17. fundur 12. september 2018 kl. 16:30 - 19:30 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Unnur Birna Þórhallsdóttir (UBÞ)
  • Sigurrós Sandra Bergvinsdóttir (SSB)
  • Eygló Bára Jónsdóttir (EBJ)
  • Sigurborg Knarran Ólafsdóttir (SKÓ)
  • Tómas Logi Hallgrímsson (TLH)
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri
Dagskrá
Rósa Guðmundsdóttir bæjarfulltrúi situr fundinn undir liðum 1, 2, 3 og 5, vegna tengingar við bæjarstjórn undir viðkomandi liðum.

1.Erindisbréf ásamt kosningu formanns, varaformanns og ritara

Málsnúmer 1806029Vakta málsnúmer

Tillögur eru eftirfarandi:
Formaður Unnur Birna Þórhallsdóttir
Varaformaður Sigurrós Sandra Bergvinsdóttir
Ritari er starfsmaður nefndarinnar, nú bæjarstjóri.


Samþykkt samhljóða.

Farið var yfir erindisbréf nefndarinnar og rætt um hlutverk og verkefni á starfssviði hennar.
Rósa hvatti til þess að nefndin sýndi frumkvæði í þeim málum sem undir nefndina heyra og aðstoði bæjarstjórn við að halda utan um þennan mikilvæga málaflokk.
Nefndin mun á næstu fundum fara betur yfir verkefni og gögn sem undir nefndina heyra. Auk þess mun nefndin vinna að setningu markmiða fyrir málefni sem undir hana heyra, í samræmi við ákvæði í erindisbréfi.
Nefndin mun taka saman yfirlit yfir menningar- og félagsstarf í bæjarfélaginu, viðburði og hátíðir - til að fá betri yfirsýn yfir þetta.
Rætt um ljósmyndasamkeppnina sem er í gangi til 8. nóvember nk. Nefndin er reiðubúin að halda utan um framkvæmd þessarar keppni.
Ennfremur rætt um viðburði/hátíðarhöld vegna 1. des. 2018.



Gestir

  • Rósa Guðmundsdóttir bæjarfulltrúi

2.Fundartími nefnda

Málsnúmer 1806019Vakta málsnúmer

Í erindisbréfi nefndarinnar segir að nefndin fundi að jafnaði annan hvern mánuð.
Samþykkt að fundir séu að jafnaði haldnir annan hvern mánuð, þriðja fimmtudag í mánuði kl. 16.30.
Stefnt er að sérstökum vinnufundi vegna Rökkurdaga og fleiri mála í fyrstu viku október.

Gestir

  • Rósa Guðmundsdóttir bæjarfulltrúi

3.Siðareglur kjörinna fulltrúa í Grundarfjarðarbæ

Málsnúmer 1809025Vakta málsnúmer

Lagðar fram siðareglur fyrir kjörna fulltrúa hjá Grundarfjarðarbæ frá mars 2014 og hæfisreglur sveitarstjórnarlaga.

Farið yfir siðareglur fyrir kjörna fulltrúa frá mars 2014. Öllum kjörnum fulltrúum í bæjarstjórn, nefndum og ráðum sem sveitarstjórn skipar ber að haga störfum sínum í samræmi við siðareglurnar.
Rætt um verklag nefndarinnar og væntingar nefndarfólks til starfs í nefndinni.

Gestir

  • Rósa Guðmundsdóttir bæjarfulltrúi

4.Starf menningar- og markaðsfulltrúa

Málsnúmer 1805008Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn samþykkti í júlí sl. að fresta ráðningu menningar- og markaðsfulltrúa og móta betur starf/starfslýsingu þess starfsmanns.
Bæjarstjóri upplýsti nefndina um ákvörðun bæjarstjórnar og stöðu málsins.

5.Endurskoðun fjölskyldustefnu Grundarfjarðarbæjar

Málsnúmer 1808016Vakta málsnúmer

Á fundi sínum þann 16. ágúst sl. samþykkti bæjarstjórn að hefja endurskoðun fjölskyldustefnu Grundfirðinga frá 2006.
Bæjarráði var falið að móta frekar umfang og aðferðir við endurskoðunina. Óskað var eftir að nefndir bæjarins færu yfir stefnuna og skiluðu bæjarráði ábendingum sínum um efni hennar og óskum um atriði sem taka þyrfti á í nýrri fjölskyldustefnu. Samráð verði ennfremur haft við helstu stofnanir og hagsmunaaðila við endurskoðunina.
Rósa kynnti áform bæjarstjórnar um endurskoðun fjölskyldustefnu. Hún hvatti nefndarfólk til að rýna hana m.t.t. breyttra aðstæðna og þeirra mála sem undir nefndina heyra. Einnig hvatti hún til þess að fólk ræddi efni hennar á vinnustöðum og víðar, til að fá inn sem fjölbreyttust sjónarmið við endurskoðunina.
Nefndin mun taka fjölskyldustefnuna til skoðunar og umræðu síðar.

