Málsnúmer 1910023

Vakta málsnúmer

Bæjarráð - 539. fundur - 12.11.2019


Lögð fram auglýsing vegna úthlutunar byggðakvóta fiskveiðiársins 2019/2020.

Bæjarstjóra falið að sækja um byggðakvóta.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn - 232. fundur - 28.11.2019


Lögð fram til kynningar umsókn Grundarfjarðarbæjar um byggðakvóta ásamt fylgigögnum.

Bæjarstjórn - 234. fundur - 16.01.2020


Lagt fram til kynningar bréf atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 30. desember sl. ásamt fleiri gögnum. Skv. bréfi ráðuneytisins er úthlutaður byggðakvóti til Grundarfjarðarbæjar samtals 140 þorskígildistonn. Um er að ræða mun minni úthlutun en á síðasta ári, sem var 300 tonn, og hefur bæjarstjóri óskað skýringa frá ráðuneytinu.

Bæjarráð - 543. fundur - 27.02.2020

RG vék af fundi undir þessum lið. HK tók við stjórn fundarins.

Lagt fram bréf atvinnu- og nýsköpunarráðuneytisins dags. 30. desember 2019, um byggðakvóta 2019-2020, sem áður hefur verið lagt fram, ásamt skýringum ráðuneytisins dags. 31. janúar 2020, á lægri úthlutun byggðakvóta en árið á undan.

Bæjarráð samþykkir samhljóða óbreyttar reglur við úthlutun kvótans, sbr. reglugerð um úthlutun byggðakvóta til fiskiskipa á fiskveiðiárinu 2019/2020 nr. 676/2019.

RG tók aftur sæti sitt á fundinum og við stjórn hans.