Málsnúmer 1805034

Vakta málsnúmer

Skipulags- og umhverfisnefnd - 190. fundur - 22.05.2018

Farið yfir Aðalskipulag Grundarfjarðarbæjar 2018-2038, einnig drög að umhverfisskýrslu
Björg Ágústsdóttir fór yfir tillögu á vinnslustigi og umhverfisskýrslu. Matthildur Kr. Elmarsdóttir var með á símafundi.

Skipulags-og umhverfisnefnd samþykkir framlagða tillögu á vinnslustigi að Aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar. Einnig samþykkir nefndin drög að umhverfisskýrslu sem lögð hefur verið fram.

Skipulags-og umhverfisnefnd leggur til að skipulagstillagan verði sett í kynningu, skv. 2.mgr.30.gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

Rósa Guðmundsdóttir sat fundinn undir þessum lið.

Gestir

  • Björg Ágústsdóttir - mæting: 01:40

Bæjarstjórn - 216. fundur - 23.05.2018

Björg Ágústsdóttir og Matthildur Kr. Elmarsdóttir (í síma), ráðgjafar Alta, sátu fundinn undir þessum lið.

Vísað er til afgreiðslu bæjarstjórnar undir tl. 2.1 í fundargerð skipulags- og umhverfisnefndar, þar sem bæjarstjórn samþykkti samhljóða fyrirliggjandi tillögu á vinnslustigi að aðalskipulagi Grundarfjarðar 2018-2038 og umhverfisskýrslu tillögunnar.

Allir tóku til máls.

Kynningartími tillögunnar skal standa frá 24. maí til 10. september 2018 og miðað við að kynningarfundur um tillöguna verði haldinn í lok ágúst.

Samþykkt samhljóða.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 192. fundur - 27.06.2018

Alta leggur til að kynningarfundur vegna nýs aðalskipulags verði haldinn þann 13 ágúst nk.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að halda kynningarfund fyrir aðalskipulagið þann 13 ágúst og leggur til að fundurinn verði haldin með eftirfarandi fyrirkomulagi:
Opið hús með stuttum kynningum: Þannig gefst íbúum tækifæri til þess að kynna sér nýtt Aðalskipulag og mun skipulagsráðgjafi sitja fyrir svörum ásamt því að halda 2 stuttar kynningar á fyrirfram auglýstum tíma á meðan opið er.

Skipulags- og byggingarfulltrúa í samráði við bæjarstjóra og starfsmenn Alta falið að útfæra, skipuleggja og auglýsa fundinn nánar.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 193. fundur - 24.07.2018

Næstu skref og famvinda aðalskipulags rædd. Aðkallandi verkefni kynnt.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 194. fundur - 09.08.2018

Opið hús. Kynning á aðalskipulagstillögu á vinnslustigi í Samkomuhúsi Grundarfjarðar mánudaginn 13. ágúst 2018, kl. 18:00-21:00.

Matthildur Kr. Elmarsdóttir skipulagsfræðingur hjá Alta var tengd í fjarfundi undir þessum lið.

Farið var yfir fyrirkomulag opins húss sem haldið verður til kynningar á vinnslutillögu aðalskipulags nk. mánudag. Matthildur fór yfir kynningu sem hún mun verða með á opna húsinu og kynningarmyndir sem hengdar verða upp á vegg í samkomuhúsinu. Ákveðið að láta liggja frammi einfalt kynningarblað með helstu upplýsingum um vefsíðu og um næstu skref.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 194. fundur - 09.08.2018

Vinna við aðalskipulag.

Matthildur Kr. Elmarsdóttir skipulagsfræðingur hjá Alta var tengd á fjarfundi undir þessum lið.

Hún fór yfir drög að minnisblaði um sjónrænt verðmæti landslags og mögulega nálgun hvað það varðar í stefnu nýs aðalskipulags. Samþykkt að meginefni kaflans verði hluti af nýrri skipulagstillögu. Til nánari umræðu á fundi um aðalskipulagið síðar.


