Á fundinum voru eftirfarandi atriði rædd, m.a. samhliða yfirferð um starfsáætlanir skólanna, en umfjöllun um það er að finna undir næstu dagskrárliðum:
- Starfsáætlun skólanna (sjá næstu mál á dagskránni) og helstu markmið vetrarins í skólastarfinu.
- Umbótaáætlun innra mats leik- og grunnskóla. Innra mats skýrsla.
- Sérfræðiþjónusta við nemendur. Fyrirkomulag, staða og hlutfall sérkennslu. Til nánari umræðu síðar.
- Þróunarverkefni og/eða önnur áherslumál.
- Umræða um matsteymi og matsáætlanir. Til nánari umfjöllunar síðar.
Gestir
- Heiðdís Lind Kristinsdóttir, skólastjóri Leikskólans Sólvalla - mæting: 17:00
- Linda María Nielsen, aðstoðarskólastjóri Tónlistarskóla Grundarfjarðar - mæting: 17:00
- Sigurborg Knarran Ólafsdóttir, fulltrúi kennara við Sólvelli - mæting: 17:00
- Hrafnhildur Bárðardóttir, deildarstjóri Leikskóladeildarinnar Eldhamra - mæting: 17:00
- Sigurður Gísli Guðjónsson skólastjóri grunnskóla, tónlistarskóla og Eldhamra - mæting: 17:00
Bæjarstjóri sagði frá vinnu við fjárhagsáætlunargerð komandi árs og rætt var um vinnu við endurbætur sem fram hafa farið á leiksvæðum leik- og grunnskóla og sem fyrirhugaðar eru víðar.