267. fundur 03. apríl 2025 kl. 15:00 - 17:28 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Bjarni Sigurbjörnsson (BS) formaður
  • Signý Gunnarsdóttir (SG)
  • Davíð Magnússon (DM)
  • Heiðrún Hallgrímsdóttir (HH)
  • Lísa Ásgeirsdóttir (LÁ)
Starfsmenn
  • Sigurður Valur Ásbjarnarson (SVÁ) skipulagsfulltrúi
  • Guðmundur Rúnar Svansson (GRS) starfsmaður umhverfis- og skipulagssviðs
  • Nanna Vilborg Harðardóttir (NVH) starfsmaður umhverfis- og skipulagssviðs
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
Fundargerð ritaði: Sigurður Valur Ásbjarnarson skipulagsfulltrúi
Dagskrá
Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

Sigurður Valur Ásbjarnarson situr fundinn í fjarfundi.

1.Sólbakki lóð B - fyrirspurn um deiliskipulagsbreytingu

Málsnúmer 2409027Vakta málsnúmer

Lögð fram drög að deiliskipulagi fyrir Sólbakka B í landi Háls.



Fyrirspurn landeigenda var áður til umræðu á 261. fundi nefndarinnar í október 2024 og var það niðurstaða nefndarinnar þá að líklega væri um að ræða óverulega breytingu sem færi í grenndarkynningu skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga. Í kjölfarið funduðu fyrirspyrjendur með skipulagsfulltrúa og skipulagsráðgjafa. Landeigendur hafa nú lagt fram drög að breytingartillögu á deiliskipulaginu.



Skipulags- og umhverfisnefnd telur að um óverulega breytingu sé að ræða og felur skipulagsfulltrúa að grenndarkynna framkvæmdina fyrir landeigendum að Mýrum og Hálsi í samræmi við 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 þegar frágengin deiliskipulagstillaga liggur fyrir.

Kynningartími er fjórar vikur. Nefndin vísar til þess að heimilt sé að stytta tímabil grenndarkynningar ef samykki/áritun á skipulagsuppdrátt hefur borist frá þeim sem hagsmuna eiga að gæta, sbr. 3. mgr. 44. gr. skipulagslaga.

Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulagsfulltrúa að annast frágang málsins í samræmi við þetta.

2.Tillaga um breytingu á deiliskipulagi Ölkeldudals

Málsnúmer 2312014Vakta málsnúmer

Lögð fram gögn í kjölfar auglýsingar á tillögu að heildarendurskoðun deiliskipulags Ölkeldudals, skv. 41. gr. skipulagslaga.



Á 264. fundi skipulags- og umhverfisnefndar 14. janúar 2025 samþykkti nefndin að auglýsa deiliskipulagstillöguna skv. 41. gr. skipulagslaga. Bæjarstjórn samþykkti framangreinda afgreiðslu á 294. fundi sínum, 16. janúar 2025.



Tillagan var birt í Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar og auglýst frá 2. febrúar til 28. mars 2025. Tillagan var einnig auglýst í Lögbirtingarblaðinu 14. febrúar. Hún var auglýst á vef Grundarfjarðarbæjar 7. febrúar og lá frammi til sýnis í Ráðhúsi Grundarfjarðarbæjar og í Bókasafni Grundarfjarðar, í Sögumiðstöðinni.

Opinn kynningarfundur um skipulagstillöguna var haldinn 19. febrúar í Sögumiðstöð. Bæjarstjóri bauð einnig uppá opið, óformlegt samtal um tillöguna 15. mars sl. í Kjörbúðinni Grundarfirði.



Umsögnum við tillöguna þurfti að skila í Skipulagsgáttina eigi síðar en 28. mars sl.

Eftirtaldar átta umsagnir bárust á kynningartímanum frá:



- Skipulagsstofnun

- Veðurstofu Íslands

- Minjastofnun Íslands

- Slökkviliði Grundarfjarðar

- Landsneti

- Skógræktarfélagi Eyrarsveitar

- Þórunni S. Kristinsdóttur

- Veitum



Allar umsagnir og athugasemdir komu fram gegnum www.skipulagsgatt.is og eru opnar þar. Sjá https://skipulagsgatt.is/issues/2024/234.



Lagðar fram umsagnir/athugasemdir sem bárust, og samantekt þeirra með tillögu að svörum/viðbrögðum við þeim til umræðu í nefndinni.



Farið yfir framlagða samantekt/yfirlit um þær umsagnir sem bárust og tillögu um svör og viðbrögð við athugasemdum.

Signý víkur af fundi undir umræðum um athugasemd frá Skógræktarfélagi Eyrarsveitar, og undir umræðum um tillögu um breytingar á lóðum við Fellaskjól. Rætt er um sjónarmið sem komið hafa fram á bæjarstjórnarfundum.

