178. fundur
09. desember 2024 kl. 17:00 - 18:50 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
Loftur Árni Björgvinsson (LÁB)formaður
Hólmfríður Hildimundardóttir (HH)
Anna Rafnsdóttir (AR)
Davíð Magnússon (DM)
Starfsmenn
Björg Ágústsdóttir (BÁ)bæjarstjóri
Fundargerð ritaði:Björg Ágústsdóttirbæjarstjóri
Dagskrá
Formaður setti fund og bauð fundarmenn velkomna. Gengið var til dagskrár.
Gestir fundarins voru eftirtaldir:
Leikskólinn Sólvellir, undir dagskrárliðum nr. 1, 2, 4 og 5, sem ræddir voru sameiginlega og lið nr. 3:
- Heiðdís Lind Kristinsdóttir, skólastjóri
- Sigurborg Knarran Ólafsdóttir, fulltrúi kennara
- Sólveig Ásta Bergvinsdóttir, fulltrúi foreldra
Grunnskóli Grundarfjarðar, undir liðum nr. 1, 2, 4 og 5, sem ræddir voru sameiginlega:
- Sigurður Gísli Guðjónsson, skólastjóri
- Sigurrós Sandra Bergvinsdóttir, fulltrúi kennara
- Sylvía Rún Guðnýjardóttir, fulltrúi foreldra
Gunnþór E. Gunnþórsson, ráðgjafi hjá Ásgarði skólaþjónustu, í fjarfundi, undir dagskrárliðum nr. 1, 2, 4 og 5.
Framlagðir minnispunktar leikskólastjóra, svör við spurningum um efni fundarins.
Rætt um eftirfarandi atriði skv. starfsáætlun skólanefndar:
- Samstarf skólastiga
Mest er samstarf Leikskólans Sólvalla og leikskóladeildarinnar Eldhamra. Vikulegar heimsóknir eru núna í gangi og skiptast Eldhamrar og Sólvellir á að koma í heimsókn, aðra hvora viku.
Samstarf er við tónlistarskóla og grunnskóla, en mætti auka.
Gott samstarf hefur verið tekið upp milli bókasafns og leikskóla frá vorönn 2024, með reglulegum heimsóknum leikskólabarna á bókasafnið.
Rætt um möguleika á að hafa leikskólaval sem áfanga í grunnskóla.
Í umræðum fundarmanna kom fram áhugi á að auka samstarf.
- Foreldrafélag leikskólans
Upplýsingar um foreldrafélagið, lög þess og starfsáætlun fyrir skólaárið 2024-25 er að finna inná vef Leikskólans Sólvalla og voru gögnin nýverið uppfærð.
- Skóla- og foreldraráð
Upplýsingar um foreldraráð, lög þess og starfsáætlun fyrir skólaárið 2024-25 er að finna inná vef Leikskólans Sólvalla, einnig fundargerðir foreldraráðs, og voru gögnin nýverið uppfærð.
- Staða á innra mati, skipulag vinnunnar
Rætt með grunnskólanum. Gunnþór útskýrði fyrirkomulag vinnunnar, en leikskólinn er kominn vel á veg með vinnu í innra mati.
Hann sýndi þau skjöl sem unnið er með og framvindu vinnunnar, sem fylgst er með, auk þess sem Heiðdís leikskólastjóri sagði frá starfinu.
Drög að endurskoðuðum inntökureglum fyrir Leikskólann Sólvelli, lagðar fyrir skólanefnd til umsagnar.
Drög að endurskoðuðum inntökureglum ræddar.
Skólanefnd veitir jákvæða umsögn um drögin, en felur bæjarstjóra að gera breytingu á grein um forgang að leikskóladvöl, í samræmi við umræður fundarins.
Rætt um að reglurnar nái einnig til Eldhamra. Til skoðunar.
