Lagt fram yfirlit yfir greidda staðgreiðslu jan.-apríl 2019. Skv. yfirlitinu hefur greidd staðgreiðsla hækkað um 3,4% miðað við sama tíma í fyrra.
Fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir talsvert meiri hækkun útsvars en þessar tölur gefa til kynna, í samræmi við forsendur útgefnar af Sambandi ísl. sveitarfélaga.
Bæjarráð felur bæjarstjóra og skrifstofustjóra að rýna betur í þessa þróun og afla gagna sem skýrt geta þessar breytingar.
Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar í janúar til maí 2019. Á síðasta bæjarráðsfundi kom fram að fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir talsvert meiri hækkun útsvars en tölur janúar-apríl gáfu til kynna. Maímánuður kemur betur út en fyrri mánuðir ársins, en bæjarráð og bæjarstjóri munu fylgjast grannt með þróun útsvarsins.
Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar jan.-júní 2019. Skv. yfirlitinu hefur greitt útsvar hækkað um 5,3% fyrstu sem mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra.
Lagt fram yfirlit Sambands ísl. sveitarfélaga yfir staðgreiðslu útsvars fyrri hluta árs 2019 miðað við febrúar-júní 2018 og 2019 og breytingu milli ára hjá öllum sveitarfélögum landsins.
Bæjarráð mun yfirfara álagningaskrá fyrir Grundarfjarðarbæ fyrir tekjuárið 2018.
Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar jan.-júlí 2019. Skv. yfirlitinu hefur greitt útsvar hækkað um 8,3% fyrstu sjö mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra.
Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar jan.-ágúst 2019. Skv. yfirlitinu hefur greitt útsvar hækkað um 2,6% fyrstu átta mánuði ársins miðað við sama tíma í fyrra.
Bæjarráð ítrekar áhyggjur sínar af stöðu útsvarsgreiðslna. Útsvarstekjur í ágúst 2019 lækka um 32,8% frá ágúst 2018.
Bæjarráð felur skrifstofustjóra að leita skýringa á þessari lækkun.
Lagt fram yfirlit yfir greitt úrsvar janúar-október 2019. Skv. yfirlitinu hefur greitt útsvar hækkað um 2,9% fyrstu tíu mánuði ársins, miðað við sama tíma í fyrra. Sé litið til mánaðanna júlí-október hefur útsvar lækkað um 0,5% frá sama tímabili í fyrra.
Bæjarráð lýsir áhyggjum af þróun útsvarstekna, einkum því hversu sveiflukenndar tekjurnar eru milli mánaða og í samanburði við tekjur fyrri ára.
Bæjarráð telur verulega skorta á upplýsingagjöf og gagnsæi þegar kemur að útsvarstekjum sem innheimtar eru af Ríkisskattstjóra. Útsvarið er stærsti tekjustofn bæjarins. Eðlilegt er að haldgóðar upplýsingar liggi fyrir um þróun þess, enda nauðsynlegar forsendur í rekstri sveitarfélagsins.
Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar janúar-nóvember 2019. Skv. yfirlitinu hefur greitt útsvar hækkað um 5,1% fyrstu ellefu mánuði ársins, miðað við sama tíma í fyrra.
Lögð fram gögn sem sýna staðgreiðsluuppgjör sveitarfélaga vegna útsvars sem bókað er árið 2019, hlutfallsbreytingu á staðgreiðslu sveitarfélaga milli áranna 2018 og 2019 og yfirlit yfir greidda staðgreiðslu Grundarfjarðarbæjar árin 2018 og 2019.