173. fundur 08. apríl 2024 kl. 17:00 - 19:15 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Loftur Árni Björgvinsson (LÁB) formaður
  • Hólmfríður Hildimundardóttir (HH)
  • Anna Rafnsdóttir (AR)
  • Davíð Magnússon (DM)
  • Guðbrandur Gunnar Garðarsson (GGG)
Starfsmenn
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri
Dagskrá
Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

1.Málefni leikskólans

Málsnúmer 2207006Vakta málsnúmer

Drög að skóladagatali komandi skólaárs lögð fram og upplýsingar frá skólastjóra, í minnisblaði.



Menntastefna Grundarfjarðarbæjar:
Farið yfir vinnu við innleiðingu og verkefni tengd menntastefnu Grundarfjarðarbæjar hvað varðar leikskólann. Gunnþór E. Gunnþórsson frá Ásgarði tók þátt í umræðum.

Skóladagatal:
Tillaga að skóladagatali 2024-2025 lögð fram og rædd. Einnig rætt um samræmingu við skóladagatal Eldhamra og grunnskóla.
Umræður um styttingu vinnuviku og áhrif hennar á starfsemi í leikskólanum.
Umræðu og ákvörðun um skóladagatal vísað til næsta fundar skólanefndar.

Kennslumagn:
Á komandi skólaári stefnir í að um 35 börn verði á Sólvöllum, sem er talsverð fækkun frá því sem nú er.

Fjöldi barna eftir árgangi (fæðingarári) er þannig:
- 2023: 5 börn = barngildi, 4 börn á starfsmann
- 2022: 11 börn = barngildi, 5 börn á starfsmann
- 2021: 11 börn = barngildi, 6 börn á starfsmann
- 2020: 8 börn = barngildi, 7 börn á starfsmann

Þetta þýðir 9 stöðugildi inn á deildir til að manna barnafjöldann, síðan reiknar leikskólastjóri með viðbótarstöðugildum vegna undirbúnings, styttingar, veikinda og annars sem kemur upp á. Á komandi vetri þarf einnig heilt stöðugildi í eldhús, sem sér um allan mat, pantanir, þrif og uppvask.

Menntastefnan:
Það gengur vel að innleiða menntastefnuna. Fram fer nú vinna við að skoða skipulag og verkefni, og m.a. hverju þurfi að bæta við í starfseminni í samræmi við menntastefnuna.

Öryggishandbók:
Leikskólinn var ekki með sérstaka öryggishandbók, en hún hefur nú verið sett upp. Engu að síður hefur allt verið til staðar í leikskólanum, sem öryggishandbók gerir ráð fyrir.

Foreldrahandbók:
Leikskólinn hefur einnig endurbætt foreldrahandbók ? starfsmannahandbók leikskólans, sem og upplýsingar til foreldra sem koma í fyrsta viðtal. Mikið af efninu var orðið úrelt og var það uppfært, breytt og bætt, eftir reglum og viðmiðum, sem unnið er eftir í dag.

Handbækurnar er að finna á nýlegri heimasíðu leikskólans: https://solvellir.grundarfjordur.is/

Gestir

  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, ráðgjafi frá Ásgarði skólaþjónustu - mæting: 17:00
  • Margrét Sif Sævarsdóttir skólastjóri Leikskólans Sólvalla - mæting: 17:00
  • Heiðdís Lind Kristinsdóttir aðstoðarskólastjóri Leikskólans Sólvalla - mæting: 17:00
  • Elísabet Kristín Atladóttir fulltrúi foreldra v. Leikskólans Sólvalla - mæting: 17:00
  • Sigurborg Knarran Ólafsdóttir fulltrúi kennara/starfsfólks Leikskólans Sólvalla - mæting: 17:00

2.Málefni leikskóladeildarinnar Eldhamra

Málsnúmer 2207008Vakta málsnúmer

Drög að skóladagatali komandi skólaárs árs lögð fram.



Einnig minnispunktar skólastjóra um starfsemina.





Tillaga að skóladagatali 2024-2025 lögð fram og rædd.
Umræðu og ákvörðun um skóladagatal vísað til næsta fundar skólanefndar.

