Lögð fram til kynningar greinargerð Guðmundar Jónssonar frá 29. nóvember sl. um framtíðarskíðasvæði ofan við núverandi skíðasvæði en hann og Guðmundur Pálsson frá stjórn Skíðasvæðis Snæfellsness skoðuðu svæðið í haust.
Forsaga:
Greinargerðin var tekin fyrir á 598. fundi bæjarráðs þann 7. desember sl. og vísaði bæjarráð erindinu til kynningar hjá íþrótta- og tómstundanefnd og skipulags- og umhverfisnefnd. Bæjarstjóri hefur einnig sent greinargerðina til stjórnar Skíðasvæðis Snæfellsness.
Stefnt er að fundi fulltrúa bæjarins og Skíðadeildar/Skíðasvæðis í janúar um erindi skv. máli nr. 2211011.
Bæjarráð þakkar fyrir góða greinargerð.
Bæjarráð vísar greinargerð Guðmundar til íþrótta- og tómstundanefndar og skipulagsnefndar/skipulagsfulltrúa, til skoðunar.
Bæjarstjóri hefur þegar sent greinargerðina til stjórnar Skíðasvæðis Snæfellsness.