Fellaskjól:

Bæjarstjóri og skipulagsfulltrúi hafa á auglýsingatíma tillögunnar átt í samtali við stjórn Fellaskjóls og niðurstaða þess er að lóðir við Hrannarstíg 48, 50, 52 og 54 verði felldar úr deiliskipulaginu að sinni.
Skipulags- og umhverfisnefnd tekur undir afstöðu stjórnar Fellaskjóls og felur skipulagsfulltrúa að uppfæra deiliskipulagsgögnin í samræmi við þetta, áður en endanlega er gengið frá deiliskipulaginu til auglýsingar. Gert verður ráð fyrir þremur lóðum vestan við Fellaskjól og að sameiginleg aðkoma sé að þeim og að vesturinngangi (nýja álma) Fellaskjóls. Sjá nánar í meðfylgjandi vinnuskjali.

Signý tók aftur sæti sitt á fundinum.

Farið yfir umsagnir og athugasemdir sem borist hafa.
Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir framlagða tillögu að viðbrögðum/svörum við þeim.
Í samræmi við þá tillögu og umræður fundarins er skipulagsfulltrúa falið að gera nauðsynlegar lagfæringar á deiliskipulagstillögunni.

Skipulags- og umhverfisnefnd vísar tillögunni til bæjarstjórnar og leggur til að hún verði samþykkt þar með þeim breytingum sem að framan er lýst og að skipulagsfulltrúa verði falið að ljúka nauðsynlegri meðferð skipulagsmálsins.

3.Tillaga um breytingu á deiliskipulagi Ölkeldudals

Málsnúmer 2312014Vakta málsnúmer

Lögð fram gögn í kjölfar auglýsingar á breytingu á Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039, skv. 31. gr. skipulagslaga, sem gerð er í tengslum við heildarendurskoðun deiliskipulags Ölkeldudals.



Á 261. fundi skipulags- og umhverfisnefndar 29. október 2024 var samþykkt að auglýsa tillöguna skv. 31. gr. skipulagslaga. Bæjarstjórn samþykkti framangreinda afgreiðslu á 291. fundi sínum, 14. nóvember 2024.



Tillagan var birt í Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar og auglýst frá 2. febrúar til 28. mars 2025. Tillagan var einnig auglýst í Lögbirtingarblaðinu 11. febrúar.

Hún var auglýst á vef Grundarfjarðarbæjar 7. febrúar og lá frammi til sýnis í Ráðhúsi Grundarfjarðarbæjar og í Bókasafni Grundarfjarðar, í Sögumiðstöðinni.

Opinn kynningarfundur um skipulagstillöguna var haldinn 19. febrúar í Sögumiðstöð. Bæjarstjóri bauð einnig uppá opið, óformlegt samtal um tillöguna 15. mars sl. í Kjörbúðinni Grundarfirði.



Umsögnum við tillöguna þurfti að skila í Skipulagsgáttina eigi síðar en 28. mars sl.

Eftirtaldar sjö umsagnir bárust á kynningartímanum, þ.e. frá:



- Minjastofnun Íslands

- Sveitarfélaginu Stykkishólmi

- Náttúruverndarstofnun

- Heilbrigðiseftirliti Vesturlands

- Landsneti

- Skógræktarfélagi Eyrarsveitar

- Landi og Skógi



Allar umsagnir eða athugasemdir bárust í gegnum www.skipulagsgatt.is og eru opnar þar. Sjá https://skipulagsgatt.is/issues/2024/233.



Umsagnir og athugasemdir eru lagðar fram, auk þess samantekt umsagna og athugasemda með tillögu að svörum/viðbrögðum við þeim til umræðu í nefndinni.



Farið yfir framlagða samantekt/yfirlit um þær umsagnir sem bárust og tillögu um svör og viðbrögð við athugasemdum.

Á grunni framangreindra umsagna og athugasemda er ekki talin þörf á breytingum á auglýstri tillögu að breytingu á aðalskipulagi, en skipulagsfulltrúa er falið að gera minniháttar óefnislegar lagfæringar á aðalskipulagstillögunni eftir þörfum.

Skipulags- og umhverfisnefnd vísar tillögunni til bæjarstjórnar og leggur til að hún verði samþykkt þar og skipulagsfulltrúa falið að ljúka meðferð málsins.

4.Breyting Aðalskipulags - miðbæjarreitur

Málsnúmer 2503031Vakta málsnúmer

Lögð fram tillaga að skipulagslýsingu og vinnslutillögu vegna breytingar á Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039, sem gerð er í tengslum við áform um uppbyggingu á miðbæjarreit.



Tillagan er lögð fram í samræmi við ákvörðun bæjarstjórnar 13. mars sl. um að setja málið af stað.



