Málsnúmer 2001008

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 542. fundur - 30.01.2020

Lagt til að íbúðin að Grundargötu 65 verði sett í sölumeðferð, sem er í samræmi við umræður í bæjarráði og bæjarstjórn í lok síðasta árs, við gerð fjárhagsáætlunar 2020.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 563. fundur - 27.01.2021

Sigurður Valur Ásbjarnarson, skipulags- og byggingarfulltrúi, sat fundinn undir þessum lið, í gegnum síma.

Lagðir fram minnispunktar skipulags- og byggingarfulltrúa eftir skoðun á íbúð bæjarins að Grundargötu 65. Íbúðin hefur verið á söluskrá. Í ljósi upplýsinga frá skipulags- og byggingarfulltúa og í samræmi við umræður fundarins, er lagt til að gerðar verði minniháttar lagfæringar í íbúðinni. Jafnframt verði veitt heimild til tímabundinnar útleigu íbúðarinnar.

Samþykkt samhljóða.

Gestir

  • Sigurður Valur Ásbjarnarson - mæting: 21:20

Bæjarráð - 576. fundur - 11.10.2021

Lagt fram tilboð sem borist hefur í íbúðina að Grundargötu 65, sem hefur verið á sölu um nokkurt skeið.

Bæjarráð felur skrifstofustjóra að gera gagntilboð í samræmi við umræður fundarins. Jafnframt veitir bæjarráð skrifstofustjóra umboð til þess að annast frágang málsins.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarráð - 578. fundur - 01.11.2021

Lagður fram til kynningar kaupsamningur um íbúðina að Grundagötu 65, sem seld var nýverið.