539. fundur 12. nóvember 2019 kl. 16:30 - 23:11 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Rósa Guðmundsdóttir (RG) formaður
  • Hinrik Konráðsson (HK)
  • Heiður Björk Fossberg Óladóttir (HBÓ)
  • Unnur Þóra Sigurðardóttir (UÞS)
  • Sævör Þorvarðardóttir (SÞ)
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

1.Eldstoðir ehf. - nýr samningur

Málsnúmer 1911012Vakta málsnúmer


Lögð fram drög að samningi við Eldstoðir ehf. um eldvarnareftirlit. Lagt til að endurnýjaður verði samningur við Eldstoðir ehf.

Samþykkt samhljóða.

2.FSN - Skólaakstur, uppgjör vegna vorannar 2019

Málsnúmer 1911016Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf Fjölbrautaskóla Snæfellinga dags. 28. okt. sl., vegna uppgjörs skólaaksturs á vorönn 2019. Vorönn kom út í halla og er hlutdeild Grundarfjarðarbæjar í þeim kostnaði er 460.474 kr.

3.FSN - Skólaakstur, uppgjör vegna haustannar 2018

Málsnúmer 1911015Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf Fjölbrautaskóla Snæfellinga dags. 28. október sl., vegna uppgjörs skólaaksturs á haustönn 2018. Haustönn kom út í halla og er hlutdeild Grundarfjarðarbæjar í þeim kostnaði er 65.658 kr.

4.Cognitio ehf.- Framfaravogin 2019

Málsnúmer 1911014Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Framfararvogarinnar á fundi sem haldinn verður 18. nóvember nk.

5.Umhverfisstofnun - Endurskoðun - lokunarfyrirmæli urðunarstaða

Málsnúmer 1905001Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf Umhverfisstofnunar frá 8. nóvember sl. ásamt skýrslu um lokunareftirlit á aflagðan urðunarstað Grundarfjarðarbæjar.

Bæjarstjóra falið að vinna áfram að málinu og svara Umhverfisstofnun.

6.Samband íslenskra sveitafélaga - Jafnréttislög, nýtt námskeið

Málsnúmer 1911008Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Sambands íslenskra sveitarfélaga varðandi nýtt námskeið um jafnréttislögin og áhrif þeirra á opinberum og almennum vinnumarkaði.

Skrifstofustjóra falið að fá upptöku af námskeiðinu.

7.Alþingi - Frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum

Málsnúmer 1911002Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur umhverfis- og samgöngunefndar Alþingis þar sem sent er til umsagnar frumvarp til laga um breytingu á sveitarstjórnarlögum, nr. 138/2011.

8.Mennta- og menningarmálaráðuneytið - Grunnskóli Grundarfjarðar v/úttektar.

Málsnúmer 1707019Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar umbótaáætlun Grunnskóla Grundarfjarðar ásamt bréfasamskiptum milli mennta- og menningarmálaráðuneytis og Grundarfjarðarbæjar.

9.LS ohf. - Áreiðanleikakönnun viðskiptamanna

Málsnúmer 1910034Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf Lánasjóðs sveitarfélaga vegna áreiðanleikakönnunar viðskiptamanna í tenglsum við aðgerðir gegn peningaþvætti og fjármögnun hryðjuverka.

10.Samstarfsfundir persónuverndarfulltrúa sveitarfélaga - Fundargerð

Málsnúmer 1910030Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð samstarfsfundar persónuverndarfulltrúa sveitarfélaga sem haldinn var hjá Sambandi Íslenskra sveitarfélaga 5. september sl.

11.Byggðakvóti 2019-2020

Málsnúmer 1910023Vakta málsnúmer


Lögð fram auglýsing vegna úthlutunar byggðakvóta fiskveiðiársins 2019/2020.

Bæjarstjóra falið að sækja um byggðakvóta.

Samþykkt samhljóða.

12.Lausafjárstaða

Málsnúmer 1901021Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu.

13.Heilbrigðiseftirlit Vesturlands - viðbótarframlag 2019

Málsnúmer 1911011Vakta málsnúmer

Lagt fram bréf Heilbrigðiseftirlits Vesturlands dags. 30. október sl. þar sem fram kemur ósk um viðbótarframlag eigenda til eftirlitsins vegna fyrirsjáanlegs halla á yfirstandandi rekstrarári.

Bæjarráð hefði kosið að fá vitneskju um núverandi stöðu fyrr á árinu v/áætlanagerðar. Bæjarráð samþykkir ósk um viðbótarframlag til heilbrigðiseftirlitsins.

