Málsnúmer 2002001

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 543. fundur - 27.02.2020

Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar í janúar 2020. Skv. yfirlitinu lækkar greitt útsvar í janúar um 18,5% milli ára. Jafnframt farið yfir samskipti bæjarstjóra við RSK og skriflegar óskir til stofnunarinnar um upplýsingagjöf um útsvarsgreiðslur til sveitarfélagsins, sbr. fyrri umræður í bæjarráði.

Bæjarráð felur skrifstofustjóra að leita skýringa hjá RSK á lækkun útsvars.

Bæjarráð - 544. fundur - 30.04.2020

Lagt fram yfirlit yfir greitt úrsvar jan.-febr. 2020 og jan.-mars 2020. Skv. yfirlitinu eru útsvarsgreiðslur 1,9% lægri á fyrstu þremur mánuðum ársins í ár miðað við árið á undan.

Bæjarráð - 545. fundur - 12.05.2020

Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar janúar-apríl 2020. Skv. yfirlitinu hefur greitt útsvar hækkað um 0,7% miðað við sama tímabil í fyrra.

Bæjarráð - 548. fundur - 24.06.2020

Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar í janúar-maí 2020. Skv. yfirlitinu hefur greitt útsvar lækkað um 1,7% miðað við sama tímabil í fyrra.

Bæjarstjóri sagði frá fundi sem hún sat 18. júní sl. með fulltrúum Sambands íslenskra sveitarfélaga og Samtaka sveitarfélaga á Vesturlandi, með ríkisskattstjóra og fulltrúum fjármálaráðuneytisins og hagstofunnar, um beiðni sveitarfélaga til Skattsins um haldbetri upplýsingar um útsvarstekjur.

Sem fyrr, lýsir bæjarráð yfir áhyggjum sínum af þróun útsvarstekna, einkum því hversu sveiflukenndar tekjurnar eru milli mánaða og í samanburði við tekjur fyrri ára. Bæjarráð telur verulega skorta á upplýsingagjöf og gagnsæi þegar kemur að útsvarstekjum sem innheimtar eru af Skattinum. Útsvarið er stærsti tekjustofn bæjarins. Eðlilegt er að haldgóðar upplýsingar liggi fyrir um þróun þess, enda nauðsynlegar forsendur í rekstri sveitarfélagsins.

Bæjarráð - 550. fundur - 08.07.2020


Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar janúar-júní 2020. Skv. yfirlitinu er greitt útsvar 0,3% lægra en á sama tímabili í fyrra.

Bæjarstjóri sagði frá því að fyrirhugaður væri fundur fulltrúa sveitarfélaga með Skattinum, eftir verslunarmannahelgi, til að ræða óskir sveitarfélaga um haldbetri upplýsingagjöf Skattsins um útsvar sveitarfélaga.

Bæjarráð - 552. fundur - 19.08.2020

Lagt fram annars vegar yfirlit Sambands íslenskra sveitarfélaga um útsvar fyrstu sex mánuði ársins 2020. Hins vegar mánaðaryfirlit útsvars fyrstu sjö mánuði ársins 2020, samanborið við sama tímabil 2019.
Útsvarstekjur drógust saman um 19% í júlí 2020, m.v. sama mánuð árið á undan.

Bæjarráð - 553. fundur - 02.09.2020

Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar janúar-ágúst 2020, ásamt samanburði milli sveitarfélaga á Vesturlandi. Skv. yfirlitinu hefur greitt útsvar Grundarfjarðarbæjar hækkað um 2,3% miðað við sama tímabil í fyrra.

Í fjárhagsáætlun 2020 var hins vegar gert ráð fyrir að útsvar myndi hækka um 6,2% á árinu.

Bæjarstjórn - 242. fundur - 08.10.2020


Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar janúar-september 2020, ásamt samanburði milli sveitarfélaga á Vesturlandi. Skv. yfirlitinu hefur greitt útsvar Grundarfjarðarbæjar lækkað um 2,5% miðað við janúar-september í fyrra.

Í fjárhagsáætlun 2020 var hins vegar gert ráð fyrir 6,2% hækkun útsvars á árinu.

