Rætt um að merkja upp fleiri gönguleiðir og gera þær aðlaðandi fyrir göngufólk, innanbæjar og í nágrenni bæjarins.
Farið var yfir stefnu aðalskipulags Grundarfjarðar, þar sem er að finna markmið um Gönguvænan Grundarfjörð og aðlaðandi útivistarsvæði. Sett er markmið um að fjölga gönguleiðum og bæta merkingar.
Rætt um skilti og merkingar.
Ólafur ræddi um hjólastíga og sagði frá því sem hann hefði verið að skoða annarsstaðar á landinu.
Nefndin vill setja niður og merkja nokkrar gönguleiðir og gera þær aðgengilegri fyrir íbúa og gesti. Innanbæjar yrði tekin ein "leið" eða tvær, til að byrja með, og merkt upp með km-fjölda og mögulega öðrum upplýsingum og vakin athygli á þeim á korti/vefsjá bæjarins.
Eins verði skoðað hvaða leiðir í kringum bæinn (fyrir ofan byggð) væri hægt að merkja betur og lagfæra með lágmarksaðgerðum, þannig að fleiri myndu geta nýtt sér þær leiðir. Til áframhaldandi úrvinnslu.
Nefndin felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að kanna hvaða göngu- og hjólaleiðir eru kortlagðar í og við Grundarfjörð.