32. fundur 07. febrúar 2022 kl. 16:30 - 18:15 á fjarfundi
Nefndarmenn
  • Sigurrós Sandra Bergvinsdóttir (SSB) formaður
  • Linda María Nielsen (LMN)
  • Sigurborg Knarran Ólafsdóttir (SKÓ)
  • Ólöf Guðrún Guðmundsdóttir (ÓGG)
  • Guðmundur Pálsson (GP)
Starfsmenn
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
  • Þuríður Gía Jóhannesdóttir (ÞGJ) starfsmaður
Fundargerð ritaði: Þuríður Gía Jóhannesdóttir
Dagskrá
Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.
Fundurinn er fjarfundur og eru allir fundarmenn á Teams.
Björg sat fundinn frá 16:30 til 16:57, undir liðum 1 og 4 að hluta.

1.Heildarstefna fyrir Grundarfjarðarbæ

Málsnúmer 1903009Vakta málsnúmer

Fulltrúar menningarnefndar tóku þátt í mótun heildarstefnu 2019-2020. Nú hefur stýrihópur afgreitt stefnudrög frá sér, eftir að vinnan var sett til hliðar tímabundið.

Bæjarstjórn hefur óskað eftir því að fastanefndir yfirfari og veiti umsögn um drög að stefnu bæjarins, um þau atriði sem snúa að málefnasviði hverrar nefndar. Einkum er óskað eftir tillögum nefndar um raunhæf verkefni eða aðgerðir til að vinna að þeim áherslum sem skilgreindar hafa verið í stefnunni.

Farið var yfir gögnin og tillögur menningarnefndar lagðar fram í Excelskjali sem komið verður á framfæri.

2.Samþykkt um stjórn Grundarfjarðarbæjar og erindisbréf nefnda

Málsnúmer 2201015Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn hefur óskað eftir því að nefndir bæjarins yfirfari erindisbréf sín og geri tillögu um breytingar ef með þarf.

Nefndir eiga m.a. að hafa hliðsjón af nýjum verkefnum sem þeim hefur verið falið að annast, breytingu á starfsfólki nefnda og nýjum lagaákvæðum eftir atvikum o.fl.
Menningarnefnd hefur yfirfarið erindsbréf nefndarinnar og gerir ekki athugasemd við það sem slíkt, en bendir jafnframt á að ýmsir liðir er tengjast samvinnu nefndarinnar og menningar- og markaðsfulltrúa séu ábótavant, þar sem ekki er starfandi menningar- og markaðsfulltrúi.

Nefndin veltir því fram hvort standi til að ráða inn í þá stöðu eða hvort endurskoða þurfi erindisbréf í heild fyrir menningarnefnd.

3.Ljósmyndasamkeppni 2022

Málsnúmer 2202007Vakta málsnúmer

Ákvörðun um þema ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðarbæjar 2022.
Ljósmyndasamkeppni Grundarfjarðarbæjar verður haldin í 13. sinn í ár.

Þema keppninnar í ár er "Lægðin".

Sigurvegarar keppninnar árið 2021 voru, í 1. sæti Þorsteinn Hjaltason, í 2. sæti Olga Sædís Aðalsteinsdóttir og í 3. sæti Helga María Jóhannesdóttir.
Þeim voru færð verðlaunin heim þann 22. desember sl. Menningarnefnd óskar þeim innilega til hamingju með verðlaunin.
Í dómnefnd voru Linda María Nielsen og Guðmundur Pálsson úr menningarnefnd, auk Bents Marinóssonar gestadómara, sem nefndin þakkar fyrir samstarfið.

Um 55 myndir bárust í keppnina í fyrra og þakkar menningarnefnd öllum ljósmyndurum fyrir þátttökuna og sýndan áhuga.

4.Bæringsstofa - Sarpur, varsla ljósmyndasafns

Málsnúmer 2112027Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga forstöðumanns bókasafnsins og bæjarstjóra, eftir skoðun á valkostum og fyrirspurn til Landskerfis bókasafna.

Lagt er til að ljósmyndasafn Bærings C. verði vistað og gert aðgengilegt á vefnum sarpur.is sem er í eigu Landskerfis bókasafna.
Menningarnefnd fór yfir tillögu frá forstöðumanni bókasafns og bæjarstjóra og tekur vel í erindið.

Nefndin fagnar því að verið sé að leita varanlegra lausna á geymslu ljósmynda og kvikmyndasafns Bærings og samþykkir að leitað verði til Sarps um vistun á ljósmyndum Bærings.

5.Menningarnefnd - Yfirlit félags- og menningarstarfs í Grf.

Málsnúmer 1811043Vakta málsnúmer

Menningarnefnd ræddi um hvernig auka megi samstarf við félagasamtök og listafólk og ýta undir menningarstarf og viðburði í bænum.
Farið var yfir skjal nefndarinnar í tengslum við félagasamtök og viðburði og endurskoðað. Þetta skjal verður nýtt í vinnu við að efla samstarf við félagasamtök og listafólk í bænum.

6.Ársskýrsla Bókasafns Grundarfjarðar

Málsnúmer 2112015Vakta málsnúmer

Ársskýrsla Bókasafns Grundarfjarðar 2020 lögð fram til kynningar.

7.Ársskýrsla Upplýsingamiðstöðvar 2020

Málsnúmer 2112016Vakta málsnúmer

Ársskýrsla Upplýsingamiðstöðvar Grundarfjarðarbæjar 2020 lögð fram til kynningar.
Fundargerð var lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 18:15.