Málsnúmer 2312014Vakta málsnúmer
Lögð fram gögn í kjölfar auglýsingar á breytingu á Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039, skv. 31. gr. skipulagslaga, sem gerð er í tengslum við heildarendurskoðun deiliskipulags Ölkeldudals.
Á 261. fundi skipulags- og umhverfisnefndar 29. október 2024 var samþykkt að auglýsa tillöguna skv. 31. gr. skipulagslaga. Bæjarstjórn samþykkti framangreinda afgreiðslu á 291. fundi sínum, 14. nóvember 2024.
Tillagan var birt í Skipulagsgátt Skipulagsstofnunar og auglýst frá 2. febrúar til 28. mars 2025. Tillagan var einnig auglýst í Lögbirtingarblaðinu 11. febrúar.
Hún var auglýst á vef Grundarfjarðarbæjar 7. febrúar og lá frammi til sýnis í Ráðhúsi Grundarfjarðarbæjar og í Bókasafni Grundarfjarðar, í Sögumiðstöðinni.
Opinn kynningarfundur um skipulagstillöguna var haldinn 19. febrúar í Sögumiðstöð. Bæjarstjóri bauð einnig uppá opið, óformlegt samtal um tillöguna 15. mars sl. í Kjörbúðinni Grundarfirði.
Umsögnum við tillöguna þurfti að skila í Skipulagsgáttina eigi síðar en 28. mars sl.
Eftirtaldar sjö umsagnir bárust á kynningartímanum, þ.e. frá:
- Minjastofnun Íslands
- Sveitarfélaginu Stykkishólmi
- Náttúruverndarstofnun
- Heilbrigðiseftirliti Vesturlands
- Landsneti
- Skógræktarfélagi Eyrarsveitar
- Landi og Skógi
Allar umsagnir eða athugasemdir bárust í gegnum www.skipulagsgatt.is og eru opnar þar. Sjá
https://skipulagsgatt.is/issues/2024/233. Umsagnir og athugasemdir eru lagðar fram, auk þess samantekt umsagna og athugasemda með tillögu að svörum/viðbrögðum við þeim til umræðu í nefndinni.
Sigurður Valur Ásbjarnarson situr fundinn í fjarfundi.