Bæjarstjórn hefur falið fastanefndum að yfirfara og gera tillögur um breytingar á erindisbréfum ef þær sjá þörf á því.
Nefndir eiga að hafa hliðsjón af breytingum sem orðið hafa á starfsmönnum nefnda og nýjum embættum og taka tillit til nýrra verkefna sem þeim hefur verið falið að annast, nýrra lagaákvæða eftir atvikum o.fl.
Æskilegt er að nefndir hafi lokið þessari yfirferð um miðjan mars nk.
Tillaga að breytingum á erindisbréfi: 1. grein og 4. grein: Taka út menningar- og markaðsfulltrúi, en setja inn íþrótta- og tómstundafulltrúi í staðinn. 3. grein. Bæta við: Sumarnámkeið Vinnuskóli 5. grein. Taka út skipulags- og byggingarfulltrúa en setja inn íþrótta- og tómstundafulltrúa í staðinn.
Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að koma þessum atriðum á framfæri við skrifstofustjóra.
Bæjarstjórn óskar eftir yfirferð og umsögn nefnda um atriði í heildarstefnu (drögum), einkum um aðgerðir, sem heyra undir málefnasvið nefndarinnar. Einkum er óskað eftir að nefndin setji fram tillögur að aðgerðum.
Farið yfir gögnin og tillögur lagðar fram í Excelskjali og íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að koma þeim á framfæri.
Íþrótta- og æslulýðsnefnd hvetur bæjaryfirvöld til að ljúka framkvæmdum við eldstæði í Þríhyrningi þannig að íbúar bæjarins getið notið þess í vor. Jafnframt óskar nefndin eftir upplýsingum um stöðu mála er varðar uppsetningu á söguskilti í garðinum.
4.Unicef Ísland - Barnvæn sveitarfélög - Innleiðing Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna
Vísað er til umræðu bæjarráðs við formann UMFG á 582. fundi ráðsins þann 14. janúar sl. um málefni félagsins.
Íþrótta- og tómstundafulltrúi sagði frá umræðum bæjarráðs við formann UMFG, en íþrótta- og tómstundafulltrúi sat einnig þennan fund bæjarráðs. Á fundinum var viðruð hugmynd um samstarfssamning milli bæjarins og UMFG, þar sem kveðið væri á um skyldur og verkefni samningsaðila. UMFG skoðar það nú nánar.
Íþrótta- og æskulýðsnefnd telur að slíkur sé mjög jákvæður fyrir báða aðila og styður þessa hugmynd.
6.Hugmynd að myndbandi á sviði íþrótta- og æskulýðsmála
Framhald umræðu á 101. fundi nefndarinnar þann 7. júní sl. um leiðir til að kynna betur fjölbreytt íþróttastarf í Grundarfirði.
Íþrótta- og æskulýðsnefnd líst mjög vel á þá hugmynd að gera kynningarmyndband um íþrótta- og tómstundastarf í Grundarfirði. Nefndin felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að kanna frekari möguleika á framkvæmd og kostnaði við gerð slíks myndbands.
Lokið var við fundargerð eftir fund og rafræns samþykkis aflað frá nefndarmönnum.