Til máls tóku JÓK, SÞ, UÞS og BÁ.

Bæjarráð - 559. fundur - 05.11.2020

Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar janúar-október 2020. Skv. yfirlitinu er greitt útsvar 1,2% lægra en á sama tímabili í fyrra og 5,6% undir áætlun ársins.

Jafnframt lagt fram svar Fjársýslu ríkisins vegna fyrirspurnar skrifstofustjóra um sveiflur í útsvarsgreiðslum. Svarið fól ekki í sér viðhlítandi skýringar.

Bæjarráð - 561. fundur - 03.12.2020

Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar fyrstu ellefu mánuði ársins ásamt uppfærðri tekjuáætlun. Skv. yfirlitinu er greitt útsvar 2,1% lægra en á sama tímabili árið 2019.

Bæjarráð - 563. fundur - 27.01.2021

Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar janúar-desember 2020. Skv. yfirlitinu hækkaði útsvar um 0,6% milli áranna 2019 og 2020. Upphafleg fjárhagsáætlun ársins 2020 gerði hins vegar ráð fyrir um 5% hækkun.

Bæjarráð ræddi um þá stöðu sem upp kom í lok síðasta árs, í samræmi við það sem fram kemur í frétt á vef Sambands íslenskra sveitarfélaga þann 11. janúar sl. - sjá hér: https://www.samband.is/frettir/utsvar-i-stadgreidslu-haekkar-um-4-milli-ara/

“Í því skyni að mæta efnahagslegum áhrifum heimsfaraldursins var gerð breyting á lögum um staðgreiðslu opinberra gjalda. Breytingin færði launagreiðendum sem orðið hafa fyrir tekjufalli vegna faraldursins heimild til að fresta allt að þremur gjalddögum skatta, þ.m.t. útsvari, á tímabilinu apríl til desember 2020. Í lok árs var sveitarfélögum greitt útsvar, sem frestað hafði verið, alls 3,1 milljarður króna. Rétt er að taka fram að sveitarfélögum hafði ekki verið gerð grein fyrir áhrifum frestunar greiðslna og komu greiðslur í lok árs þeim nokkuð á óvart.?

Í samræmi við þetta bárust Grundarfjarðarbæ útsvarsgreiðslur í lok desember sem ekki voru fyrirséðar þegar endurskoðun fjárhagsáætlunar fór fram í september/október og endurspeglaðist ekki í spám um útsvarsgreiðslur á síðasta ári sem unnið hafði verið eftir. Grundarfjarðarbæ var ekki kunnugt um það á síðasta ári að innborgaðar útsvarsgreiðslur ársins væru ekki að skila sér að fullu þegar þær voru greiddar inná reikning sveitarfélagsins.

Eftirfarandi tillaga lögð fram um bókun:

Útsvarið er langveigamesti tekjustofn sveitarfélaganna. Bæjarráð Grundarfjarðarbæjar lýsir furðu á því verklagi af hálfu ríkisins, að útsvar hafi ekki verið greitt sveitarfélögunum í samræmi við skilagreinar og fyrri upplýsingar af hálfu ríkisins um að heimiluð frestun á staðgreiðslu opinberra gjalda hefði ekki áhrif á greiðslur útsvars til sveitarfélaganna.

Bæjarráð og bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar hafa gagnrýnt laka upplýsingagjöf af hálfu ríkisins til sveitarfélaga um útsvarið og hafa í þó nokkurn tíma kallað eftir haldbetri upplýsingum, m.a. um uppruna útsvars og skiptingu eftir atvinnugreinum. Þegar miklar sviptingar eru í efnahagsmálum þjóðarinnar og óvissa mikil, eins og allt síðasta ár vegna áhrifa Covid, þá er það sérlega bagalegt hve litla innsýn sveitarfélögin hafa í eðli og uppruna útsvarstekna sinna. Það er að auki allsendis óviðunandi að sveitarfélög þurfi að byggja fjárhagsstjórn sína á misvísandi upplýsingum um megintekjustofn sinn.

Bæjarráð kallar eftir skoðun og reikningsskilum frá Fjársýslunni á útsvarsgreiðslum Grundarfjarðarbæjar.

Samþykkt samhljóða.