Í erindisbréfi nefndarinnar segir að nefndin eigi að gera tillögur til bæjarstjórnar um markmið í málaflokkum sem undir nefndina heyra og hafa eftirlit með því að samþykkt markmið bæjarstjórnar í þessum málaflokkum nái fram að ganga.
Nefndin skilgreindi málaflokka og verkefni sem undir hana heyra og vann drög að markmiðum og verkefnum. Höfð var hliðsjón af stefnumörkun nefndarinnar fyrir árin 2015-2017 og fjölskyldustefnu Grundfirðinga. Vinnu verður framhaldið á næsta fundi.
Bréf verða send til íþróttafélaga um að þau tilnefni íþróttafólk ársins 2018, til nefndarinnar, í síðasta lagi föstudag 2. nóvember nk. Stefnt verði að fundi föstudag 9. nóvember til að velja íþróttamann ársins skv. reglum um kjörið.
Formaður UMFG kom á fundinn og kynnti starfsemi félagsins.
Formaður UMFG fór yfir starfsemina og kynnti handbók félagsins sem er í vinnslu, en í henni er að finna allar grunnupplýsingar um stjórn og starfsemi, leiðbeiningar til þjálfara, siðareglur fyrir stjórnendur, starfsfólk, iðkendur, foreldra og stuðningsfólk, o.fl. Hún sagði frá vel heppnuðum íþróttadegi sem félagið gekkst fyrir í íþróttahúsinu í september, í tilefni af Íþróttadegi Evrópu. Nk. mánudag býður UMFG upp á fyrirlestur fyrir foreldra um skjáfíkn, en fyrirlesturinn verður hluti af dagskrá Rökkurdaga. Bæjarstjóri sagði frá vinnu við áætlunargerð um íþróttamannvirki og óskaði eftir samvinnu við UMFG um það. Nefndin fagnar fjölbreyttu og góðu starfi UMFG og hvetur félagið til dáða.
Formanni UMFG var þökkuð koman á fundinn.
Næsti fundur verður föstudag 9. nóvember í framhaldi af kjöri íþróttamanns ársins.
Vinnu verður framhaldið á næsta fundi.