Umræða um aðstöðu við íþróttavöllinn, s.s. geymsla fyrir tæki og áhöld, aðstaða til þjálfunar, búningsaðstaða, w.c. o.fl.
Ingibjörg Eyrún Bergvinsdóttir, formaður UMFG, er gestur undir þessum lið.
Rætt um að halda áfram að bæta aðstöðu við íþróttavöll, en undanfarin ár hefur verið unnið að því að bæta aðstöðu með malbikun brauta, kastsvæðis, hreinsun brauta sl. sumar o.fl.
Helst vantar salerni, aðstöðu fyrir þjálfara, dómaraherbergi og geymslu, einnig búningsaðstöðu. Núverandi gámur sem notaður hefur verið undir áhöld er ónýtur og þarf að fjarlægja sem fyrst.
Tillaga UMFG að aðstöðuhúsi var lögð fram.
Stjórn Ungmennafélagsins mun vinna áfram með hugmynd og meta þörf fyrir aðstöðuhús.
Hér vék Ingibjörg af fundi og var henni þakkað fyrir komuna.
Gestir
Ingibjörg Eyrún Bergvinsdóttir, formaður UMFG - mæting: 17:00
Lára Lind Jakobsdóttir forstöðumaður menningarmála og bókasafns kom inn á fundinn og kynnti dagskrá "Gulur september" sem er samvinnuverkefni stofnana og félagasamtaka sem vinna saman að geðheilbrigði og sjálfsvígsforvörnum.
Ætlunin er að hafa sérstaka viðburði og vekja góða athygli á Gulum september hér heima.
Leitað hefur verið til íbúa um samstarf við viðburði og skilaboð tengd málefnunum.
Nefndin lýsir yfir ánægju með undirbúning og þakkar fyrir kynninguna.
Hér vék Lára Lind af fundi og var henni þakkað fyrir komuna.
Bæjarstjóri var gestur fundarins undir þessum lið.
Sagt frá stöðu í því stóra verkefni sem "orkuskiptin" eru - en stefnt er að því að hætta að kynda skóla og íþróttamannvirki með olíu og fara yfir í varmadæluorku síðar í haust.
Orkuskiptin eru stórt verkefni sem unnið hefur verið að síðan 2022 og undirbúning má rekja lengra aftur í tímann.
Björg sagði frá þeim framkvæmdum sem í gangi eru við uppsetningu á varmadælum og við orkuskiptin almennt.
Orkuskiptin eru m.a. forsenda fyrir lengri opnunartíma sundlaugar yfir árið og fyrir því að hægt sé að setja upp rennibraut við sundlaugina. Björg og Ólafur sögðu frá því að skoðun og undirbúningur að því máli sé í gangi. Orkuþörf fyrir rennibraut hafi verið yfirfarin á síðasta ári, samhliða undirbúningi að borun á varmadæluholum að undirbúningi þeirra framkvæmda sem nú standa yfir við varmadælutengingar.
Nú sé verið að rýna legu lagna og annars búnaðar við sundlaug og teikna upp búnað og tengingar sem þurfi til viðbótar vegna áforma um uppsetningu rennibrautar.
Rætt um að merkja upp fleiri gönguleiðir og gera þær aðlaðandi fyrir göngufólk, innanbæjar og í nágrenni bæjarins.
Farið var yfir stefnu aðalskipulags Grundarfjarðar, þar sem er að finna markmið um Gönguvænan Grundarfjörð og aðlaðandi útivistarsvæði. Sett er markmið um að fjölga gönguleiðum og bæta merkingar.
Rætt um skilti og merkingar.
Ólafur ræddi um hjólastíga og sagði frá því sem hann hefði verið að skoða annarsstaðar á landinu.
Nefndin vill setja niður og merkja nokkrar gönguleiðir og gera þær aðgengilegri fyrir íbúa og gesti. Innanbæjar yrði tekin ein "leið" eða tvær, til að byrja með, og merkt upp með km-fjölda og mögulega öðrum upplýsingum og vakin athygli á þeim á korti/vefsjá bæjarins.
Eins verði skoðað hvaða leiðir í kringum bæinn (fyrir ofan byggð) væri hægt að merkja betur og lagfæra með lágmarksaðgerðum, þannig að fleiri myndu geta nýtt sér þær leiðir. Til áframhaldandi úrvinnslu.