Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir ásamt tillögum að styrkveitingum ársins 2022, sem bæjarráð vísaði til afgreiðslu í bæjarstjórn.
Allir tóku til máls.
GS og SGA véku af fundi fyrir afgreiðslu bæjarstjórnar.
Bæjarstjórn samþykkir tillögu bæjarráðs að styrkveitingum sem hluta af fjárhagsáætlun ársins 2022, en áorðnum breytingum, en vísar hluta þeirra til bæjarráðs í samræmi við umræður á fundinum.
Samþykkt með fimm atkvæðum.
GS og SGA tóku aftur sæti sitt á fundinum.
Bókun Samstöðu:
Samstaða vill ítreka beiðni sína sem sett var fram á 229. fundi bæjarstjórnar um að settur verði á stofn framkvæmda- og uppbyggingasjóður fyrir félagastarfsemi tengdu íþróttastarfi eða almennu félagsstarfi í Grundarfirði.
Lagt fram yfirlit yfir styrkumsóknir vegna ársins 2022 ásamt umsóknum og greinargerðum. Eftir yfirferð bæjarráðs er tillögum að styrkveitingum 2022 vísað til bæjarstjórnar.
Samþykkt samhljóða.
Bæjarráð samþykkir jafnframt að stofnaður verði sjóður með það hlutverk að styrkja uppbyggingu félagasamtaka í íþróttum, menningu og samfélagslegum verkefnum. Stofnfé verði ein milljón kr. á árinu 2022 og í framhaldinu verði fast árlegt framlag úr bæjarsjóði að fjárhæð 1,5-2 milljónir króna, þó með fyrirvara um afkomu bæjarsjóðs. Bæjarráð mun ganga frá frekari útfærslu á næstu fundum og leita umsagnar fagnefnda.
Farið yfir styrkumsóknir. Gengið verður frá endanlegri tillögu á næsta fundi bæjarráðs.
Samþykkt samhljóða.