Á fundi sínum þann 16. ágúst sl. samþykkti bæjarstjórn að hefja endurskoðun fjölskyldustefnu Grundfirðinga frá 2006.
Bæjarráði var falið að móta frekar umfang og aðferðir við endurskoðunina. Óskað var eftir að nefndir bæjarins færu yfir stefnuna og skiluðu bæjarráði ábendingum sínum um efni hennar og óskum um atriði sem taka þyrfti á í nýrri fjölskyldustefnu. Samráð verði ennfremur haft við helstu stofnanir og hagsmunaaðila við endurskoðunina.
Bæjarstjórn samþykkir að endurskoða fjölskyldustefnu bæjarins.
Bæjarráði er falið að móta frekar umfang og aðferðir við skoðunina. Fyrsta skref verði að óska eftir því að nefndir bæjarins fari yfir gildandi fjölskyldustefnu og skili bæjarráði ábendingum sínum um efni hennar og óskum um atriði sem taka þyrfti á í nýrri fjölskyldustefnu. Samráð verði haft við helstu stofnanir og hagsmunaaðila við endurskoðunina.
Samþykkt samhljóða.