553. fundur 02. september 2020 kl. 15:00 - 17:01 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Rósa Guðmundsdóttir (RG) formaður
  • Sævör Þorvarðardóttir (SÞ)
  • Unnur Þóra Sigurðardóttir (UÞS)
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Formaður setti fund.

Formaður lagði til að bætt yrði inn á dagskrá fundarins með afbrigðum dagskrárliðunum "Launaáætlun 2020" sem yrði liður 4 á dagskrá og "Fjallskil 2020" sem yrði liður 13 á dagskrá. Aðrir liðir færast aftur sem því nemur.

Samþykkt samhljóða.

Gengið var til dagskrár.

1.Viðbúnaður vegna COVID-19 - fjarfundir

Málsnúmer 2003018Vakta málsnúmer

Lagt til að bæjarráð samþykki að endurnýja heimild nefnda og ráða bæjarins til að halda fundi sína í fjarfundi, í samræmi við heimild útgefna af samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra, sem gildir til 10. nóvember nk.

Ákvörðunin er í samræmi við áður útgefna samþykkt bæjarstjórnar á grunni fyrri heimildar ráðherra.

Samþykkt samhljóða.

2.Jafnréttisstofa - Landsfundur um jafnréttismál sveitarfélaga og 20 ára afmælisráðstefna Jafnréttisstofu

Málsnúmer 2006032Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar fundarboð Jafnréttisstofu á fjar-landsfundi um jafnréttismál sveitarfélaga sem haldinn verður 15. september nk.

3.Samband íslenskra sveitarfélaga - Hafnasambandsþingi frestað

Málsnúmer 2008021Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

4.Samband íslenskra sveitafélaga - Minnkandi starfshlutfall - Atvinnuleysi

Málsnúmer 2006026Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar yfirlit yfir atvinnuleysi á landinu.

Alls voru 26 manns skráðir í atvinnuleit í Grundarfirði og 11 manns í minnkuðu starfshlutfalli í júlímánuði, samtals 37 manns.

5.Sorpurðun Vesturlands - Fundargerð stjórnarfundar 12. ágúst 2020

Málsnúmer 2008023Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð stjórnarfundar Sorpurðunar Vesturlands sem haldinn var 12. ágúst sl.

6.Fjallskil 2020

Málsnúmer 2008032Vakta málsnúmer

Lögð voru á fjallskil fyrir árið 2020 og ákveðnir gangnadagar/réttardagar:

Fyrri leit fari fram laugardaginn í 22. viku sumars, 19. september 2020 og réttað sama dag.

Síðari leit fari fram laugardaginn í 24. viku sumars, 3. október 2020 og réttað sama dag.

Réttað verður að Hrafnkelsstöðum og Mýrum.

Fundargerð vegna fjallskila frá því fyrr í dag og fjallskilaboð 2020 samþykkt samhljóða.

7.Sorpurðun Vesturlands - Eigendafundur 7. sept

Málsnúmer 2008018Vakta málsnúmer



Lagt fram fundarboð eigendafundar Sorpurðunar Vesturlands sem haldinn verður 7. september nk. Umræður um fyrirhugaðan eigendafund í fyrirtækinu.

Bæjarstjóri mun fara með atkvæði bæjarins á fundinum, en að auki er bæjarfulltrúum heimil seta á hluthafafundum félagsins.

Samþykkt samhljóða.

8.Sýslumaðurinn á Vesturlandi - Ósk um umsögn

Málsnúmer 1909001Vakta málsnúmer

Lögð fram beiðni Sýslumannsins á Vesturlandi um umsögn við umsókn Bjargarsteins á rekstrarleyfi til að reka veitingastað í flokki II.

Bæjarráð gerir ekki athugasemdir við að umbeðið leyfi sé veitt. Fyrir liggja jákvæðar umsagnir annarra umsagnaraðila.

Samþykkt samhljóða.

9.Samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneyti - Frumkvæðisathugun ráðuneytis á samstarfssamningum sveitarfélaga

Málsnúmer 2008022Vakta málsnúmer

Lagt fram annars vegar tölvupóstur samgöngu- og sveitarstjórnarráðuneytisins um frumkvæðisathugun á samstarfssamningum sveitarfélaga, og hinsvegar bréf til sveitarfélagsins vegna þeirra félaga sem það á aðild að, á Snæfellsnesi og Vesturlandi.
Lagt er fyrir að gera tilteknar breytingar á samstarfssamningum, í samræmi við leiðbeiningar ráðuneytisins.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að svara erindinu, í samvinnu við hlutaðeigandi samstarfssveitarfélög. Tillögur um breytingar koma síðar til afgreiðslu bæjarstjórnar.

