Málsnúmer 2410009

Vakta málsnúmer

Skólanefnd - 176. fundur - 07.10.2024

Á fundinum voru eftirfarandi atriði rædd, m.a. samhliða yfirferð um starfsáætlanir skólanna, en umfjöllun um það er að finna undir næstu dagskrárliðum:



- Starfsáætlun skólanna (sjá næstu mál á dagskránni) og helstu markmið vetrarins í skólastarfinu.

- Umbótaáætlun innra mats leik- og grunnskóla. Innra mats skýrsla.

- Sérfræðiþjónusta við nemendur. Fyrirkomulag, staða og hlutfall sérkennslu. Til nánari umræðu síðar.

- Þróunarverkefni og/eða önnur áherslumál.

- Umræða um matsteymi og matsáætlanir. Til nánari umfjöllunar síðar.



Rætt m.a. um að fá fund með FSS og Ásgarði um frekari þróun og skerpingu á ákvæðum um sérkennsluteymi.

Bæjarstjóri sagði frá vinnu við fjárhagsáætlunargerð komandi árs og rætt var um vinnu við endurbætur sem fram hafa farið á leiksvæðum leik- og grunnskóla og sem fyrirhugaðar eru víðar.

Gestir

  • Heiðdís Lind Kristinsdóttir, skólastjóri Leikskólans Sólvalla - mæting: 17:00
  • Linda María Nielsen, aðstoðarskólastjóri Tónlistarskóla Grundarfjarðar - mæting: 17:00
  • Sigurborg Knarran Ólafsdóttir, fulltrúi kennara við Sólvelli - mæting: 17:00
  • Hrafnhildur Bárðardóttir, deildarstjóri Leikskóladeildarinnar Eldhamra - mæting: 17:00
  • Sigurður Gísli Guðjónsson skólastjóri grunnskóla, tónlistarskóla og Eldhamra - mæting: 17:00

Skólanefnd - 177. fundur - 18.11.2024

Á dagskrá skólanefndar eru eftirfarandi atriði, skv. fyrirliggjandi starfsáætlun nefndarinnar.



Lagt fram minnisblað um efni fundarins, en yfirferð þessara atriða er hugsuð sem vinnufundur/samtal við skólastjórnendur.




Farið yfir og rætt um eftirfarandi atriði sem fyrir liggja sem efni skólanefndar á þessum fundi skv. fyrirliggjandi starfsáætlun nefndarinnar:

- Skólanámskrá leik-, grunn- og tónlistarskóla, innihald þeirra og hvernig þær eru unnar.

- Sérfræðiþjónustu við nemendur, um þjónustu og fyrirkomulag.

- Sérfræðiþjónustu við kennara og starfsfólk skólanna, en það er fyrst og fremst Félags- og skólaþjónusta Snæfellinga sem sér um þá þjónustu. Einnig er Grundarfjarðarbær að kaupa þjónustu af Ásgarði, skólaþjónustu, sbr. nýja menntastefnu og fleira sem Ásgarður aðstoðar við.

Á döfinni er að skólanefnd fái nýjan forstöðumann Félags- og skólaþjónustu inn á fund til sín. Stefnt að því í upphafi næsta árs.

- Nemendaverndarráð, fyrirkomulag í grunnskóla og leikskóla.

- Innleiðing menntastefnu. Farið yfir helstu skref, Gunnþór og skólastjórar gerðu grein fyrir stöðunni.

Skólanefnd - 178. fundur - 09.12.2024

Á dagskrá skólanefndar í desember eru eftirfarandi atriði, skv. fyrirliggjandi starfsáætlun nefndarinnar:



- Samstarf skólastiga

- Foreldrafélög

- Skóla- og foreldraráð

- Staða á innra mati, skipulag vinnu



Sjá gögn undir næstu dagskrárliðum sem falla að þessum umræðupunktum.



Farið yfir og rætt um framangreind atriði sem bókuð eru undir hverjum dagskrárlið.