Rætt um fundi sem haldnir voru með íbúum í gær, miðvikudaginn 2. apríl, en þar kom fram almenn ánægja með fyrirhugaða tillögu. Annars vegar var lokaður fundur með eigendum húsa í næsta nágrenni við miðbæjarreit og hinsvegar opinn fundur í samkomuhúsinu til kynningar á áformunum og til að fá fram sjónarmið íbúa. Unnið verður úr því efni sem fram kom úr umræðum fundarins.

Lögð var fram í einu lagi skipulagslýsing og tillaga til kynningar á vinnslustigi um breytingu á Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039.

Skipulagsfulltrúa falið að gera lítilsháttar breytingar á orðalagi, en að öðru leyti samþykkir nefndin að leggja til við bæjarstjórn að kynna lýsinguna og tillöguna í samræmi við 30. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.

5.Reglur um skilti

Málsnúmer 2501010Vakta málsnúmer

Endurbætt tillaga lögð fram til afgreiðslu, en málið var til umræðu á síðasta fundi nefndarinnar.

Skipulags- og umhverfisnefnd samþykkir fyrir sitt leyti tillögu að nýjum reglum og mælir með því við bæjarstjórn að þær verði samþykktar.

6.Reglur geymslusvæðis að Ártúni 8

Málsnúmer 2503028Vakta málsnúmer

Verið er að taka í notkun nýtt geymslusvæði bæjarins að Ártúni 8 og loka eldra svæði að Hjallatúni 1.



Ekki hafa verið í gildi sérstakar reglur um geymslusvæðið, fyrir utan stutt ákvæði á annars vegar umsóknareyðublaði og hins vegar í gjaldskrá fyrir svæðið.



Lögð eru fram drög að nýjum reglum fyrir geymslusvæði.

Höfð var hliðsjón af reglum annarra sveitarfélaga. Samráð var einnig haft við starfsmenn áhaldahúss o.fl. um útfærslu.



Undir þessum lið er almennt rætt um stöðuleyfi og framtíð geymslusvæðis. Rætt um einstaka liði tillögunnar.

Skipulags- og umhverfisnefnd gerir ekki athugasemdir við þessi drög og felur skipulagsfulltrúa að útbúa endanlega tillögu að reglum og leggja fyrir bæjarstjórn samhliða tillögu að gjaldskrá geymslusvæðis.

7.Fornir birkiskógar Hallbjarnareyri - fyrirspurn Skógræktarfélags Eyrarsveitar

Málsnúmer 2503011Vakta málsnúmer

Lögð fram fyrirspurn frá Skógræktarfélagi Eyrarsveitar um afstöðu sveitarfélagsins til birkiskógræktar í landi Hallbjarnareyrar. Að sögn Skógræktarfélags Eyrarsveitar hefur landeigandinn, sem er ríkissjóður, óskað eftir afstöðu bæði sveitarfélagsins og leigjenda jarðarinnar.

Signý víkur af fundi undir þessum lið.

Ekki er unnt að taka afstöðu til tillögunnar á þessum tímapunkti m.v. framlagðar upplýsingar.
Skipulags- og umhverfisnefnd telur þörf á frekari upplýsingum og felur skipulagsfulltrúa að ræða við formann Skógræktarfélags Eyrarsveitar.

Signý tók aftur sæti sitt á fundinum.

8.Nesvegur 5 - uppsetning á nýrri loftræsingu

Málsnúmer 2503032Vakta málsnúmer

Rekstraraðilar veitingastaðar að Nesvegi 5 fyrirhuga breytingar á loftræsingu í eldhúsi veitingastaðarins. Nýtt útkast yrði á bakhlið hússins.



Lögð fram greinargerð Eflu fyrir þeirra hönd.

Skipulags- og umhverfisnefnd felur skipulagsfulltrúa að láta fara fram minniháttar grenndarkynningu fyrir eigendum nærliggjandi húsa þegar fullnægjandi gögn hafa borist. Um er að ræða fasteignir á Eyrarvegi 3, 5 og 7, Nesvegi 7 og Hrannarstíg 2 og 4.

9.Grundargata 57-59 - Götuhönnun

Málsnúmer 2504005Vakta málsnúmer

Skipulagsfulltrúi greinir frá hugmyndum og tillögum sem eru til umræðu um frágang lóða við Grundargötu 57 og 59, legu fyrirhugaðrar gangstéttar og breytinga á gatnamótum Grundargötu og Fagurhólstúns.

Lagt fram til kynningar og umræðu.

Málið er í vinnslu.
Lokið við fundargerð að loknum fundi og rafræns samþykkis aflað hjá fundarmönnum.

Fundi slitið - kl. 17:28.