Skipulags- og umhverfisnefnd - 203. fundur - 12.09.2019

Lögð var fram og kynnt tillaga að Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039 ásamt umhverfisskýrslu tillögunnar. Einnig var lagt fram minnisblað með yfirliti yfir ábendingar og umsagnir sem bárust um aðalskipulagstillögu á vinnslustigi sem kynnt var vorið 2018 á grundvelli 2. mgr. 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Svör skipulags- og umhverfisnefndar eru í minnisblaðinu og er það fylgiskjal með þessari fundargerð.

Skipulags- og umhverfisnefnd Grundarfjarðarbæjar leggur til við bæjarstjórn að fyrirliggjandi tillaga að Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039 ásamt umhverfisskýrslu, að teknu tilliti til breytinga sem samþykktar voru á fundinum, verði send Skipulagsstofnun til athugunar í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga.
Þegar umsögn stofnunarinnar liggur fyrir og unnið hefur verið úr henni verði aðalskipulagstillagan og umhverfisskýrsla hennar auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga og 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.

Bæjarstjórn - 230. fundur - 19.09.2019

Fyrir liggur fundargerð 203. fundar skipulags- og umhverfisnefndar þann 12. september 2019 ásamt fylgiskjali með yfirliti um umsagnir sem bárust við kynningu vinnslutillögu á árinu 2018 og afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar á þeim. Á fundinum samþykkti nefndin fyrirliggjandi tillögu að Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039 ásamt umhverfisskýrslu, að gerðum nokkrum smávægilegum lagfæringum sem samþykktar voru á fundinum. Nefndin lagði til að bæjarstjórn samþykkti að senda Skipulagsstofnun tillöguna til athugunar í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga.
Til máls tóku JÓK og UÞS.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða tillögu skipulags- og umhverfisnefndar, um að fyrirliggjandi tillaga að Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039 ásamt umhverfisskýrslu, verði send Skipulagsstofnun til athugunar í samræmi við 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga.

Þegar umsögn stofnunarinnar liggur fyrir og unnið hefur verið úr henni verði aðalskipulagstillagan og umhverfisskýrsla hennar auglýst í samræmi við 31. gr. skipulagslaga og 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn þakkar skipulags- og umhverfisnefnd og þeim sem að gerð tillögunnar komu, fyrir vel unnið verk.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 207. fundur - 27.11.2019

Lögð var fram umsögn Skipulagsstofnunar, dags. 18. nóvember 2019, um tillögu að Aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar 2019-2039, sbr. 3. mgr. 30. gr. skipulagslaga. Stofnunin hefur farið yfir aðalskipulagstillöguna sem samþykkt var af skipulags- og umhverfisnefnd og bæjarstjórn í september sl. og í framhaldi send Skipulagsstofnun til athugunar.
Skipulagsstofnun gerir ekki athugasemd við að tillagan verði auglýst skv. 31. gr. skipulagslaga þegar brugðist hefur verið við eftirfarandi atriðum. Svör skipulags- og umhverfisnefndar eru sett fram á eftir hverjum athugasemdarlið.

Efnisleg atriði:

- Tekin verði ákvörðun um staðsetningu dælustöðvar en í tillögunni kemur fram (á bls. 169) að ástæða sé til að endurskoða stefnu um staðsetningu hennar í Torfabót.