Framlagðir minnispunktar grunnskólastjóra, svör við spurningum um efni fundarins, sem og fleiri gögn, s.s. niðurstöður úr Íslensku æskulýðsrannsókninni, niðurstöður úr Skólapúlsinum 2024-25, úrbótaáætlun.
Sigurður Gísli skólastjóri fór lauslega yfir þær kannanir/niðurstöður sem fyrir fundinum lágu og hvernig þær niðurstöður eru nýttar til að setja skipulega niður þær "úrbætur" sem skólinn ákveður að vinna að.
Rætt um eftirfarandi atriði skv. starfsáætlun skólanefndar:
- Samstarf skólastiga
Vísað í framangreinda umræðu og minnispunkta um samstarf leikskóladeildarinnar Eldhamra og Leikskólans Sólvalla, ennfremur Eldhamra og grunnskóla, grunn- og tónlistarskóla, o.fl.
Í umræðum fundarmanna kom fram áhugi á að auka samstarf.
- Foreldrafélag grunnskólans
Upplýsingar um foreldrafélag grunnskólans og lög þess, sem eru frá 2012.
Rætt um starf félagsins og gerði Sylvía Rún, formaður félagsins, grein fyrir starfinu. Rætt um hlutverk foreldrafélagsins og bekkjarfulltrúa, sem skipa skal í samræmi við reglur foreldrafélagsins. Æskilegt er að vinna starfsáætlun félagsins og stjórn boðinn stuðningur við það, eins og foreldrafélag leikskólans fékk frá skólaráðgjafa.
- Skóla- og foreldraráð
Upplýsingar um foreldraráð og hlutverk þess fyrir skólaárið 2024-25 er að finna inná vef grunnskólans.
- Staða á innra mati, skipulag vinnunnar
Rætt með sama atriði vegna leikskólans. Gunnþór útskýrði fyrirkomulag vinnunnar og sýndi skjöl sem unnið er með, auk þess sem skólatjóri sagði frá. Innra mat Eldhamra er unnið með innra mati grunnskólans.
Framlagðir minnispunktar grunnskólastjóra, svör við spurningum um efni fundarins, fyrir Eldhamra og grunnskóla. Einnig önnur gögn, eins og um innra skipulag Eldhamra, námskrá Eldhamra og dagsskipulag 2024-25.
Vísað í sameiginlega umræðu með leik- og grunnskólanum.
Tónlistarskólinn á 50 ára afmæli 15. janúar 2025. Lagðir fram minnispunktar Lindu Maríu Nielsen aðstoðarskólastjóra.
Jólatónleikar tónlistarskólans verða haldnir miðvikudaginn 11. desember nk. kl. 17:00 í Grundarfjarðarkirkju.
Fimmtíu ára afmæli tónlistarskólans er 15.janúar 2025. Þá á yfirstandandi framkvæmdum að vera lokið. Stefnt er að því að vera með opið hús þann dag og bjóða gestum í heimsókn, með tilheyrandi veitingum og skemmtun.
Vonir standa til þess að hægt verði að halda veglega afmælistónleika í vor, en það er í skoðun.
Gestir fundarins voru eftirtaldir:
Leikskólinn Sólvellir, undir dagskrárliðum nr. 1, 2, 4 og 5, sem ræddir voru sameiginlega og lið nr. 3:
- Heiðdís Lind Kristinsdóttir, skólastjóri
- Sigurborg Knarran Ólafsdóttir, fulltrúi kennara
- Sólveig Ásta Bergvinsdóttir, fulltrúi foreldra
Grunnskóli Grundarfjarðar, undir liðum nr. 1, 2, 4 og 5, sem ræddir voru sameiginlega:
- Sigurður Gísli Guðjónsson, skólastjóri
- Sigurrós Sandra Bergvinsdóttir, fulltrúi kennara
- Sylvía Rún Guðnýjardóttir, fulltrúi foreldra
Gunnþór E. Gunnþórsson, ráðgjafi hjá Ásgarði skólaþjónustu, í fjarfundi, undir dagskrárliðum nr. 1, 2, 4 og 5.