Lagðar fram tilnefningar UMFG um fulltrúa í starfshóp. UMFG óskaði eftir að hafa þrjá fulltrúa sem verði Ingibjörg Eyrún Bergvinsdóttir formaður, Sólveig Ásta Bergvinsdóttir og Tryggvi Hafsteinsson, sem eru öll stjórnarmenn UMFG.
Fulltrúar bæjarstjórnar í vinnuhópnum verða Marta Magnúsdóttir og Garðar Svansson.
Í samræmi við fyrri ákvörðun bæjarstjórnar starfa íþrótta- og tómstundafulltrúi og bæjarstjóri með hópnum.
Lögð fram tillaga um að stofnaður verði rýnihópur, skipaður 2 fulltrúum Ungmennafélagsins og 2 fulltrúum bæjarstjórnar, sem hafi það hlutverk að skilgreina þarfir UMFG fyrir aðstöðu, horft til 10-15 ára fram í tímann, og vinna þarfagreiningu fyrir íþróttaaðstöðu.
Samþykkt samhljóða.