Á 230. fundi skipulags- og umhverfisnefndar fól nefndin byggingarfulltrúa að kanna betur hvort byggingaráformin uppfylli skilyrði Vegagerðarinnar varðandi fjarlægðarmörk frá þjóðvegi og óska eftir nánari upplýsingum frá umsækjanda um notkun byggingarinnar, staðsetningu með tilliti til yfirborðsvatns og að umsækjandi uppfæri teikningar og önnur tilskilin gögn sbr. 2.4.4. gr. byggingarreglugerðar nr.112/2012. í Aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar 2019-2039 er svæðið skilgreint sem landbúnaðarsvæði.
Fyrir liggur svar frá Vegagerðinni þar sem ekki er gerð athugasemd vegna fjarlægðar frá stofnvegi. Einnig hefur lóðarhafi gert grein fyrir nýtingu á húsinu ásamt því að gera grein fyrir yfirborðsvatni á byggingarstað. Aðal- og séruppdrættir liggja fyrir að undanskildum raflagnateikningum.