Samþykkt samhljóða.

10.Lausafjárstaða

Málsnúmer 2001004Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu.

11.Framkvæmdir 2020

Málsnúmer 1912003Vakta málsnúmer

Bæjarstjóri fór yfir framkvæmdir.

1. Hraðahindranir á Grundargötu:
Vegagerðin hefur, að ósk bæjarins, sett á áætlun að gera við hraðahindranir á Grundargötu. Vegagerðin hefur borið undir bæjarstjóra hvort vilji sé til þess að malbika hraðahindranir í staðinn fyrir að hafa þær hellulagðar, til að flýta fyrir framkvæmdahraða.

Bæjarráð vill halda sig við hellulagðar hraðahindranir á Grundargötu vegna ásýndar miðbæjarins.

2. Múrhúðun grunnskóla
Nánari umræða um sprunguviðgerðir, í framhaldi af umræðu síðasta fundar. Lagt fram minnisblað skipulags- og byggingarfulltrúa um samskipti við verktaka um útfærslu viðgerða. Frágangur veggja á neðri hæð skólahúss, sunnan- og austanverðs, hefur farið fram. Sléttir fletir verða málaðir að vori. Framkvæmdin er í samræmi við Eflu-skýrsluna frá 2017 og innan fjárhagsáætlunar ársins.

12.Skipulags- og umhverfisnefnd - 220

Málsnúmer 2008002FVakta málsnúmer

  • Skv. ákvörðun nefndarinnar og í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga, var óveruleg deiliskipulagsbreyting vegna stækkunar byggingarreits við Ártún 3, grenndarkynnt með bréfi, sem sent var á nærliggjandi lóðarhafa þann 4. júní 2020.
    Frestur til athugasemda rann út 10. júlí sl. Á kynningartíma bárust engar athugasemdir.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 220 Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að samþykkja deiliskipulagsbreytinguna skv. tillögu sem dagsett er 21. apríl 2020.

    Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulags- og byggingarfulltrúa ennfremur að gefa út byggingarleyfi, skv. áður framlögðu erindi, að uppfylltum skilyrðum sbr. gr. 2.4.4. í byggingarreglugerð nr. 112/2012 með síðari breytingum.
    Bókun fundar Bæjarráð samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Skipulags- og byggingarfulltrúi lagði fram til kynningar nokkur erindi og fyrirspurnir sem borist hafa um byggingarframkvæmdir á Framnesi.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 220 Skipulags- og byggingarfulltrúi telur rétt að ráðist verði í deiliskipulagsvinnu á utanverðu Framnesi. Samræma þarf skilmála á uppbyggingu svæðisins, sjá meðal annars bókun máls nr. 2005043 á 216. fundi nefndarinnar. Rétt er að taka tillit til tveggja deiliskipulaga, á Framnesi, austan við Nesveg frá 2008 (hafnarsvæði) og deiliskipulags á Sólvallareit (lóð G.Run) frá 2017.

    Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að farið verði í deiliskipulag á umræddu svæði sbr. 8. kafla skipulagslaga nr. 123/2010.
    Bókun fundar Bæjarráð þakkar tillöguna og vísar henni til frekari umræðu á fundi sem fyrirhugaður er á næstunni með skipulagsráðgjöfum, um frekari skref á grunni nýs aðalskipulags. Ennfremur vísað til umræðu við gerð fjárhagsáætlunar 2021.
  • Lögð fram ósk Zeppelin arkitekta f.h. landeigenda, um viðbrögð við ásýndarstúdíu sem unnin hefur verið og er hluti af gerð deiliskipulagstillögu fyrir svæðið.
    Lagt fram til kynningar.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 220 Á fundi sínum þann 13. nóvember 2019 yfirfór skipulags- og umhverfisnefnd athugasemdir og umsagnir sem bárust við auglýsta skipulagslýsingu og beindi því til framkvæmdaraðila og skipulagshöfunda að móta deiliskipulag og vinna umhverfisskýrslu á grunni þeirrar afgreiðslu sem þar kom fram.

    Skipulagsnefnd barst í lok júlí sl. og þann 11. ágúst sl. myndband frá Zeppelin arkitektum, f.h. landeigenda. Myndbandið sýnir ásýnd fyrirhugaðs hótels í nærumhverfi sínu og er óskað eftir viðbrögðum nefndarinnar við því.

