Vélsmiðja Grundarfjarðar sækir um byggingarheimild vegna viðbyggingar við Ártún 3. Um er að ræða seinni hluta viðbyggingar en fyrri hlutinn var byggður vorið 2020.
Á 266. fundi bæjarstjórnar staðfesti bæjarstjórn bókun skipulags- og umhverfisnefndar á fundi nr. 244 vegna málsins en í afgreiðslunni fól nefndin byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi með fyrirvara um að nýtingarhlutfall á lóðinni sé í samræmi við gildandi deiliskipulag.
Skipulags- og umhverfisnefnd felur byggingarfulltrúa að gefa út byggingarleyfi með fyrirvara um að nýtingarhlutfall á lóðinni sé í samræmi við gildandi deiliskipulag (hámark 0,32) og að öllum skilyrðum 2.4.4. gr. byggingarreglugerðar nr. 112/2012 m.s.br. uppfylltum.