Málsnúmer 2409002

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og tómstundanefnd - 111. fundur - 05.09.2024

Umræða um aðstöðu við íþróttavöllinn, s.s. geymsla fyrir tæki og áhöld, aðstaða til þjálfunar, búningsaðstaða, w.c. o.fl.



Ingibjörg Eyrún Bergvinsdóttir, formaður UMFG, er gestur undir þessum lið.



Rætt um að halda áfram að bæta aðstöðu við íþróttavöll, en undanfarin ár hefur verið unnið að því að bæta aðstöðu með malbikun brauta, kastsvæðis, hreinsun brauta sl. sumar o.fl.

Helst vantar salerni, aðstöðu fyrir þjálfara, dómaraherbergi og geymslu, einnig búningsaðstöðu. Núverandi gámur sem notaður hefur verið undir áhöld er ónýtur og þarf að fjarlægja sem fyrst.

Tillaga UMFG að aðstöðuhúsi var lögð fram.
Stjórn Ungmennafélagsins mun vinna áfram með hugmynd og meta þörf fyrir aðstöðuhús.

Hér vék Ingibjörg af fundi og var henni þakkað fyrir komuna.

Gestir

  • Ingibjörg Eyrún Bergvinsdóttir, formaður UMFG - mæting: 17:00