- Svör nefndar:
Í aðalskipulagstillögunni, kafla 7.4, er sett fram markmið um að fráveitumálum verði komið í gott horf og að gerð verði áætlun í fráveitumálum í samræmi við reglugerð um fráveitur og sorp. Þar er jafnframt sagt að í þéttbýlinu verði skólpi safnað saman með sniðræsum í eina dælustöð í Torfabót eða á austanverðu Framnesi, og dælt þaðan út frá stórstraumsfjöru. Heimilt verði að staðsetja dælustöðina á athafnasvæðinu í samræmi við útfærslu í deiliskipulagi.
Textanum verði breytt þannig að möguleg staðsetning er einskorðuð við Framnes en að í deiliskipulagi verði nákvæm staðsetning ákveðin. Dælustöð á athafnasvæði eða hafnarsvæði telst í samræmi við aðalskipulag. Texta á bls. 169 (sem er í forsenduhluta) verður einnig breytt m.t.t. þessa þannig að skýrt sé, að stefnt er að dælustöð á Framnesi sem verði staðsett nánar við deiliskipulagsgerð í samhengi við skipulag fyrir aðra uppbyggingu á svæðinu.


Lagfæringar á uppdráttum:

- Kortagrunnur verði lagfærður þannig að hann sýni staðhætti og landslagseinkenni.
- Skýr skil séu á milli þéttbýlisuppdráttar og sveitarfélagsuppdáttar.
- Númer landnotkunarreita á uppdráttum og í greinargerð verði samræmd.
- Stærðir allra landnotkunarreita komi fram landnotkunartöflum í skipulagsgreinargerð.
- Gerð verði grein fyrir landnotkunarafmörkun/staðsetningu efnistökusvæðis E-7 og E-13 á sveitarfélagsuppdrætti.

- Svör nefndar:
Uppdrættir verða lagfærðir í samræmi við ábendingar Skipulagsstofnunar.

Lagfæringar í skipulagsgreinargerð og umhverfisskýrslu:
- Fram komi stærð efnistökusvæða og efnismagn.
- Gera þarf nokkrar lagfæringar á númerum landnotkunarreita og samræma skýringarmynd yfir hafnarsvæði við þéttbýlisuppdrátt.
- Skýrt verði hvað átt er við með „upphaflega staðfestingu nýs aðalskipulags“ á bls. 10 í umhverfisskýrslu.

- Svör nefndar:
Varðandi stærð efnistökusvæða og efnismagn á þeim, þá liggja þær upplýsingar ekki fyrir og ekki þótti mögulegt að mæla stærð og áætla magn í hverri námu. M.a. vegna þessa annmarka á tiltækum gögnum er sett fram stefna um að gengið verði úr skugga um að allir efnistökustaðir hafi framkvæmdaleyfi og úthlutun leyfa verði bundin skilyrðum um magn, góða umgengni og vandaðan frágang námanna að efnistöku lokinni m.t.t. landslags. Gagnakröfur vegna framkvæmdaleyfisumsókna eru einnig skilgreindar og sett eru ákvæði um hámarksmagn á hverju svæði.

Skipulagsgreinargerð og umhverfisskýrsla verða að öðru leyti lagfærðar í samræmi við ábendingar Skipulagsstofnunar.

Nefndin samþykkir að gera eftirfarandi viðbótarbreytingu við tillöguna:

Nefndin samþykkir að færa efri mörk landbúnaðarsvæða úr 150 m í 200 m y.s., með hliðsjón af landslagi og staðháttum sem ríkjandi eru í Eyrarsveit, en land ofan þeirrar hæðarlínu er fjalllendi sem býður ekki upp á mannvirkjagerð. Eftir sem áður eru hefðbundin landbúnaðarnot heimil ofan 200 m. Með þessari breytingu næst m.a. samræmi við efri mörk landbúnaðarsvæða í aðalskipulagi Snæfellsbæjar. Áður ákveðnum línum, sbr. aðalskipulagstillögu sem nefndin fjallaði um 12.9.2019, verði þó haldið óbreyttum í kringum Kirkjufell, á Bárarhálsi, í Búlandshöfða og í Stöðinni. Ennfremur verði í aðalskipulagstillögunni fjallað um þann greinarmun sem er á milli landnotkunarákvæða/-flokka skv. skipulagsreglugerð og ákvæða um almannarétt um för um land skv. lögum um náttúruvernd og lögum um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta.


