Bæjarstjóri kynnti fyrirhugaða vinnu við stefnumótun, sem einkum snýr að því að endurskoða fjölskyldustefnu bæjarins, taka fyrir íþróttamál og skólamál, og þar sem ætlunin er að marka stefnu í menningarmálum. Rætt var um hvernig vinnan færi fram. Ætlunin er að úr þessari vinnu komi praktískar ákvarðanir og vinnuplagg sem nýtist í starfsemi á vegum bæjarins og í menningarmálum samfélagsins almennt.
Umræða fór fram um hvernig virkja megi grasrótina og efla enn frekar menningarstarf, ekki síst tengt sögu svæðisins. Bæjarstjóri sagði frá samtölum við fulltrúa Eyrbyggja-hollvinasamtaka og fleiri.
Menningarnefnd stefnir að því að funda fljótlega með fulltrúum Eyrbyggja-hollvinasamtaka og Átthagafélags Grundarfjarðar - auk þess sem fundinn verði flötur á því að heimamenn komi öflugir að starfi með þessum aðilum.
Nefndin ræddi um hlutverk Sögumiðstöðvar og starfsemi til framtíðar í húsinu, m.a. í tengslum við almenna stefnumótun um menningarmálin (lið 1).
Nefndin telur að "saga sveitarfélagsins eigi heimili í Sögumiðstöð" og það eigi að vera útgangspunktur í umræðum um starfsemi í húsinu og notkun þess. Við sem samfélag erum að vinna að því að byggja upp söguna og því eigi ekki að "taka söguna úr húsinu". Nefndin telur einnig að tryggja eigi félagasamtökum aðgengi að húsinu í ríkari mæli.
Rætt var um bátinn Brönu og telur nefndin að finna þurfi Brönunni betri stað, mögulega með viðbyggingu við Sögumiðstöðvarhúsið. Nefndin mun óska eftir samstarfi við hagsmunaaðila/Brönufélagið um bátinn.
Framhald fyrri umræðu. Sigurrós Sandra og Unnur Birna hafa skoðað gögn málsins.
Grundarfjarðarbær fékk styrk úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands, út á hluta þeirrar umsóknar sem sótt var um til sjóðsins. Umsókn gerði ráð fyrir 5 skiltum, hönnun, prentun og uppsetningu þeirra. Styrkur fékkst uppá 400.000 kr. Samið var við sjóðinn um að minnka umfang verkefnisins frá umsókn, í samræmi við styrkveitinguna. Styrkurinn er miðaður við hönnun skilta og skiltastefnu fyrir Snæfellsnes, í samvinnu við Svæðisgarðinn. Hönnuð voru þrjú söguskilti á árinu 2018. Skiltastefna liggur fyrir.
Hér þurfti Björg að yfirgefa fundinn.
Nefndin telur að stytta ætti texta á skiltum, m.v. framkomna hugmynd, og óskar eftir nánari útfærslu til skoðunar.
Styrkurinn sem fékkst 2018 er þegar fullnýttur og ekki fékkst styrkur í ár til áframhaldandi vinnu og uppsetningar skilta. Nefndin hyggst vinna áfram að þessu máli og skoða betur.
4.SSV - Styrkir úr Uppbyggingarsjóði Vesturlands 2019
a) Bæringsstofa - ljósmyndasafn: Eygló kannaði verð í skönnun á ljósmyndum safnsins, sbr. umræður á síðasta fundi. Hún gerði grein fyrir niðurstöðum úr þeirri könnun. Nefndin telur að taka eigi hagstæðasta tilboðinu, en það miðast við að skönnunin fari fram á rólegum tíma í september nk. Nefndin óskar eftir því að fá umboð bæjarráðs til að vinna að því að ljúka skönnun ljósmynda Bærings. Nefndin er tilbúin að vinna í málinu og vill fara að gera þetta klárt fyrir haustið.
b) Sýningarstandur fyrir útilistsýningar: Nefndin leggur til að leitað verði til Lavalands um hugmyndir og tilboð á þessu verki og útfærslu sýningarstands, í samræmi við það sem nefndin hefur í huga. Nefndin óskar eftir því að útbúnir verði að lágmarki 3 standar til að byrja með, svo framarlega sem Grundarfjarðarbær muni taka þátt í þessu verkefni.
Farið yfir hvernig til tókst með hátíðarhöld á þjóðhátíðardaginn, en UMFG hafði umsjón með þeim skv. samkomulagi við bæinn.
Menningarnefnd fannst vel takast til með hátíðarhöldin í ár, en vill koma því á framfæri að passa þurfi eftirlit með leiktækjum, s.s. hoppuköstulum, þar sem að hætta getur skapast ef of margir eru í einu.
Nefndin lýsir mikilli ánægju með endurkomu sundmóts sem haldið hefur verið á 17. júní.
Unnur Birna sagði frá því að hún myndi hætta í nefndinni, þar sem hún er að fytja úr bænum. Hún mun þó starfa með nefndinni fram á sumar.