10. fundur 08. september 2016 kl. 12:00 - 13:46 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Þorsteinn Steinsson (ÞS) formaður
  • Sólrún Guðjónsdóttir (SG)
  • Runólfur Guðmundsson (RUG)
Starfsmenn
  • Hafsteinn Garðarsson (HG) hafnarstjóri
Fundargerð ritaði: Þorsteinn Steinsson bæjarstjóri
Dagskrá

1.Hafnarframkvæmdir 2016

Málsnúmer 1608034Vakta málsnúmer

Lagt fram afrit af bréfi frá Samgöngustofu dagsett 5. apríl sl., þar sem minnt er á aðkomu Samgöngustofu að hafnarframkvæmdum.
Sérstaklega er vísað til 6. gr. hafnarlaga nr. 61/2003.
Jafnframt lagt fram yfirlit yfir kostnað við fyrirhugaðar hafnarframkvæmdir í Grundarfjarðarhöfn á árabilinu 2016-2020.
Helstu framkvæmdir þar eru lenging Norðurgarðs og fyllingar tengdar því.
Gerð var grein fyrir fyrirliggjandi yfirliti.
Hafnarstjóra og formanni hafnarstjórnar falið að vinna að framgangi mála í samvinnu við Vegagerðina, Samgöngustofu og fjárveitingavaldið.
Sérstaklega þarf að skoða hvort Grundarfjarðarhöfn er í réttum flokki fiskihafna. Hafnarstjórn Grundarfjarðar telur að höfnin uppfylli allar þær kröfur sem stór fiskihöfn þarf að uppfylla.

2.Rammahluti aðalskipulags, höfnin, drög.

Málsnúmer 1609005Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að rammaskipulagi fyrir höfnina, sem unnið er af Alta.
Farið var yfir fyrirliggjandi tillögu og ræddar hugmyndir hafnarstjórnarmanna til tillögugerðarinnar.
Hafnarstjórn mælir með því að bæjarsjórn Grundarfjarðar beiti sér fyrir að nýr vegur fyrir þungaumferð inn í bæinn verði settur á samgönguáætlun sem fyrst.
Hafnarstjóra falið að öðru leyti að koma ábendingum hafnarstjórnar á framfæri við Alta.

3.Afskriftir skulda

Málsnúmer 1609006Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir skuldir sem tillaga er um að afskrifa.
Hafnarstjóri gerði grein fyri málinu alls er um að ræða kröfur að fjárhæð 143.860 kr.
Hafnarstjórn samþykkir að afskrifa tilgreindar kröfur.

4.Hafnasambandsþing 2016

Málsnúmer 1608033Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf frá Hafnarsambandi Íslands, þar sem boðað er til Hafnarsambandsþings 2016, sem haldið verður á Ísafirði dagana 13. og 14. okt. 2016.
Fulltrúar Grundarfjarðarbæjar munu mæta á þingið.

5.Sjávarútvegur 2016, sýning

Málsnúmer 1609004Vakta málsnúmer

Lagt fram upplýsingablað um sýninguna Sjávarútvegur 2016, sem haldin verður í Laugardalshöll dagana 28. til 30. sept. nk.
Hafnarstjóra falið að kanna aðkomu Grundarfjarðarhafnar að sýningunni.

6.Áætlanagerð, kynning

Málsnúmer 1609007Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri gerði grein fyrir skyldum hafna til þess að vinna áætlanir af ýmsum toga.

7.Fundargerðir Hafnarsambands íslands nr. 384,385 og 386

Málsnúmer 1608035Vakta málsnúmer

Lagðar fram fundargerðir stjórnar Hafnarsambands Íslands nr. 834, 835 og 836.

Fundi slitið - kl. 13:46.