Niðurstaða:

Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulagsráðgjafa að breyta skipulagsgögnum í samræmi við framangreind svör og tillögu um viðbótarbreytingu.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að auglýsa aðalskipulagstillöguna svo breytta, sbr. 31. gr. skipulagslaga, ásamt umhverfisskýrslu tillögunnar, sbr. 7. gr. laga um umhverfismat áætlana.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 212. fundur - 19.02.2020

Fyrir fundinum lá aðalskipulagstillagan, ásamt umhverfisskýrslu og öðrum gögnum, eins og þau voru kynnt á auglýsingartíma tillögunnar, frá 4. desember 2019 til 22. janúar 2020. Auk þess gögn vegna samskipta við Skipulagsstofnun fyrir kynningartímann.
Farið yfir tillöguna og fylgigögn og ritaðir minnispunktar um það sem nefndin óskar eftir að verði lagfært í endanlegri útgáfu tillögunnar.
Að öðru leyti er vísað í lið 1 á fundinum.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 219. fundur - 06.07.2020

Lokaafgreiðsla á tillögu að Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039.
Tillaga að Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039, ásamt umhverfisskýrslu, var auglýst samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006, þann 4. desember 2019. Athugasemdafrestur rann út þann 22. janúar 2020. Sex aðilar gerðu athugasemdir við framlagða aðalskipulagstillögu og/eða umhverfisskýrslu.

Í samræmi við 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 1. mgr. 9. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006 fór skipulags- og umhverfisnefnd yfir framkomnar athugasemdir, á fundum sínum nr. 212 þann 19. febrúar sl. og 218 þann 1. júlí sl.
Á síðarnefnda fundinum samþykkti nefndin að afgreiða athugasemdirnar og voru svör nefndarinnar við þeim bókuð í fundargerð 218. fundar. Á sama fundi samþykkti nefndin að gera þær breytingar á aðalskipulagstillögunni sem umsögn um athugasemdirnar leiddi af sér, auk minniháttar leiðréttinga annarra, sem gerð er grein fyrir í sérstöku minnisblaði sem fylgir gögnum málsins og sent verður Skipulagsstofnun.

Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að aðalskipulagstillagan, svo breytt, verði samþykkt og send Skipulagsstofnun til staðfestingar, sbr. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga og 1. mgr. 9. gr. laga um umhverfismat áætlana.

Þeim aðilum er gerðu athugasemdir verði jafnframt send afgreiðsla og umsögn bæjarstjórnar um athugasemdir, niðurstaðan verði auglýst, sbr. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga og gögn verði kynnt viðeigandi aðilum í samræmi við 2. mgr. 9. gr. laga um umhverfismat áætlana, en í umhverfisskýrslu tillögunnar er gerð grein fyrir hvernig umhverfissjónarmið hafa verið felld inn í áætlunina og færð rök fyrir þeirri stefnu sem sett er fram.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn - 240. fundur - 06.07.2020

Tillaga að Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039, ásamt umhverfisskýrslu, var auglýst samkvæmt 31. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 7. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006, þann 4. desember 2019. Athugasemdafrestur rann út þann 22. janúar 2020.
Sex aðilar gerðu athugasemdir við framlagða aðalskipulagstillögu og/eða umhverfisskýrslu.

Í samræmi við 1. mgr. 32. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og 1. mgr. 9. gr. laga um umhverfismat áætlana nr. 105/2006 fór skipulags- og umhverfisnefnd yfir framkomnar athugasemdir, á fundum sínum nr. 212 þann 19. febrúar sl. og 218 þann 1. júlí sl. Á síðarnefnda fundinum samþykkti nefndin að afgreiða athugasemdirnar og var umsögn nefndarinnar þar að lútandi bókuð í fundargerð 218. fundar. Á sama fundi samþykkti nefndin að gera þær breytingar á aðalskipulagstillögunni sem umsögn um athugasemdir leiddi af sér, auk minniháttar leiðréttinga annarra, sem gerð er grein fyrir í sérstöku minnisblaði sem fylgir gögnum málsins og sent verður Skipulagsstofnun með þessari afgreiðslu.

