Í upphafi fundar fór bæjarráð í Grunnskóla Grundarfjarðar og skoðaði aðstöðu fyrir heilsdagsskóla, í fylgd með skólastjóra og umsjónarmanni fasteigna.
Farið yfir lausnir að bættri aðstöðu fyrir heilsdagsskóla og útfærslur á slíkum framkvæmdum, en gert er fyrir fjármunum í verkefnið á fjárhagsáætlun ársins.
Valgeir Magnússon, verkstjóri áhaldahúss, sat fundinn undir hluta af þessum lið, vegna umræðna um ástand gangstétta og framkvæmda við þær og um opin svæði innanbæjar fyrir plöntun trjáa.
Bæjarstjóri fór yfir helstu framkvæmdaverkefni sumarsins.
Jafnframt umræða um skilti og skiltastefnu, Sögumiðstöð; notkun og framkvæmdir þar og önnur áhugaverð verkefni.
Bæjarstjóri sagði frá úttekt á ástandi gangstétta, stíga, tenginga o.fl. Marta Magnúsdóttir tók að sér að vinna með bænum að ástandsúttekt gangstétta, sem bæjarráð samþykkti nýlega að láta vinna.
Ennfremur rætt um framkvæmdir á austanverðri Grundargötu og nokkur svæði innanbæjar, sem forstöðumenn hjá bænum og bæjarstjóri hafa áhuga á að planta í trjám. Bæjarstjóri hefur óskað eftir samstarfi við Skógræktarfélagið.
Yfirferð um helstu framkvæmdir 2020 og stöðu þeirra.
Bæjarráð fór ásamt skipulags- og byggingarfulltrúa og umsjónarmanni fasteigna í skoðunarferð í grunnskólann. Skoðaðar voru framkvæmdir sumarsins. Að því búnu var fundað í Ráðhúsi og rætt um eftirfarandi:
1. Ástand grunnskólahúsnæðis, austasta hluta bygginga. Skipulags- og byggingarfulltrúi fór yfir stöðu verkframkvæmda. Rætt um ástand útveggja og þær múrviðgerðir sem farið hafa fram og sem áætlaðar eru, viðgerðir á gluggum o.fl. í samræmi við ástandsskýrslu Eflu, verkfræðistofu frá 2017.
Samþykkt að endurskoða áætlun um viðgerðir á austurhluta skólahúss m.t.t. þess hvort skynsamlegt væri að klæða hluta þeirra veggja sem ætlunin var að ráðast í múrviðgerðir á. Bæjarstjóra og skipulags- og byggingarfulltrúa falið að afla frekari gagna og upplýsinga um kostnað ef slíkar leiðir yrðu farnar, sbr. umræður fundarins.
2. Þak á NA-hluta skólahúss og viðgerðir á hornstofu. Framkvæmdir hafa farið fram í sumar. Þak á hornstofu var rifið og þak dúklagt. Viðgerðir unnar innanhúss á hornstofunni, loftaplötur teknar niður og ljós, viðgerðir á veggjum, málað o.fl. Stofan verður hluti af aðstöðu heilsdagsskólans.
Hér vék Sigurður Valur af fundi og var honum þökkuð koman.
3. Grundargata 65. Farið yfir ástand íbúðar og næstu skref, en íbúðin er til sölu.
Hér vék Gunnar Jóhann af fundi og var honum þökkuð koman.
4. Gangstéttir, stígar o.fl., ástandsúttekt. Björg fór yfir úttekt sem er í gangi á ástandi gangstétta, gangbrauta o.fl. Ætlunin er að setja fram forgangsröðun framkvæmda við endurbætur, á grunni ástandsúttektar. Til frekari umræðu í bæjarráði síðar.
Gestir
Sigurður Valur Ásbjarnarson skipulags- og byggingarfulltrúi
1. Hraðahindranir á Grundargötu: Vegagerðin hefur, að ósk bæjarins, sett á áætlun að gera við hraðahindranir á Grundargötu. Vegagerðin hefur borið undir bæjarstjóra hvort vilji sé til þess að malbika hraðahindranir í staðinn fyrir að hafa þær hellulagðar, til að flýta fyrir framkvæmdahraða.
Bæjarráð vill halda sig við hellulagðar hraðahindranir á Grundargötu vegna ásýndar miðbæjarins.
2. Múrhúðun grunnskóla Nánari umræða um sprunguviðgerðir, í framhaldi af umræðu síðasta fundar. Lagt fram minnisblað skipulags- og byggingarfulltrúa um samskipti við verktaka um útfærslu viðgerða. Frágangur veggja á neðri hæð skólahúss, sunnan- og austanverðs, hefur farið fram. Sléttir fletir verða málaðir að vori. Framkvæmdin er í samræmi við Eflu-skýrsluna frá 2017 og innan fjárhagsáætlunar ársins.
Liður A: Herborg Árnadóttir hjá Alta sat fundinn undir hluta þessa liðar gegnum fjarfundabúnað. Þá sátu einnig hluta liðsins gegnum fjarfundabúnað Jósef Ó. Kjartansson og Hinrik Konráðsson.
Herborg kynnti vinnu sína við skoðun á göturýmum/götukössum í Grundarfirði. Hún lagði fram tillögur að útfærslu á gangstéttum og hjólastígum, sem rúma fjölbreytta fararmáta og farartæki, s.s. reiðhjól, barnavagna, rafskutlur, o.fl. Um er að ræða undirbúningsvinnu sem nýta á við framkvæmdir bæjarins og endurbætur í göturýmum á næstu árum. Í tillögunum er ennfremur gert ráð fyrir "blágrænum lausnum", sem felast í því að gróðri og gróðurríkum svæðum er ætlað það hlutverk að fanga ofanvatn, um leið og slíkt stuðlar að grænni bæjarmynd.
Umræður urðu um útfærslur, hönnun og framkvæmdir á götum sem skilgreindar hafa verið sem forgangsleiðir, einkum vegna tenginga við skóla og miðbæ.
Herborgu var þökkuð kynningin. Fullunnin tillaga verður lögð fyrir bæjarráð síðar.
Hér viku Herborg, Jósef og Hinrik af fundi.
Liður B: Bæjarráð fór og skoðaði aðveitustöðvarhús Rarik, efst við Borgarbraut. Bæjarstjóri hefur verið í viðræðum við Rarik um framtíðarnot húss og lóðar. Bæjarstjóra falið að vinna áfram að málinu.
Bæjarráð yfirfór fjárfestingaáætlun og vísar til síðari umræðu í bæjarstjórn.
Umræður um aðferðir við val á verktökum, við framkvæmdir á vegum bæjarins, sbr. umræðu í bæjarstjórn. Til nánari skoðunar.