Gestir

  • Rósa Guðmundsdóttir bæjarfulltrúi

6.Aðalskipulagstillaga - til skoðunar hjá nefndum

Málsnúmer 1809023Vakta málsnúmer

Óskað er eftir umfjöllun nefndarinnar um tillögu á vinnslustigi um endurskoðað aðalskipulag, sem samþykkt var af skipulagsnefnd og bæjarstjórn í maí sl.
Nefndin mun skoða þetta út frá sínum málaflokki og ræða á næsta fundi.

7.Stefnumótun um menningarhús Grundarfjarðar

Málsnúmer 1801047Vakta málsnúmer

Á 208. fundi bæjarstjórnar þann 1. nóvember 2017 var fjallað um fundargerð menningarnefndar og bókað að bæjarstjórn kallaði eftir stefnumótun menningarnefndar um framtíð og hlutverk menningarhúsa bæjarins.
Á fundi bæjarstjórnar á morgun liggur fyrir tillaga um að móta stefnu um menningarmál sem skilgreini hlutverk bæjarins í menningarmálum, helstu samstarfsaðila, markmið og forgangsverkefni á kjörtímabilinu og hlutverk menningarhúsa/-miðstöðva.
Bókun bæjarstjórnar á fundi sínum 1. nóvember 2017, þar sem bæjarstjórn kallaði eftir stefnumótun menningarnefndar um framtíð og hlutverk menningarhúsa bæjarins, fellur inní þessa vinnu.

Nefndin fagnar hugmyndum um að móta stefnu í menningarmálum og lýsir sig reiðubúna að taka þátt í því starfi.

8.Menningarstyrkur til skiltagerðar

Málsnúmer 1804015Vakta málsnúmer

Eins og bókað var á fundi nefndarinnar 13. apríl sl. fékk Grundarfjarðarbær styrk úr Sóknaráætlun Vesturlands til að útbúa sögu- og upplýsingaskilti í Grundarfirði. Verkefnið var unnið í samstarfi við Svæðisgarðinn Snæfellsnes og er fyrsta skrefið í samræmdu útliti söguskilta á Snæfellsnesi.
Nefndin tók liði 8 og 9 saman til umræðu. Sjá dagskrárlið 9.

9.Söguskilti, tillaga

Málsnúmer 1807025Vakta málsnúmer

Á 515. fundi bæjarráðs var kynnt tillaga að söguskiltum um þróun byggðar í Grundarfirði, sem unnin hafði verið af Inga Hans Jónssyni í samvinnu við menningar- og markaðsfulltrúa. Jafnframt var kynnt hugmynd að staðsetningu skiltanna. Bæjarráð vísaði áframhaldandi vinnu til menningarnefndar.
Ný menningarnefnd fagnar þessu verkefni. Nefndin fór yfir fyrirliggjandi gögn og verkefnislýsingu/umsókn vegna verkefnisins. Nefndin mun afla sér frekari upplýsinga og tekur málið fyrir sem fyrst.

10.Rökkurdagar 2018

Málsnúmer 1801046Vakta málsnúmer

Á 12. fundi menningarnefndar þann 1. febrúar sl. var ákveðið að hinir árlegu Rökkurdagar verði haldnir í kringum tímabilið 10. - 20. október.
Samþykkt að Rökkurdagar verði haldnir dagana 14.-20. október nk.
Rætt um fyrirkomulag. Nefndin leggur áherslu á að leitað verði eftir framlagi og frumkvæði frá íbúum og öðrum áhugasömum, og að skapa breidd í dagskrána.
Samþykkt að auglýst verði eftir verkefnisstjóra til að halda utan um ákveðna þætti í undirbúningi Rökkurdaga. Nefndin er reiðubúin að vera sterkt bakland fyrir verkefnisstjóra og taka þátt í mótun dagskrár.

11.Svæðisgarðurinn Snæfellsnes - Fjölmenningarhátíð 2018

Málsnúmer 1809018Vakta málsnúmer

Fjölmenningarhátíð á Snæfellsnesi verður haldin laugardaginn 20. október nk. í Frystiklefanum á Rifi.

Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 19:30.