Á fundi sínum nr. 219, þann 6. júlí 2020, samþykkti skipulags- og umhverfisnefnd að leggja til við bæjarstjórn að samþykkja aðalskipulagstillöguna svo breytta og senda hana til Skipulagsstofnunar til staðfestingar, sbr. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga og 1. mgr. 9. gr. laga um umhverfismat áætlana. Jafnframt verði aðilum, sem gerðu athugasemdir við tillöguna, send afgreiðsla og umsögn bæjarstjórnar um athugasemdirnar og niðurstaðan auglýst, sbr. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga og gögn kynnt viðeigandi aðilum í samræmi við 2. mgr. 9. gr. laga um umhverfismat áætlana. Í umhverfisskýrslu tillögunnar er gerð grein fyrir hvernig umhverfissjónarmið hafa verið felld inn í áætlunina og færð rök fyrir þeirri stefnu sem sett er fram.

---
Allir fundarmenn tóku til máls.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða og gerir að sinni, afgreiðslu og umsögn skipulags- og umhverfisnefndar, á athugasemdum sem bárust við aðalskipulagstillöguna.

Jafnframt samþykkir bæjarstjórn samhljóða að senda fyrirliggjandi tillögu að Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039 ásamt umhverfisskýrslu, til Skipulagsstofnunar til staðfestingar, sbr. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga og 1. mgr. 9. gr. laga um umhverfismat áætlana.

Til skýringar á málsmeðferðarhraða, sbr. ákvæði 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga, vill bæjarstjórn taka fram, að afgreiðsla þessi tafðist sökum heimsfaraldurs kórónuveiru og brýnna verkefna sem því fylgdu fyrir sveitarfélagið. Óskar bæjarstjórn eftir að Skipulagsstofnun taki tillit til þess við lokaafgreiðslu málsins.

Bæjarstjórn samþykkir ennfremur að senda þeim aðilum, sem gerðu athugasemdir við tillöguna, afgreiðslu og umsögn sína, að auglýsa niðurstöðuna, sbr. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga og að kynna viðeigandi aðilum gögn í samræmi við 2. mgr. 9. gr. laga um umhverfismat áætlana.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn þakkar skipulags- og umhverfisnefnd og öllum þeim sem að gerð tillögunnar komu, fyrir vel unnið verk.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 222. fundur - 30.09.2020

Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar vegna staðfestingar á Aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar 2019-2039.
Stofnunin gerði athugasemd við nokkur atriði, sem teljast tæknilegs eðlis og nefndin fól skipulagsráðgjöfum að laga.
Auk þess er eitt atriði sem kallast má efnislegt, sem eru skilmálar fyrir landnotkunarreitinn "Sérstök not haf- og vatnssvæða" (SN).
Fyrir liggur minnisblað skipulagsráðgjafa og tillaga um afgreiðslu athugasemda Skipulagsstofnunar.

Skipulags- og umhverfisnefnd og bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar samþykktu Aðalskipulag Grundarfjarðar 2019-2039 og tilheyrandi umhverfisskýrslu á fundum sínum þann 6. júlí 2020 í samræmi við 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga.
Í kjölfarið voru skipulagsgögnin send Skipulagsstofnun til afgreiðslu til staðfestingar með bréfi dags. 9. júlí 2020.
Skipulagsstofnun hefur sent Grundarfjarðarbæ svarbréf dags. 27. ágúst 2020 með nokkrum athugasemdum - sjá bókun.

Niðurstaða bæjarstjórnar var auglýst í Fréttablaðinu þann 27. ágúst 2020 og Jökli, bæjarblaði, þann 3. september 2020, auk þess sem niðurstaðan var birt á vef bæjarins. Með bréfum dagsettum 20. ágúst 2020 var þeim aðilum sem gerðu athugasemdir við auglýsta tillögu send umsögn bæjarstjórnar um þær, sbr. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga.

