Málsnúmer 2412014

Vakta málsnúmer

Bæjarstjórn - 293. fundur - 12.12.2024

Lagðir fram minnispunktar bæjarstjóra um efni samtals við UMFG á fundi sem stjórn félagsins óskaði eftir með bæjarstjórn og haldinn var þann 5. desember sl.

Til máls tóku JÓK, BÁ, GS og MM.

Lögð fram tillaga um að stofnaður verði rýnihópur, skipaður 2 fulltrúum Ungmennafélagsins og 2 fulltrúum bæjarstjórnar, sem hafi það hlutverk að skilgreina þarfir UMFG fyrir aðstöðu, horft til 10-15 ára fram í tímann, og vinna þarfagreiningu fyrir íþróttaaðstöðu.

Samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn - 294. fundur - 16.01.2025

Lagðar fram tilnefningar UMFG um fulltrúa í starfshóp. UMFG óskaði eftir að hafa þrjá fulltrúa sem verði Ingibjörg Eyrún Bergvinsdóttir formaður, Sólveig Ásta Bergvinsdóttir og Tryggvi Hafsteinsson, sem eru öll stjórnarmenn UMFG.

Fulltrúar bæjarstjórnar í vinnuhópnum verða Marta Magnúsdóttir og Garðar Svansson.

Í samræmi við fyrri ákvörðun bæjarstjórnar starfa íþrótta- og tómstundafulltrúi og bæjarstjóri með hópnum.

Til máls tóku JÓK og GS.

Hlutverk hópsins er að skilgreina þarfir UMFG fyrir aðstöðu og vinna þarfagreiningu fyrir íþróttaaðstöðu. Í upphafi verði sett niður markmið og lýsing fyrir starfi vinnuhópsins.

Samþykkt samhljóða.

Íþrótta- og tómstundanefnd - 113. fundur - 11.02.2025

Ólafur Ólafsson íþrótta- og tómstundafulltrúi gerði grein fyrir vinnu vinnuhóps sem bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar hefur skipað, til að vinna þarfagreiningu fyrir íþróttaaðstöðu UMFG o.fl.



Nefndin lýsir yfir ánægju með að þessi vinna sé farin af stað.

Ungmennaráð - 12. fundur - 17.02.2025

Íþrótta- og tómstundafulltrúi kynnti störf vinnuhóps sem bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar hefur skipað. Hópurinn samanstendur af fulltrúum frá UMFG, fulltrúum úr bæjarstjórn, auk þess sem bæjarstjóri og íþrótta- og tómstundafulltrúi starfa með hópnum.

Hlutverk hópsins er að skilgreina þarfir íþróttafélaga í sveitarfélaginu fyrir aðstöðu og vinna þarfagreiningu fyrir íþróttaaðstöðu í sveitarfélaginu.

Nefdarmönnum líst vel á að þessi vinna sé komin í gang.