Samþykkt samhljóða.

14.Skotfélagið, erindi 21/9 2017

Málsnúmer 1710009Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að samningi um æfingaaðstöðu Skotfélagsins Skotgrundar í Samkomuhúsi Grundarfjarðar, sbr. erindi frá 2017.

Bæjarráð samþykkir samninginn að því gefnu að Skotfélagið uppfylli lög og reglugerðir varðandi skotæfingar innanhúss. Með vísan til 2. gr. samningsdraganna óskar bæjarráð eftir að fara yfir stöðuna í mars nk. m.t.t. reynslunnar sem þá hefur fengist.

Leigugjald fer skv. gjaldskrá bæjarins v/æfingatíma og ræstingargjalds, en bæjarráð samþykkir að veita 25% afslátt.

Samþykkt samhljóða.

15.Hesteigendafélag Grundarfjarðar - Nýr samningur og skilmálar hesthúsahverfis

Málsnúmer 1910014Vakta málsnúmer

Lagt fram erindi Hesteigendafélagsins um að gerður verði nýr samningur um beitarland. Einnig um umgengni í hesthúsahverfi. Til stendur að bæjarstjóri hitti fulltrúa félagsins.

Bæjarráð felur bæjarstjóra að afla gagna um efnið og að gera drög að samningi sem lagður verði fyrir bæjarráð.

Samþykkt samhljóða.

16.Fjárhagsáætlun 2020

Málsnúmer 1909023Vakta málsnúmer

Lögð fram launaáætlun ársins 2020 auk samanburðar við áætlun þessa árs. Jafnframt lagður fram útreikningur á kostnaðarhlutfalli foreldra v/leikskóla og tónlistarskóla.

Lögð fram drög að fjárhagsáætlun 2020 og 3ja ára áætlun áranna 2021-2023. Farið yfir breytingar sem gerðar verða á fyrirliggjandi drögum.

Bæjarráð samþykkir samhljóða drög að fjárhagsáætlun 2020-2023 og vísar þeim til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

17.Styrkumsóknir 2020

Málsnúmer 1910008Vakta málsnúmer

Lögð fram erindi vegna styrkbeiðna ásamt yfirliti yfir áætlaða styrki árið 2020.

Bæjarráð samþykkir drög að yfirliti og vísar því til fyrri umræðu í bæjarstjórn.

Samþykkt samhljóða.

18.Gjaldskrár 2020

Málsnúmer 1909035Vakta málsnúmer

Endurskoðun á gjaldskrám v/byggingaleyfis- þjónustu- og framkvæmdaleyfisgjalda og vegna geymslusvæðis verður framhaldið og lokið fyrir fund bæjarstjórnar í desember.

Samþykkt samhljóða.

19.Framkvæmdir 2019

Málsnúmer 1902049Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir stöðu eignfærðra framkvæmda 2019.

20.Sýslumaðurinn á Vesturlandi - Afskriftabeiðnir

Málsnúmer 1910024Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga Innheimtumanns ríkissjóðs, Sýslumannsins á Vesturlandi, um afskrift útsvarsskulda. Höfuðstóll skuldanna er 6.144.579 kr.

Samþykkt samhljóða.

21.Tillaga um afskriftir viðskiptakrafna

Málsnúmer 1910029Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga um afskrift viðskiptakrafna Grundarfjarðarbæjar að fjárhæð 33.714 kr.

Samþykkt samhljóða.

22.Greitt útsvar 2019

Málsnúmer 1904023Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir greitt úrsvar janúar-október 2019. Skv. yfirlitinu hefur greitt útsvar hækkað um 2,9% fyrstu tíu mánuði ársins, miðað við sama tíma í fyrra. Sé litið til mánaðanna júlí-október hefur útsvar lækkað um 0,5% frá sama tímabili í fyrra.

Bæjarráð lýsir áhyggjum af þróun útsvarstekna, einkum því hversu sveiflukenndar tekjurnar eru milli mánaða og í samanburði við tekjur fyrri ára.

Bæjarráð telur verulega skorta á upplýsingagjöf og gagnsæi þegar kemur að útsvarstekjum sem innheimtar eru af Ríkisskattstjóra. Útsvarið er stærsti tekjustofn bæjarins. Eðlilegt er að haldgóðar upplýsingar liggi fyrir um þróun þess, enda nauðsynlegar forsendur í rekstri sveitarfélagsins.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 23:11.