113. fundur 11. febrúar 2025 kl. 16:30 - 18:30 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Ólöf Guðrún Guðmundsdóttir (ÓGG) formaður
  • Ragnheiður Dröfn Benidiktsdóttir (RDB)
  • Patrycja Aleksandra Gawor (PAG)
Starfsmenn
  • Ólafur Ólafsson (ÓÓ) íþrótta- og tómstundafulltrúi
Fundargerð ritaði: Ólafur Ólafsson íþrótta- og tómstundafulltrúi
Dagskrá
Fundur settur og gengið til dagskrár.

1.Gönguleiðir og hjólreiðastígar

Málsnúmer 2311027Vakta málsnúmer

Uppbygging gönguleiða og hjólreiðastíga í og við Grundarfjörð.



Nanna Vilborg Harðardóttir verkefnisstjóri skipulags- og umhverfismála hjá Grundarfjarðarbæ kom inn á fundinn og fór yfir mögulega framtíðar uppbyggingu stíga og útivistarsvæða í og við Grundarfjörð.



Nefndin leggur til að boðaður verði fundur með hagsmunaaðilum til að vinna málið áfram.

Nanna og Ólafur íþróttafulltrúi boða fulltrúa frá Skógræktarfélagi Eyrarsveitar á fund með íþrótta- og tómstundanefnd.
Nanna Vilborg Harðardóttir yfirgaf fundinn kl. 17:10.

Gestir

  • Nanna Vilborg Harðardóttir - mæting: 16:30

2.Félag íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrúa - Áskorun á sveitarfélög

Málsnúmer 2501021Vakta málsnúmer

Lögð fram ályktun frá haustfundi Félags íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrúa á Íslandi vegna sölu áfengis á íþróttaviðburðum.



Íþrótta- og tómstundanefnd er sammála um að áfengissala eigi ekki að fara fram á íþróttaleikjum og leggst gegn því að slíkt verði í boði í íþróttamannvirkjum Grundarfjarðarbæjar.

3.UMFG - samtal um aðstöðumál

Málsnúmer 2412014Vakta málsnúmer

Ólafur Ólafsson íþrótta- og tómstundafulltrúi gerði grein fyrir vinnu vinnuhóps sem bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar hefur skipað, til að vinna þarfagreiningu fyrir íþróttaaðstöðu UMFG o.fl.



Nefndin lýsir yfir ánægju með að þessi vinna sé farin af stað.
Lokið við fundargerð að loknum fundi og rafræns samþykkis aflað hjá fundarmönnum.

Fundi slitið - kl. 18:30.