578. fundur 01. nóvember 2021 kl. 16:45 - 20:48 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Unnur Þóra Sigurðardóttir (UÞS) formaður
  • Sævör Þorvarðardóttir (SÞ)
  • Jósef Ó. Kjartansson (JÓK)
Starfsmenn
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Formaður sett fund og gengið var til dagskrár.

1.Fasteignagjöld 2022

Málsnúmer 2109023Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að áætlun fasteignagjalda 2022 ásamt yfirliti yfir kostnað vegna sorphirðu og sorpeyðingar.

Gengið frá tillögu til bæjarstjórnar um breytingar á einstaka gjaldliðum.

Samþykkt samhljóða.

2.Gjaldskrár 2022

Málsnúmer 2109024Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir breytingu tekna vegna breytingar á þjónustugjaldskrám ásamt samanburði og tillögum um hækkun á gjaldskrám.

Gerð tillaga um breytingar á þjónustugjaldskrám, en endanlegum frágangi vísað til næsta fundar bæjarráðs.

Samþykkt samhljóða.

3.Styrkumsóknir og afgreiðsla 2022

Málsnúmer 2110006Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir vegna ársins 2022 ásamt umsóknum og greinargerðum.

Farið yfir styrkumsóknir. Gengið verður frá endanlegri tillögu á næsta fundi bæjarráðs.

Samþykkt samhljóða.

4.Fjárhagsáætlun 2022

Málsnúmer 2108010Vakta málsnúmer


Lögð fram rammaáætlun 2022. Jafnframt lögð fram tekjuáætlun og drög að launaáætlun ásamt áætluðum stöðugildum stærstu stofnana.

5.Tónlistarskóli Grundarfjarðar - Átak í blásturshljóðfæranámi

Málsnúmer 2110033Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf aðstoðarskólastjóra tónlistarskólans með tillögum um átak í kennslu á blásturshljóðfæri, þar sem þeim nemendum hefur fækkað mikið.

Lagt er til að boðið verði upp á gjaldfrjálsa kennslu á blásturshljóðfæri skólaárið 2021-2022 fyrir nemendur í 2.-4. bekk grunnskólans.

Samþykkt samhljóða sem tilraunaverkefni á núverandi skólaári. Bæjarráð felur skólastjórnendum frekari útfærslu verkefnisins í samráði við bæjarstjóra. Bæjarráð óskar eftir skýrslu í lok skólaárs um hvernig til tókst.

6.Grundargata 65 - Sala

Málsnúmer 2001008Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar kaupsamningur um íbúðina að Grundagötu 65, sem seld var nýverið.

7.Samband íslenskra sveitarfélaga - Ráðstöfun fjármuna í grunnskólum

Málsnúmer 2110027Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar skýrsla mennta- og menningarmálaráðuneytisins varðandi ráðstöfum fjármuna í grunnskóla fyrir alla. Verkefnið er samstarfsverkefni mennta- og menningarmálaráðuneytis, Sambands íslenskra sveitarfélaga og 13 sveitarfélaga.

8.Eignarhaldsfélagið Brunabótafélag Íslands - Ágóðahlutagreiðsla 2021

Málsnúmer 2110028Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar
Lagt fram til kynningar bréf Eignarhaldsfélags Brunabótafélags Íslands (EBÍ) þar sem fram kemur að greiddur hafi verið út arður í félaginu. Hlutdeild Grundarfjarðarbæjar er 754.200 kr.

9.Kjölur - Sameining SDS og Kjalar

Málsnúmer 2110032Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf Kjalar, stéttarfélags starfsmanna í almannaþjónustu, dags. 22. október sl., þar sem kynnt er sameining Kjalar við Starfsmannafélag Dala- og Snæfellsness (SDS).

10.Fellaskjól, dvalarheimili - Ársreikningar 2020

Málsnúmer 2110026Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar ársreikningur Dvalarheimilisins Fellaskjóls fyrir árið 2020.

11.Skotfélag Grundarfjarðar - Ársreikningar 2020

Málsnúmer 2110022Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar ársreikningur Skotfélags Snæfellsnes - Skotgrundar, fyrir árið 2020.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 20:48.