    Nefndin felur skipulags- og byggingarfulltrúa að yfirfara framkomin gögn með hliðsjón af þeim ábendingum sem nefndin beindi til skipulagshöfunda við afgreiðslu á umsögnum um lýsingu deiliskipulags þann 13. nóvember 2019, og því hvernig fjallað er um ásýnd Kirkjufells í nýsamþykktu aðalskipulagi sveitarfélagsins (kafli 5.1).
    Nefndin felur skipulags- og byggingarfulltrúa í framhaldi af því að ræða við Zeppelin arkitekta um gögnin.

    Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir, að ósk Zeppelin arkitekta, að boðað verði til kynningarfundar um leið og færi gefst.
  • Lagt fram minnisblað skipulagsráðgjafa, sem gerir grein fyrir hugmyndum að breytingu á deiliskipulagi Ölkeldudals, sem eru í vinnslu. Hugmyndir lagðar fyrir nefnd til umræðu.
    Atriði sem fjallað er um í deiliskipulagsvinnunni hafa komið til umræðu nefndarinnar nýlega, m.a. ákvörðun, sem tekin var í lokin á aðalskipulagsvinnunni, um að færa göngustíg sem liggur að ölkeldu, þannig að hann liggi milli parhúss að Ölkelduvegi 27 og lóðar nr. 29.
    Hinsvegar umræða um fyrirkomulag og mörk lóða í Fellasneið 1-7 og Hellnafelli 8.

    Skipulags- og umhverfisnefnd - 220 Skipulags- og umhverfisnefnd fór yfir minnisblöð frá Alta, dagsett 7. maí og 12. júní 2020.
    Lagt fram til kynningar.
  • Marta Magnúsdóttir skilar inn lóð sem hún hafði fengið úthlutað að Ölkelduvegi 19. Skipulags- og umhverfisnefnd - 220 Skipulags- og umhverfisnefnd staðfestir skil á lóðinni við Ölkelduveg 19 og er hún því laus til úthlutunar. Bókun fundar Bæjarráð samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Lögð er fram beiðni lóðarhafa um stækkun á lóð að Fellasneið 14 um tvo metra, yfir lóðarmörk aðliggjandi lóðar að Fellasneið 12, þar sem leiksvæði er nú. Skipulags- og umhverfisnefnd - 220 Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir stækkun á lóð um 2 metra og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að lagfæra lóðarblöð og hlutast til um endurnýjun lóðarleigusamnings um lóðina. Bókun fundar Bæjarráð samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.

  • Helgrindur ehf. senda inn fyrirspurn vegna fyrirhugaðra breytinga á efri hæð á Grundargötu 30.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 220 Skipulags- og umhverfisnefnd telur að framkomnar hugmyndir séu í samræmi við nýsamþykkt aðalskipulag Grundarfjarðarbæjar og stefnu sem þar er sett fram um starfsemi í miðbæ.

    Nefndin felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kalla eftir umsókn um byggingarleyfi þegar teikningar liggja fyrir.
  • Vegna endurskoðunar á Aðalskipulagi Reykhólahrepps 2006-2018 var óskað eftir umsögnum/ábendingum um skipulagslýsingu, frá hagaðilum, m.a. sveitarfélögum við Breiðafjörð.
    Bæjarráð tók málið fyrir og óskaði eftir umsögn skipulags- og umhverfisnefndar.
    Umsagnarfrestur er liðinn, en bæjarstjóri hefur kynnt Reykhólahreppi að umsögn muni berast í ágústmánuði.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 220 Lögð fram tillaga bæjarstjóra að umsögn um skipulagslýsinguna.

    Þar er lögð áhersla á bættar samgöngur um Skógarstrandarveg og tækifærin sem í þeim felast til aukinnar samvinnu. Ennfremur á sameiginlega hagsmuni um málefni Breiðafjarðar.

    Nefndin gerir ekki athugasemdir við lýsingu skipulagsverkefnisins, tekur undir framlagða tillögu og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að svara erindi Reykhólahrepps.

  • Tillaga skipulags- og byggingarfulltrúa um biðskyldu á nýju götunni, Bergþórugötu, gagnvart Sólvöllum annars vegar og Nesvegi hins vegar.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 220 Skipulags- og umhverfisnefnd leggur til við bæjarstjórn að biðskylda verði samþykkt á umferð um Bergþórugötu, gagnvart Sólvöllum annarsvegar og Nesvegi hinsvegar. Ákvörðunin byggir á ákvæði 84. gr. umferðarlaga nr. 77/2019. Bókun fundar Bæjarráð samþykkir samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.
  • Fastafl ehf. óskar eftir að úthlutun lóða yfirfærist á Fastafl Þróunarfélag ehf. vegna breytinga á eignarhaldi í félaginu.

