Lagt fram kynningarbréf um Gulan september, sem er samvinnuverkefni stofnana og félagasamtaka sem vinna saman að geðheilbrigði og sjálfsvígsforvörnum.
Með gulum september er leitast við að auka meðvitund samfélagsins
um mikilvægi geðræktar og sjálfsvígsforvarna. Þessu tengjast Alþjóðlegur forvarnardagur sjálfsvíga, sem er 10. september, og Alþjóða geðheilbrigðisdagurinn, sem er 10. október.
Leitað hefur verið til íbúa um samstarf við viðburði og skilaboð tengd málefnunum.
Nefndin lýsir yfir ánægju með undirbúning og þakkar fyrir kynninguna.
Hér vék Lára Lind af fundi og var henni þakkað fyrir komuna.