3.Málefni grunnskólans

Málsnúmer 2207005Vakta málsnúmer

Drög að skóladagatali komandi skólaárs lögð fram.

Einnig skýrsla skólastjóra um starfsemina.



Menntastefna Grundarfjarðarbæjar:
Farið yfir vinnu við innleiðingu og verkefni tengd menntastefnu Grundarfjarðarbæjar hvað varðar grunnskólann. Gunnþór E. Gunnþórsson frá Ásgarði tók þátt í umræðum.

Tillaga að skóladagatali 2024-2025 lögð fram og rædd. Einnig rætt um samræmingu skóladagatala.

Umræðu og ákvörðun um skóladagatal vísað til næsta fundar skólanefndar.

Skólastjóri fór yfir framlagða minnispunkta sína um starfsemina.

Gestir

  • Sigurrós Sandra Bergvinsdóttir, fulltrúi kennara/starfsfólks Grunnskóla Grundarfjarðar - mæting: 17:30
  • Sigurður Gísli Guðjónsson, skólastjóri Grunnskóla Grundarfjarðar - mæting: 17:30
  • Sylvía Rún Guðnýjardóttir, fulltrúi foreldra v. Grunnskóla Grundarfjarðar - mæting: 17:30
  • Gunnþór Eyfjörð Gunnþórsson, ráðgjafi hjá Ásgarði skólaþjónustu - mæting: 17:30

4.Heilbrigðiseftirlit Vesturlands - Eftirlitsskýrsla leikskóli

Málsnúmer 2310030Vakta málsnúmer

Lögð fram síðasta eftirlitsskýrsla Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, frá 18. október 2023, og viðbrögð bæjarins við þeim atriðum.
Bætt var strax úr þeim atriðum sem gerð var athugasemd við, sbr. svarpóst bæjarins 26. október 2023.


5.Heilbrigðiseftirlit Vesturlands - Eftirlitsskýrsla grunnskóli

Málsnúmer 2304001Vakta málsnúmer

Lögð fram síðasta eftirlitsskýrsla Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, frá 28. mars 2023.



Búið er að bæta úr langflestum þeim atriðum sem fram komu í skýrslunni.

Önnur atriði eru á fjárhagsáætlun ársins í ár, eins og endurbætur á gólfdúk á Eldhamrastofu, uppsetning nýrrar aparólu í stað þeirrar sem skemmdist, o.fl.

6.Heilbrigðiseftirlit Vesturlands - Eftirlitsskýrsla Íþróttamiðstöð Grundarfjarðar

Málsnúmer 2301032Vakta málsnúmer

Lögð fram síðasta eftirlitsskýrsla Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, fyrir íþróttahús, frá 14. nóvember 2022.



Unnið er í þeim atriðum sem nefnd eru í skýrslunni.
T.d. hefur verið gert við þak og skipt um glugga í tengibyggingu milli grunnskóla og íþróttahúss, skipta á um glugga í sundlaugarbyggingu í sumar, o.fl.

7.Umboðsmaður barna - Bréf um hljóðvist í skólum

Málsnúmer 2403015Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar erindi Umboðsmanns barna dags. 18. mars 2024 um hljóðvist í skólum.



Á fjárhagsáætlun bæjarins 2024 eru áframhaldandi endurbætur á hljóðvist í íþróttahúsi Grundarfjarðar.

8.Samband íslenskra sveitarfélaga - Íslensku menntaverðlaunin 2024 - tilnefningar óskast

Málsnúmer 2404001Vakta málsnúmer

Lagður fram tölvupóstur Sambands íslenskra sveitarfélaga frá 4. apríl sl. þar sem kynnt er að opið sé fyrir tilnefningar til Íslensku menntaverðlaunanna 2024.



"Markmið verðlaunanna er að auka veg menntaumbótastarfs og vekja athygli samfélagsins á metnaðarfullu og vönduðu skóla- og frístundastarfi með börnum og unglingum."



Skólanefnd beinir þessum skilaboðum til skóla og skólastjórnenda bæjarins, sem einnig hafa fengið erindið.

Lokið var við fundargerð eftir fund og rafræns samþykkis aflað frá fundarmönnum.

Fundi slitið - kl. 19:15.