Málsnúmer 2206012Vakta málsnúmer
Á 239. fundi skipulags- og umhverfisnefndar voru lagðar fram til kynningar umsagnir og athugasemdir sem bárust á auglýsingartíma breytingartillögunnar, sem samþykkt var til auglýsingar í bæjarstjórn Grundarfjarðar þann 3. maí sl. skv. 1. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Tillagan var auglýst frá 15. júní með athugasemdafresti til og með 29. júlí 2022.
Auk lögbundinnar auglýsingar var auglýsingin borin út til eigenda húsa við Ölkelduveg 21, 23, 25 og 27, Hrannarstíg 28-40, Fellasneið 1, 20, 22 og 28, Hellnafell 6 og 8 og Fagurhól 3 og 5. Einnig var boðið upp á opið hús fyrir íbúa og aðra hagsmunaaðila 21. júní þar sem tillagan var kynnt.
Beiðni um umsögn var send til Skipulagsstofnunar, Umhverfisstofnunar, Heilbrigðiseftirlits Vesturlands, Rarik, Veitna, Slökkviliðs Grundarfjarðar, Skógræktarfélagsins (Gunnars Njálssonar og Þórunnar Kristinsdóttur) og Setbergssóknar (Aðalsteins Þorvaldssonar og Guðrúnar Margrétar Hjaltadóttur).
Umsagnir og athugasemdir sem bárust voru lagðar fram til kynningar á 239. fundi skipulags- og umhverfisnefndar og eru nú tekin afstaða til þeirra og framlagðri tillögu skipulagsfulltrúa að svörum við þeim skv. 3. mgr. 41. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Björg Ágústsdóttir sat undir við lið 6.