Skipulagsáætlunin og lokaafgreiðsla hennar verður send viðeigandi umsagnaraðilum þegar hún hefur verið staðfest, sbr. 2. mgr. 9. gr. laga um umhverfismat áætlana.
Lagt er fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 27. ágúst 2020 vegna staðfestingar Aðalskipulags Grundarfjarðar 2019-2039 þar sem stofnunin bendir á nokkur atriði í skipulagsgögnum sem þarf að lagfæra áður en aðalskipulagið verður staðfest. Atriðin eru flest tæknilegs eðlis, þ.e. varða framsetningu, s.s. örnefni, mælikvarða, númer landnotkunarsvæða og texta sem þarf að samræma á milli kafla og á milli greinargerðar, umhverfisskýrslu og uppdrátta. Eitt atriði er efnislegt en þar er kallað eftir landnotkunarákvæðum fyrir haf- og vatnssvæði með sérstök not (SN). Auk þess er bætt inn landnotkun á svæði ÖN-6 sem er nýlega endurnýjuð friðlýsing æðarvarps í landi Kolgrafa.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir að gera þær lagfæringar á skipulagsgögnum sem Skipulagsstofnun bendir á. Gögnin hafa þegar verið lagfærð og liggja fyrir fundinum, þ.e.:
- Skipulagsuppdrættir með lagfæringum vegna ábendinga Skipulagsstofnunar
- Skipulagsgreinargerð með lagfæringum vegna ábendinga Skipulagsstofnunar
- Umhverfisskýrsla, óbreytt
Nefndin samþykkir jafnframt að svæði SN-1 og SN-2 í landnotkunarflokknum sérstök not haf- og vatnssvæða verði sameinuð í eitt svæði, SN-1 og þar gildi eftirfarandi landnotkunarákvæði:

"Innri höfn og svæði umhverfis hafnarsvæði:
Á svæðinu skal siglingaleiðum haldið greiðum og innan þess er heimilt að dýpka höfnina og endurbyggja og bæta við hafnarmannvirki samkvæmt nánari skilgreiningu í deiliskipulagi og/eða framkvæmdaleyfisgögnum."

Skipulagsgögn með framangreindum lagfæringum verði send Skipulagsstofnun til staðfestingar.

Gestir

  • Jósef Ó Kjartansson

Bæjarstjórn - 242. fundur - 08.10.2020

Skipulags- og umhverfisnefnd og bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar samþykktu Aðalskipulag Grundarfjarðar 2019-2039 og tilheyrandi umhverfisskýrslu á fundum sínum þann 6. júlí 2020 í samræmi við 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga. Í kjölfarið voru skipulagsgögnin send Skipulagsstofnun til afgreiðslu til staðfestingar með bréfi dags. 9. júlí 2020.

Með bréfum dagsettum 20. ágúst 2020 var þeim aðilum sem gerðu athugasemdir við auglýsta tillögu send umsögn bæjarstjórnar um þær, sbr. 2. mgr. 32. gr. skipulagslaga. Í samræmi við sömu lagagrein var niðurstaða bæjarstjórnar auglýst í Fréttablaðinu þann 27. ágúst 2020 og Jökli, bæjarblaði, þann 3. september 2020, auk þess sem niðurstaðan var birt á vef bæjarins.

Skipulagsáætlunin og lokaafgreiðsla hennar verður send viðeigandi umsagnaraðilum þegar hún hefur verið staðfest, sbr. 2. mgr. 9. gr. laga um umhverfismat áætlana.

