176. fundur 07. október 2024 kl. 17:00 - 18:15 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Loftur Árni Björgvinsson (LÁB) formaður
  • Hólmfríður Hildimundardóttir (HH)
  • Anna Rafnsdóttir (AR)
  • Davíð Magnússon (DM)
  • Guðbrandur Gunnar Garðarsson (GGG)
Starfsmenn
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri
Dagskrá
Formaður bauð fundarmenn velkomna, gengið var til dagskrár.

Gestir fundarins, fulltrúar skólanna, sátu fundinn undir öllum dagskrárliðum og var umræða sameiginleg um starfsáætlanir og verkefni allra skólanna.

1.Starfsáætlun og verkefni skólanefndar

Málsnúmer 2410009Vakta málsnúmer

Á fundinum voru eftirfarandi atriði rædd, m.a. samhliða yfirferð um starfsáætlanir skólanna, en umfjöllun um það er að finna undir næstu dagskrárliðum:



- Starfsáætlun skólanna (sjá næstu mál á dagskránni) og helstu markmið vetrarins í skólastarfinu.

- Umbótaáætlun innra mats leik- og grunnskóla. Innra mats skýrsla.

- Sérfræðiþjónusta við nemendur. Fyrirkomulag, staða og hlutfall sérkennslu. Til nánari umræðu síðar.

- Þróunarverkefni og/eða önnur áherslumál.

- Umræða um matsteymi og matsáætlanir. Til nánari umfjöllunar síðar.



Rætt m.a. um að fá fund með FSS og Ásgarði um frekari þróun og skerpingu á ákvæðum um sérkennsluteymi.

Bæjarstjóri sagði frá vinnu við fjárhagsáætlunargerð komandi árs og rætt var um vinnu við endurbætur sem fram hafa farið á leiksvæðum leik- og grunnskóla og sem fyrirhugaðar eru víðar.

Gestir

  • Heiðdís Lind Kristinsdóttir, skólastjóri Leikskólans Sólvalla - mæting: 17:00
  • Linda María Nielsen, aðstoðarskólastjóri Tónlistarskóla Grundarfjarðar - mæting: 17:00
  • Sigurborg Knarran Ólafsdóttir, fulltrúi kennara við Sólvelli - mæting: 17:00
  • Hrafnhildur Bárðardóttir, deildarstjóri Leikskóladeildarinnar Eldhamra - mæting: 17:00
  • Sigurður Gísli Guðjónsson skólastjóri grunnskóla, tónlistarskóla og Eldhamra - mæting: 17:00

2.Málefni leikskólans

Málsnúmer 2207006Vakta málsnúmer

Lögð fram starfsáætlun Leikskólans Sólvalla fyrir skólaárið.



Heiðdís Lind fór yfir starfsáætlun Sólvalla á yfirstandandi skólaári og sagði frá megináherslum sem skilgreindar hafa verið fyrir skólastarfið í vetur. Þær eru m.a.:

- Að innleiða tákn með tali
- Að betrumbæta nýja tímalínu
- Að málörvun sé markviss í daglegu starfi
- Að starfsfólk sé sífellt meðvitað í starfi sínu að setja orð á athafnir
- Að "Lubbi finnur málbein" sé notaður á öllum deildum leikskólans
- Að leiknum og sjálfstæði nemenda sé gefið gott rými
- Móttaka og samskipti við börn í upphafi og lok dags

Farið var yfir helstu viðburði og starfsemi.

3.Málefni tónlistarskólans

Málsnúmer 2207007Vakta málsnúmer

Lögð fram starfsáætlun tónlistarskólans fyrir skólaárið.

Linda María fór yfir starfsáætlun tónlistarskólans á yfirstandandi skólaári.

Hún sagði frá því að kennsla væri ekki hafin, en nú í sumar og haust hafa staðið yfir endurbætur á aðstöðu tónlistarskólans, sem lýkur nú á allra næstu dögum.

Farið var yfir helstu viðburði og starfsemi.

