Lögð fram til kynningar og/eða afgreiðslu tillaga að óverulegri deiliskipulagsbreytingu fyrir athafna- og iðnaðarsvæði við Kverná er varðar lóð nr. 4 við Ártún skv. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010. Með tillögunni eru gerðar breytingar á skilmálum gildandi deiliskipulags um byggingarreit, vegghæð, þakhalla og aðkomu að lóð.
Á 239. fundi sínum, tók skipulags- og umhverfisnefnd fyrir sitt leyti vel í fyrirspurn lóðarhafa um deiliskipulagsbreytingu sbr. framlagt erindi. Óski lóðarhafi eftir slíkri breytingu felur nefndin umhverfis- og skipulagssviði að fylgja því eftir. Er það mat nefndarinnar að slík breyting sé óveruleg sbr. 2. mgr. 43. gr. skipulagslaga nr. 123/2010.
Á 263. fundi sínum þann 13. september 2022, samþykkti bæjarstjórn bókun skipulag- og umhverfisnefndar.
Nefndin bendir á að í Aðalskipulagi Grundarfjarðar 2019-2039 er sýnd gönguleið eftir Ártúni og í gildandi deiliskipulagi er gert ráð fyrir gönguleið beggja vegna Ártúns og Hjallatúns. Með vísun í gildandi skipulagsáætlanir og deiliskipulagsbreytingu sem nú er í vinnslu fyrir allt athafna- og iðnaðarsvæðið, telur nefndin mikilvægt að færðir verði inn skilmálar um frágang á lóðarmörkum Ártúns 4 þar sem ekið verður beint af götu að iðnaðarbilum og gönguleið þveruð. Markmiðið með slíkum skilmálum er að auka umferðaröryggi allra vegfarenda með hraðatakmarkandi aðgerðum og skýrum mörkum milli lóðar og gönguleiðar.
Nefndin samþykkir að grenndarkynna tillögu að óverulegri breytingu á deiliskipulagi í samræmi við 44. gr. skipulagslaga nr. 123/2010 og skal grenndarkynnt fyrir lóðarhöfum Ártúns 1, 2, 3, 5 og 6.