519. fundur 25. september 2018 kl. 16:30 - 20:22 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Rósa Guðmundsdóttir (RG) formaður
  • Hinrik Konráðsson (HK)
  • Heiður Björk Fossberg Óladóttir (HBÓ)
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá

1.Lenging Norðurgarðs

Málsnúmer 1710054Vakta málsnúmer

Hafsteinn Garðarsson, hafnarstjóri, sat fundinn undir þessum lið.

Bæjarráð tekur undir bókun hafnarstjórnar frá 24. september sl. sem segir:

"Hafnarstjórn felur hafnarstjóra að óska eftir fullnaðarhönnun og útboðsgögnum fyrir fyrsta áfanga framkvæmdarinnar, sem er dæling púða og stefnt er að því að geti hafist fyrir lok árs. Í fjárhagsáætlun Grundarfjarðarhafnar 2018 er gert ráð fyrir 15 milljónum í framkvæmdafé."

Samþykkt samhljóða.

2.Fundur með þingmönnum Norðvesturkjördæmis

Málsnúmer 1809055Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur frá SSV dags. 23. september sl. varðandi fund með þingmönnum Norðvesturkjördæmis 1. október nk.

3.Félags-/skólaþjón Snæfellinga - fundargerð 96. fundar stjórnar FSS

Málsnúmer 1809053Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar fundargerð 96. fundar stjórnar FSS sem haldinn var 17. september sl.

4.Samband íslenskra sveitafélaga - Fjármálaráðstefna sveitarfélaga 2018

Málsnúmer 1809045Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar bréf Sambands íslenskra sveitarfélaga dags. 18. september sl. varðandi fjármálaráðstefnu sveitarfélaganna sem haldinn verður 11.-12. október nk.

5.Fiskistofa - Úthlutun á aflamarki fyrir nýtt fiskveiðiár 2018/2019

Málsnúmer 1809002Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Fiskistofu dags. 31. ágúst sl., varðandi úthlutun á aflamarki fyrir fiskveiðiárið 2018-2019.

6.Skólastefna

Málsnúmer 1809028Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn vísaði til bæjarráðs umræðu um endurskoðun skólastefnu og fyrirkomulag vinnu við það. Frumumræða.
Bæjarráð er sammála því að fara þurfi í endurskoðun skólastefnu, en vill forgangsraða verkefnum þannig að endurskoðun fjölskyldustefnu og gerð stefnu um menningarmál hafi forgang. Skólastefna komi þó að einhverju leyti til skoðunar við endurskoðun fjölskyldustefnu.

Samþykkt samhljóða.

7.Endurskoðun fjölskyldustefnu Grundarfjarðarbæjar

Málsnúmer 1808016Vakta málsnúmer

Umræða um fyrirkomulag við endurskoðun fjölskyldustefnu
Rætt um fyrirkomulag við endurskoðun á fjölskyldustefnu bæjarins.

Nefndir bæjarins hafa fengið stefnuna til umfjöllunar.

Bæjarráð mun skilgreina hagsmunaaðila og verkferli, auk næstu skrefa, að lokinni fjárhagsáætlanagerð.

Samþykkt samhljóða.

8.Tilraunasveitarfélag í húsnæðismálum - auglýsing - tillaga

Málsnúmer 1809058Vakta málsnúmer

Tillaga um að sækja um þátttöku í tilraunaverkefni Íbúðalánasjóðs í húsnæðismálum, sbr. auglýsingu.
Lagt fram bréf Íbúðalánasjóðs frá 11. september sl. varðandi þátttöku sveitarfélaga í tilraunaverkefni í húsnæðismálum.

Lagt til að Grundarfjarðarbær sæki um þátttöku í tilraunaverkefni Íbúðalánasjóðs í húsnæðismálum. Nýttar verði upplýsingar úr húsnæðisumfjöllun í aðalskipulagstillögu og kafla úr skýrsludrögum SSV um tekjur og fjárhag (óbirt) sem grunn að húsnæðisáætlun.

Bæjarstjóra er falið að koma umsókn á framfæri við ÍLS.

Samþykkt samhljóða.

9.Síminn hf. - Tilboð í fjarskiptaþjónustu

Málsnúmer 1809057Vakta málsnúmer

Hafsteinn Garðarsson, hafnarstjóri, sat fundinn undir þessum lið.

Lagt fram tilboð Símans hf. í fjarskiptaþjónustu.

Bæjarráð felur bæjarstjóra og skrifstofustjóra að ganga frá málinu.

Samþykkt samhljóða.

10.Lausafjárstaða

Málsnúmer 1809048Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu.

11.Álagning útsvars 2019

Málsnúmer 1809052Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að álagningarprósentu útsvars árið 2019.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að álagningarprósenta útsvars verði óbreytt frá fyrra ári eða 14,52%.

Samþykkt samhljóða.

12.Gjaldskrár 2019

Málsnúmer 1809051Vakta málsnúmer

Farið yfir gjaldskrár og lagðar línur að breytingum á þeim. Vísað til næsta fundar bæjarráðs.

13.Fasteignagjöld 2019

Málsnúmer 1809050Vakta málsnúmer

Lagðar fram forsendur fyrir álagningu fasteignagjalda ársins 2019, sundurliðuð niður á álagningarflokka. Vísað til næsta fundar bæjarráðs.

14.Fjárhagsáætlun 2019

Málsnúmer 1809049Vakta málsnúmer

Farið yfir fyrirkomulag vinnu við fjárhagsáætlun 2019 og sett niður áætlun.

15.Fjárhagsáætlun 2018 - viðauki

Málsnúmer 1710010Vakta málsnúmer

Lagður fram og kynntur viðauki við fjárhagsáætlun 2018. Breytingar eru vegna aukins framlags til Félags- og skólaþjónustu Snæfellinga, breytinga á starfsmannahaldi, aukningar lífeyrisskuldbindingar, kaups og sölu eigna, og aukinnar lántöku, m.a. vegna lífeyrisskuldbindinga.

Viðauki við fjárhagsáætlun 2018 samþykktur samhljóða og vísað til bæjarstjórnar.

16.Rekstraryfirlit 2018

Málsnúmer 1809056Vakta málsnúmer

Lagt fram rekstraryfirlit fyrir janúar-ágúst 2018.

17.Greitt útsvar 2018

Málsnúmer 1804051Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar janúar-ágúst 2018. Skv. yfirlitinu hafa útsvarstekjur hækkað um 13,1% milli ára, miðað við sömu mánuði fyrra árs.

Fundi slitið - kl. 20:22.