146. fundur 04. febrúar 2019 kl. 16:30 - 19:40 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Sigríður Guðbjörg Arnardóttir (SGA) formaður
  • Garðar Svansson (GS)
  • Ragnar Smári Guðmundsson (RSG)
  • Valdís Ásgeirsdóttir (VÁ)
  • Vignir Smári Maríasson (VSM)
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri
Dagskrá

1.Málefni leikskólans

Málsnúmer 1808033Vakta málsnúmer

Leikskólastjóri og fulltrúar foreldra og starfsfólks voru boðnar velkomnar á fundinn.
Fyrir fundinum lágu ýmis gögn frá leikskólastjóra.

Leikskólastjóri sagði frá helstu þáttum í starfsemi skólans, m.a. hvað varðar starfsmannamál, fjölda nemenda o.fl. Hún sagði að ný námsskrá væri að verða tilbúin og sagði frá breytingum á dvalarsamningi o.fl. vegna persónuverndarlaga.
Matráðar voru á námskeiði í síðustu viku, og fyrir dyrum stendur skyndihjálparnámskeið fyrir starfsfólk. Verið er að skipuleggja námskeið fyrir deildarstjóra. Starfsdagur verður í maí hjá Leikskóla og Eldhömrum - ætlunin er að fara í kynnisferð á leikskólana í Borgarbyggð.
Rætt var um að inntökureglur bæjarins fyrir Leikskólann Sólvelli verði jafnframt látnar ná yfir Eldhamra.
Leikskólastjóri lagði fram drög að starfsreglum um sérkennslu, sem skilgreina fjóra flokka til grundvallar sérkennslustundum. Nefndin fagnaði framlögðum drögum leikskólastjóra og mun taka þær til afgreiðslu síðar.
Rætt um sumarleyfi í leikskólanum og um Dag leikskólans 6. febrúar nk.
Leikskólastjóra var þökkuð greinargóð yfirferð og gögn.

Gestir

  • Anna Rafnsdóttir leikskólastjóri
  • Bryndís Guðmundsdóttir fulltrúi foreldraráðs
  • Elísabet Kristín Atladóttir fulltrúi starfsfólks

2.Málefni grunnskólans

Málsnúmer 1808034Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lágu gögn frá skólastjóra grunnskólans.

Rætt um ýmis mál, m.a. út frá upplýsingum skólastjóra.

3.Endurskoðun fjölskyldustefnu Grundarfjarðarbæjar

Málsnúmer 1808016Vakta málsnúmer

Rætt um efni fjölskyldustefnu og gagnsemi hennar, í tengslum við endurskoðun hennar. Nefndin mun á næsta fundi setja niður helstu áherslur sínar vegna endurskoðunarinnar.


4.Skólastefna

Málsnúmer 1809028Vakta málsnúmer

Fyrir fundinum lá vinnuskjal sem formaður nefndarinnar hafði tekið saman. Skjalið gefur yfirlit um hlutverk og skyldur nefndarinnar og þær upplýsingar sem nefndin þarf að óska eftir frá skólunum, í samræmi við lög um þá.
Fram kom að bæjarstjóri og formaður hittu leik- og grunnskólastjóra um miðjan desember sl. og fóru yfir gátlista Sambands ísl. sveitarfélaga um lagalega eftirlitsþætti í leik- og grunnskólastarfi. Skólastjórar munu gefa upplýsingar um stöðu þessara þátta í skólastarfinu og nefndin mun í framhaldinu leggja mat á þessa þætti.


5.Starfsskýrsla Grunnskóla Grundarfjarðar 2018-2019

Málsnúmer 1902008Vakta málsnúmer

Starfsskýrsla skólastjóra lá fyrir fundinum.

6.Menntamálastofnun - Ársskýrsla undanþágunefndar grunnskóla 2017-2018

Málsnúmer 1812001Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

7.Lykiltölur um leik- og grunnskóla eftir sveitarfélögum 2017

Málsnúmer 1901033Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

8.Nýsköpunarmiðstöð Íslands - Verksmiðjan, umsóknarfrestur

Málsnúmer 1902001Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

9.Dagur leikskólans 6. febrúar 2019

Málsnúmer 1902010Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar. Einnig rætt undir liðum 1 og 2.

10.Ráðstefna 30. janúar

Málsnúmer 1901018Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar.

Fleira ekki gert. Fundargerðin upplesin og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 19:40.