    Einnig er lögð fram hugmynd frá þeim um að sameina lóðir nr. 29 og 31 og byggja á þeim 5 íbúða raðhús.
    Skipulags- og umhverfisnefnd - 220 Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við færslu á úthlutun lóða til Fastafls Þróunarfélags ehf. og felur skipulags- og byggingarfulltrúa að kalla eftir teikningum af framkomnum hugmyndum er varða 5 íbúða raðhús á umræddum lóðum.

    Nefndin leggur til að í vinnu sem nú stendur yfir við endurskoðun á deiliskipulagi Ölkeldudals sbr. lið 4 á þessum fundi verði tekið tillit til óska framkvæmdaraðila. Ennfremur að í þeirri vinnu verði lóðanúmerum við ofanverðan Ölkelduveg breytt.

    Bókun fundar Bæjarráð samþykkir að úthlutun lóðanna Ölkelduvegur 29-31 yfirfærist yfir á Fastafl þróunarfélag ehf. Jafnframt samþykkir bæjarráð samhljóða afgreiðslu skipulags- og umhverfisnefndar.


  • Byggingarfulltrúi kynnir að hann hefur farið í úttekt og veitir jákvæða umsögn, vegna endurnýjunar rekstrarleyfis. Skipulags- og umhverfisnefnd - 220 Lagt fram til kynningar.
  • Skipulagsstofnun stendur fyrir málþingi um landslag og skipulag miðvikudagsmorguninn 26. ágúst nk. Fundurinn tilheyrir morgunfundaröð um landsskipulagsstefnu og verður streymt á Facebook-síðu Skipulagsstofnunar.

    Skipulags- og umhverfisnefnd - 220 Lagt fram til kynningar.

13.Hafnarstjórn - 10

Málsnúmer 2005002FVakta málsnúmer

  • Hafnarstjóri gerir grein fyrir stöðu verksins.
    Hafnarstjórn - 10 Hafnarstjóri fór yfir stöðu framkvæmda við lengingu Norðurgarðs.

    Verkáfangi um rekstur stálþils og sjóvörn:
    Keyrsla á görðum er nánast lokið, en niðurrekstur stálþils hefur gengið erfiðlega, m.a. vegna tíðarfars í vetur. Verkið er á eftir áætlun.

    Dæluskip er væntanlegt í byrjun júlí, til að dýpka meðfram nýja hluta Norðurgarðs. Dýpkunarefninu verður dælt inní landfyllinguna austanvert við Nesveg. Sjá lið nr. 2 á dagskrá.

    Næsti áfangi er "Norðurgarður; þekja, lagnir og raforkuvirki". Þann 26. maí sl. voru opnuð tilboð í útboði þess áfanga og átti Almenna umhverfisþjónustan ehf. lægsta tilboð, 83.990.350 kr. Hafnarstjórn hafði áður veitt hafnarstjóra umboð til að ganga til samninga við lægstbjóðanda, í samræmi við tillögu Vegagerðarinnar þar að lútandi, eftir yfirferð tilboða.

    Helstu verkþættir felast í að steypa upp rafbúnaðarhús, stöpla undir ljósamöstur og brunna, að leggja ídráttarrör fyrir rafmagn og leggja vatnslögn, ennfremur jarðvegsvinna og steypt þekja, auk raforkuvirkis.

    Þessi verkáfangi er háður framgangi stálþilsrekstursins og er áætlað að framkvæmdir við hann geti hafist í ágústmánuði nk.

    Verkið er tvískipt, annarsvegar verkáfangi sem unninn verður fram á komandi haust, en síðari verkáfangi verður unninn vorið 2021 og er með verklok 1. júní 2021.


  • Hafnarstjóri fór yfir stöðu verksins. Hafnarstjórn - 10 Framkvæmdir við gerð sjóvarnar á hafnarsvæði, austan við Nesveg, hafa gengið vel. Garðurinn er nánast fullbúinn.

    Dæluskip er væntanlegt í byrjun júlí, til að dýpka meðfram nýja hluta Norðurgarðs og verður dýpkunarefninu verður dælt inní landfyllinguna.

