Málsnúmer 2211036

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 598. fundur - 07.12.2022

Lagður fram tölvupóstur f.h. eigenda jarðanna Búða, Háls og Kirkjufells með ósk um að Grundarfjarðarbær skipi fulltrúa í samráðshóp landeigenda og hagsmunaaðila. Hópurinn hafi það hlutverk að svara ýmsum spurningum um aðgengi að og öryggi fólks á Kirkjufelli.

Lagt til að bæjarstjóri verði fulltrúi bæjarstjórnar í samráðshópnum. Skipulagsfulltrúi komi að vinnunni eftir þörfum.

Samþykkt samhljóða.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 244. fundur - 12.12.2022

Lagður fram til kynningar tölvupóstur með erindi frá eigendum jarðanna Búða, Háls og Kirkjufells með ósk um að Grundarfjarðarbær skipi fulltrúa í samráðshóp landeigenda og hagsmunaaðila. Hópurinn hafi það hlutverk að svara ýmsum spurningum um aðgengi að og öryggi fólks á Kirkjufelli.

Forsaga:
Á 598. fundi bæjarráðs 7. desember sl. samþykkt bæjarráð að tilnefna bæjarstjóra sem fulltrúa bæjarstjórnar í samráðshópinn og að skipulagsfulltrúi komi að vinnunni eftir þörfum.
Skipulagsfulltrúi gerði grein fyrir aðdraganda erindisins. Hún sagði frá mótaðri skiltastefnu Grundarfjarðarbæjar og áformum um uppsetningu skilta á næstunni, sem m.a. eru viðvörunarskilti um hættur tengdar Kirkjufelli.