísaði byggingarfulltrúi málinu til skipulags- og umhverfisnefndar.
Skipulags- og umhverfisnefnd felur byggingarfulltrúa að óska eftir hefðbundnum grenndarkynningargögnum, þ.m.t. afstöðumynd, útlitsteikningum og grunnmynd. Að þeim skilyrðum uppfylltum, felur nefndin skipulagsfulltrúa að grenndarkynna fyrirhugaða breytingu á bílskúr í samræmi við 1. mgr. 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 fyrir lóðarhöfum Sæbóls 44a, 42, 37 og 35 og Grundargötu 56.

Að grenndarkynningu lokinni og að því gefnu að athugasemdir berist ekki, felur nefndin byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi sbr. 2.3.4. gr. í byggingarreglugerð nr. 112/2012, m.s.br.