Lagt er fram bréf Skipulagsstofnunar dags. 27. ágúst 2020 vegna staðfestingar Aðalskipulags Grundarfjarðar 2019-2039 þar sem stofnunin bendir á nokkur atriði í skipulagsgögnum sem þarf að lagfæra áður en aðalskipulagið verður staðfest. Atriðin eru flest tæknilegs eðlis, þ.e. varða framsetningu, s.s. örnefni, mælikvarða, númer landnotkunarsvæða og texta sem þarf að samræma á milli kafla og á milli greinargerðar, umhverfisskýrslu og uppdrátta. Eitt atriði er efnislegt en þar er kallað eftir landnotkunarákvæðum fyrir haf- og vatnssvæði með sérstök not (SN).

Til máls tóku JÓK og BÁ.

Bæjarstjórn samþykkir að gera þær lagfæringar á skipulagsgögnum sem Skipulagsstofnun bendir á og til afgreiðslu voru á 222. fundi skipulags- og umhverfisnefndar, sbr. dagskrárlið 9.3. á þessum fundi. Auk þess eru gerðar þrjár aðrar lagfæringar:

Bætt er inn landnotkun á svæði ÖN-6 sem er nýlega endurnýjuð friðlýsing æðarvarps í landi Kolgrafa.

Mörk frístundabyggðarsvæðis F-7, Berserkseyri, eru færð til samræmis við deiliskipulagstillögu sem samþykkt var til auglýsingar á fundi skipulags- og umhverfisnefndar þann 5. júní 2018, en það er í samræmi við afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar, þann 1. júlí 2020, á athugasemdum við auglýsta aðalskipulagstillögu. Stærð svæðisins breytist við þetta úr 44,5 ha í 36,8 ha.

Orðalag í texta um stækkun brunnsvæðis er lagfært þannig að skýrt sé að nýtt aðalskipulag afmarkar brunnsvæði í samræmi við tillögu um breytta legu vatnsverndarsvæða vatnsbóla Vatnsveitu Grundarfjarðar, sem unnin var af Ísor fyrir Orkuveitu Reykjavíkur 2006, sbr. það sem kemur fram um það í forsenduhluta kafla 5.2. Breytingar á mörkum brunnsvæðis voru kynntar í vinnslutillögu sem var til umsagnar og athugasemda sumarið 2018 og í auglýsingartillögu með athugasemdafresti frá 4. desember 2019 til 22. janúar 2020. Engar athugasemdir bárust við mörk vatnsverndarsvæða. Samsvarandi lagfæringar orðalags eru gerðar í umhverfisskýrslu.

Bæjarstjórn samþykkir jafnframt að svæði SN-1 og SN-2 í landnotkunarflokknum sérstök not haf- og vatnssvæða verði sameinuð í eitt svæði, SN-1 og þar gildi eftirfarandi landnotkunarákvæði: „Innri höfn og svæði umhverfis hafnarsvæði: Á svæðinu skal siglingaleiðum haldið greiðum og innan þess er heimilt að dýpka höfnina og endurbyggja og bæta við hafnarmannvirki samkvæmt nánari skilgreiningu í deiliskipulagi og/eða framkvæmdaleyfisgögnum.“

Gögnin hafa þegar verið lagfærð til samræmis við framangreint og liggja fyrir fundinum, þ.e.:

- Skipulagsuppdrættir með lagfæringum
- Skipulagsgreinargerð með lagfæringum
- Umhverfisskýrsla með lagfæringum

Skipulagsgögn með framangreindum lagfæringum verði send Skipulagsstofnun til staðfestingar.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn - 249. fundur - 11.05.2021

Lögð fram til kynningar staðfesting á Aðalskipulagi Grundarfjarðarbæjar 2019-2039, sem hefur tekið gildi með birtingu í B-deild Stjórnartíðinda.

Bæjarstjórn fagnar þessum áfanga.

Aðalskipulag Grundarfjarðar 2019-2039, uppdrætti, greinargerð og umhverfisskýrslu, er að finna hér á vef Grundarfjarðarbæjar:
https://www.grundarfjordur.is/is/thjonusta/skipulags-og-byggingamal/adalskipulag-grundarfjardarbaejar