85. fundur 10. september 2018 kl. 16:00 - 18:55 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Bjarni Georg Einarsson (BGE) aðalmaður
  • Ragnheiður Dröfn Benidiktsdóttir (RDB) aðalmaður
  • Ingibjörg Eyrún Bergvinsdóttir (IEB) aðalmaður
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Björg Ágústsdóttir Bæjarstjóri
Dagskrá
Rósa Guðmundsdóttir bæjarfulltrúi sat þennan fyrsta fund nefndarinnar (liði 1-6) sem tengiliður við bæjarstjórn, einkum vegna umræðu undir liðum 1-3.
Ingibjörg Eyrún vék af fundi kl. 17.50, að lokinni umfjöllun um lið nr. 5.

1.Erindisbréf ásamt kosningu formanns, varaformanns og ritara

Málsnúmer 1806029Vakta málsnúmer

Tillögur eru eftirfarandi:
Formaður Bjarni Einarsson
Varaformaður Ragnheiður Dröfn Benidiktsdóttir
Ritari er starfsmaður nefndarinnar, nú bæjarstjóri.
Erindisbréf nefndarinnar lagt fram.

Samþykkt samhljóða.
Farið var yfir erindisbréf nefndarinnar og rætt um hlutverk og verkefni á starfssviði hennar.
Rósa hvatti til þess að nefndin sýndi frumkvæði í þeim málum sem undir hana heyra og aðstoði bæjarstjórn við að halda utan um þennan mikilvæga málaflokk.
Nefndin mun á næsta fundi sínum fara yfir þau lög og reglur sem gilda um starfsemi sem undir nefndina heyrir. Sömuleiðis mun nefndin vinna að setningu markmiða fyrir málefni nefndarinnar, í samræmi við ákvæði í erindisbréfi.

Bæjarstjóri sagði frá skipun ungmennaráðs og að ætlunin væri að bjóða ungmennaráði að sækja ráðstefnu fyrir ungt folk í Mosfellsbæ í næstu viku.

2.Fundartími nefnda

Málsnúmer 1806019Vakta málsnúmer

Í erindisbréfi nefndarinnar segir að nefndin fundi að jafnaði annan hvern mánuð.
Samþykkt að fundir séu að jafnaði haldnir annan hvern mánuð. Fundartími verði á þriðjudögum kl. 16.30, en fundardagar verði ákveðnir fram í tímann af nefndinni.
Næsti fundur verður haldinn þriðjudaginn 9. október kl. 16.30.

3.Stjórnsýslulög

Málsnúmer 1406005Vakta málsnúmer

Lagðar fram siðareglur fyrir kjörna fulltrúa hjá Grundarfjarðarbæ frá mars 2014 og hæfisreglur sveitarstjórnarlaga.

Farið yfir siðareglur fyrir kjörna fulltrúa frá mars 2014. Öllum kjörnum fulltrúum í bæjarstjórn, nefndum og ráðum sem sveitarstjórn skipar ber að haga störfum sínum í samræmi við siðareglurnar.
Einnig farið yfir hæfisreglur sveitarstjórnarlaga sem gilda fyrir starf í nefndinni.
Rætt um verklag nefndarinnar og væntingar nefndarfólks til starfs í nefndinni.

4.Endurskoðun fjölskyldustefnu Grundarfjarðarbæjar

Málsnúmer 1808016Vakta málsnúmer

Á fundi sínum þann 16. ágúst sl. samþykkti bæjarstjórn að hefja endurskoðun fjölskyldustefnu Grundfirðinga frá 2006.
Bæjarráði var falið að móta frekar umfang og aðferðir við endurskoðunina. Óskað var eftir að nefndir bæjarins færu yfir stefnuna og skiluðu bæjarráði ábendingum sínum um efni hennar og óskum um atriði sem taka þyrfti á í nýrri fjölskyldustefnu. Samráð verði ennfremur haft við helstu stofnanir og hagsmunaaðila við endurskoðunina.
Farið var yfir fjölskyldustefnuna. Rætt var hvað þurfi að hafa í huga við endurskoðun hennar og rætt um aðkomu nefndarinnar. Nefndin mun taka fjölskyldustefnuna til skoðunar og umræðu á næsta fundi sínum.

5.Aðalskipulagstillaga - til skoðunar hjá nefndum

Málsnúmer 1809023Vakta málsnúmer

Óskað er eftir umfjöllun nefndarinnar um tillögu á vinnslustigi um endurskoðað aðalskipulag, sem samþykkt var af skipulagsnefnd og bæjarstjórn í maí sl.
Farið var yfir helstu þætti sem fram koma í vinnslutillögu að aðalskipulagi og liggja á málefnasviði nefndarinnar. Rætt um opnu svæði bæjarins; Torfabót, Paimpolgarð og Þríhyrning. Farið yfir gamlar teikningar af Þríhyrningi.
Varðandi aðalskipulag og framfylgd þess, þá leggur nefndin áherslu á að mikilvægt er að skapa aðstæður fyrir hreyfingu; að gönguleiðir séu greiðar og öruggar og tengi vel saman mikilvægar stofnanir, eins og skóla. Mikilvægt er einnig að hlutverk opinna svæða verði skilgreint og að skipulega sé unnið að uppbyggingu hvers svæðis. Varðandi opin svæði, þá telur nefndin heppilegt að uppbygging/umhverfisbætur í Þríhyrningi séu í forgangi, út frá aðstæðum á svæðinu og sögulegu samhengi.

6.Íþrótta-og Ólympíusamband Ísl - Göngum í skólann

Málsnúmer 1808040Vakta málsnúmer

Átakið gengur út á að hvetja börn til að tileinka sér virkan ferðamáta í og úr skóla og auka færni þeirra til að ferðast á öruggan hátt í umferðinni. Átakið hófst 5. september og Göngum í skólann dagurinn er miðvikudaginn 10. október.
Rætt um mikilvægi hvatningar til barna og fullorðinna í þessa veru.
Formaður og varaformaður munu fara og hitta skólastjóra grunnskóla og ræða við hann um möguleika til að ýta undir virkan ferðamáta.

7.Íþrótta-og Ólympíusamband Íslands. Íþróttavika Evrópu 23.-30. september 2018

Málsnúmer 1808003Vakta málsnúmer

Íþróttavika Evrópu (European Week of Sport) verður haldin 23. - 30. september nk. í yfir 30 Evrópulöndum. ÍSÍ kallar eftir verkefnum hjá sambandsaðilum víða um land.
Tengist málinu sem rætt var í næsta lið á undan og verður einnig rætt við skólastjóra.
Formaður og varaformaður munu sömuleiðis ræða við UMFG um möguleika til að taka þátt í íþróttavikunni, með viðburði eða öðru.

8.Tilmæli Persónuverndar til skóla o.fl. um notkun samfélagsmiðla

Málsnúmer 1809027Vakta málsnúmer

Persónuvernd hefur sent frá sér tilmæli til skóla, íþróttafélaga og fleiri um notkun viðkvæmra persónuupplýsinga. Birting mynda af börnum á Facebook-síðum skóla, íþróttafélaga o.fl. getur falið í sér ólöglega birtingu viðkvæmra persónuupplýsinga. Birting tilkynninga um viðburði er hins vegar í lagi.
Lagt fram og rætt.

Fundi slitið - kl. 18:55.