Tónlistarskólinn verður 50 ára í janúar 2025. Haldið verður uppá afmælið með ýmsum hætti, m.a. með opnu húsi þann 15. janúar nk.

4.Málefni grunnskólans

Málsnúmer 2207005Vakta málsnúmer

Lögð fram starfsáætlun grunnskólans fyrir skólaárið. Ennfremur dæmi um bekkjarnámskrá.

Sigurður Gísli fór yfir starfsáætlun grunnskólans á yfirstandandi skólaári. Eldhamrar koma að hluta til inní þá áætlun.

Hann fór yfir helstu áherslur í skólastarfi vetrarins, en um þær segir í starfsáætlun:

- Áhersla verður lögð á að efla skólasamfélagið, bæði innra og ytra samfélag skólans enn frekar í vetur með ýmsum hætti.
- Sl. haust voru aftur teknir upp upplýsingafundir að hausti fyrir foreldra og ætlunin að framhald verði á því.
- Foreldrafundir eru haldir á fyrstu vikum skólaársins.
- Foreldra- nemendaviðtöl verða 9. október þar sem foreldrar fá boð um að hitta kennara einslega ásamt nemanda.
- Grunnskólinn heldur áfram markvissri vinnu við að innleiða útikennslu ásamt átthagafræði í starf skólans. Með tilkomu nýs útvistar- og útikennslusvæðis í Þríhyrningi gefst kostur á aukinni fjölbreytni.
- Grunnskóli Grundarfjarðar er skóli á grænni grein og flaggaði nýjum fána í janúar 2022. Unnið verður eftir umhverfisstefnu Grænfána verkefnisins í vetur. Sjálfbærni er partur af þeirri stefnu og er leitast við að vinna að aukinni sjálfbærni. Skólinn hefur fest kaup á gróðurhúsi sem sett verður upp á skólalóðinni nú í haust. Unnið verður að því í vetur að þróa það starf. Næsta vor ætti allt að vera tilbúið til ræktunar.
- Skólinn hefur mótað stefnu sem heilsueflandi skóli og verður úttekt nú í ár. Unnið verður markvisst áfram að heilsueflandi verkefnum.
- Þetta skólaár verður starfandi teymi í skólanum sem vinnur að því að samþætta áherslur í átthagafræði, grænfánaverkefni, heilsueflingu og útikennslu.
- Stefnt er að því að efla teymiskennslu enn frekar þar sem kennarar eru hvattir til að blanda saman árgöngum en reynt er að skapa grundvöll fyrir það t.d. með því að samstilla stundatöflur árganga eins og kostur er.
- Lögð verður áhersla á að efla enn frekar úrval valgreina á öllum stigum skólans en mikil þróunarvinna var unnin á síðasta skólaári sem við munum styrkja enn ferkar í vetur. Mörg skemmtileg verkefni voru sett á dagskrá. Eitt af þeim verkefnum var jólaskógurinn þar sem nemendur settu upp ævintýraskóg þar sem gestum og gangandi var boðið að koma í heimsókn.
- Á síðasta ári var stofnaður nemendakór og verður haldið áfram í vetur að efla hann og styrkja.
- Stefna skólans er að taka almennt þátt í Erasmus verkefnum, en skólinn mun þó ekki taka þátt í Erasmus verkefni á þessu skólaári.
- Unnið hefur verið að því undanfarin ár að efla leiklist og leiklistarkennslu við skólann. Það má sjá t.d í verkefninu jólaskógurinn og í valgreinum þar sem er í boði að velja leiklist, búningagerð, förðun og fl.

5.Málefni leikskóladeildarinnar Eldhamra

Málsnúmer 2207008Vakta málsnúmer

Rætt um starfsemi Leikskóladeildarinnar Eldhamra.

Umræða að hluta undir öðrum liðum, einkum um grunnskólann.
Gestum fundarins var þakkað fyrir komuna og fyrir góðar umræður.

Gengið frá fundargerð að loknum fundi og rafræns samþykkis fundarmanna aflað.

Fundi slitið - kl. 18:15.