Lagt fram erindi Hesteigendafélagsins um að gerður verði nýr samningur um beitarland. Einnig um umgengni í hesthúsahverfi. Til stendur að bæjarstjóri hitti fulltrúa félagsins.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að afla gagna um efnið og að gera drög að samningi sem lagður verði fyrir bæjarráð.
Lagt fram erindi Hesteigendafélags Grundarfjarðar frá október 2019 um starfsemi í hesthúsahverfinu og umhverfisumbætur. Erindið var tvískipt og hefur áður komið til afgreiðslu.
Annars vegar var ósk um nýjan beitarsamning í Hellnafelli, sem búið er að afgreiða. Gengið var frá nýjum beitarsamningi á síðasta ári. Hins vegar var ósk um samning um leyfða starfsemi í hesthúsahverfinu, sem hér er til umfjöllunar með hliðsjón af frekara samtali um umhverfismál í hverfinu.
Bæjarstjóri sagði frá umhverfisrölti skipulags- og umhverfisnefndar um dreifbýlið, en gengið var um hesthúsahverfið 26. maí sl.
Farið var um hverfið og rætt við formann Hesteigendafélagsins. Möguleikar á samstarfi um umhverfisumbætur voru ræddir. Þeir snúast einkum um þrennt:
a) Almennur frágangur og ásýnd hverfis b) Frágangur á haugstæðum eða hauggámum - fyrirkomulag til framtíðar og möguleg nýting/frágangur á taði c) Nánari skilmálar fyrir hverfið, m.a. um starfsemi og umhverfisfrágang
Eftirfarandi rætt og samþykkt:
a) Bæjarstjóra falið að ræða áfram við fulltrúa Hesteigendafélagsins um mögulegan samstarfssamning, sem fæli í sér átak í hreinsun og bættri ásýnd svæðisins.
b) Í deiliskipulagi kemur eftirfarandi fram: “Ef illa er staðið að hreinsun [haugstæði, tað] er hætta á lyktarmengun. Því er lagt til að við ný hús verði gengið frá lokuðum hauggámum eða haugstæði með dreni og smám saman verði gengið frá haugaðstöðu á sambærilegan hátt við eldri hús."
Bæjarráð felur skipulags- og byggingarfulltrúa og skipulags- ogumhverfisnefnd að skoða þennan þátt, sem lið í samtali við Hesteigendafélagið og sem hluta af umræðu um skilmála deiliskipulags og fyrirkomulag til framtíðar. Einnig með það í huga, að hrossatað má nýta sem áburð.
c) Í deiliskipulagi hesthúsahverfis segir ennfremur: "Vegna nálægðar við þéttbýli er gert ráð fyrir að Grundarfjarðarbær setji strangari reglur um umgengni en gert er ráð fyrir í reglugerðum.?
Lagt til að þessu atriði verði einnig vísað til skoðunar í skipulags- og umhverfisnefnd, og til samtals við Hesteigendafélagið.
Bæjarráð felur bæjarstjóra að afla gagna um efnið og að gera drög að samningi sem lagður verði fyrir bæjarráð.
Samþykkt samhljóða.