  • 13.3 2005015 Ársreikningur 2019
    Hafnarstjórn - 10 Lagður fram ársreikningur Hafnarsjóðs Grundarfjarðarbæjar fyrir árið 2019. Samkvæmt ársreikningnum eru heildartekjur 111,4 millj. kr. og laun og rekstrargjöld eru 55,8 millj. kr. Rekstrarafkoma fyrir fjármagnsliði er því 48,2 millj. kr. Að teknu tilliti til fjármagnsgjalda að fjárhæð 0,6 millj. kr. er rekstrarniðurstaða hafnarsjóðs jákvæð um 47,6 millj. kr., en var jákvæð um 17,2 millj. árið áður. Fjárfest var fyrir 121,3 millj. kr. árið 2019.
  • Horfur varðandi tekjur hafnarinnar. Framkvæmdir ársins, aðrar en lenging Norðurgarðs, sjóvörn og landfylling.
    Hafnarstjórn - 10 Rætt um horfur varðandi tekjur hafnarinnar á árinu.

    Tekjur hafnarinnar, sem og rekstrarkostnaður, fyrstu fimm mánuði ársins eru mjög svipaðar því sem var á sama tímabili í fyrra.

    Áhrif af Covid-19 valda því að af 38 bókuðum komum skemmtiferðaskipa ársins, hafa nú 26 komur verið afbókaðar, sem jafngildir um 76% af áætluðum tekjum hafnarinnar af komum skemmtiferðaskipa.

    Rætt um framkvæmdir ársins, aðrar en hafnargerð, og kostnað við þær.

    Á síðasta fundi hafnarstjórnar, þann 6. apríl sl., kynnti hafnarstjóri yfirlit um brýn viðhaldsverkefni og framkvæmdir, aðrar en lengingu Norðurgarðs. Rætt var um þak hafnarhúss, sem brýnt er að skipta um. Gerð var verðkönnun í nýtt þak, skv. hönnun og byggingarnefndarteikningum sem W7 slf., Sigurbjartur Loftsson, vann fyrir Grundarfjarðarhöfn. Eitt tilboð barst, frá Eyrarsveit ehf., að fjárhæð kr. 5.499.375 kr. m.vsk. Hafnarstjóri gekk til samninga við bjóðanda og er áætlað að verkið verði unnið í júlímánuði nk.

    Framhald umræðna á síðasta hafnarstjórnarfundi, um bágborið ástand þekju á elsta hluta Norðurgarðs: hafnarstjóra falið að vinna áfram að úrlausn þessa verks.

  • Hafnarstjórn - 10 Fundargerðin lögð fram til kynningar.
  • Hafnarstjórn - 10 Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.
  • Hafnarstjórn - 10 Lagt fram til kynningar.
  • Hafnarstjórn - 10 Lagt fram til kynningar.

14.Sýslumaðurinn á Vesturlandi - Afskriftabeiðnir

Málsnúmer 1812007Vakta málsnúmer


Lagt fram bréf Sýslumannsins á Vesturlandi vegna innheimtu útsvars. Óskað er eftir að fyrnd krafa að fjárhæð 650 þús. kr. verði afskrifuð, ásamt dráttarvöxtum.

Samþykkt samhljóða.

15.Launaáætlun 2020

Málsnúmer 2006020Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit sem sýnir samanburð á launaáætlun og útgreiddum launum Grundarfjarðarbæjar í janúar til ágúst 2020. Skv. yfirlitinu eru raunlaun undir áætlun.

16.Sex mánaða uppgjör

Málsnúmer 2009001Vakta málsnúmer

Lagt fram sex mánaða uppgjör A og B hluta bæjarsjóðs, janúar-júní 2020, þar sem fram kemur að rekstrarniðurstaða er 2,5 millj. kr. lakari en árshlutaáætlun gerði ráð fyrir.

Útsvarstekjur bæjarsjóðs voru 2,3% hærri fyrstu átta mánuði ársins miðað við sama tímabil á árinu 2019, sem er um 10,9 millj. kr. lægra en áætlun gerði ráð fyrir.

Ef áform Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga ganga eftir, þá lækka jöfnunarsjóðstekjur Grundarfjarðarbæjar úr 223,2 millj. kr. í 201,6 millj. kr., eða um 21,6 millj. kr. samtals á árinu.

Bæjarráð lýsir yfir verulegum vonbrigðum með þessa ákvörðun Jöfnunarsjóðsins.

17.Greitt útsvar 2020

Málsnúmer 2002001Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar janúar-ágúst 2020, ásamt samanburði milli sveitarfélaga á Vesturlandi. Skv. yfirlitinu hefur greitt útsvar Grundarfjarðarbæjar hækkað um 2,3% miðað við sama tímabil í fyrra.

Í fjárhagsáætlun 2020 var hins vegar gert ráð fyrir að útsvar myndi hækka um 6,2% á árinu.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 17:01.