Lögð fram ályktun frá haustfundi Félags íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrúa á Íslandi vegna sölu áfengis á íþróttaviðburðum.
Íþrótta- og tómstundanefnd er sammála um að áfengissala eigi ekki að fara fram á íþróttaleikjum og leggst gegn því að slíkt verði í boði í íþróttamannvirkjum Grundarfjarðarbæjar.
Lögð fram ályktun Félags íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrúa (FÍÆT) með áskorun til sveitarfélaga vegna sölu áfengis á íþróttaviðburðum.
Í Grundarfirði hefur aldrei tíðkast að veitt sé áfengi á íþróttaviðburðum í bænum. Bæjarstjórn tekur undir með FÍÆT að ekki ætti að leyfa sölu áfengra drykkja á íþróttaviðburðum.
Lögð fram ályktun frá haustfundi Félags íþrótta-, æskulýðs- og tómstundafulltrúa á Íslandi vegna sölu áfengis á íþróttaviðburðum.
Ungmennaráðið er sammála um að áfengissala eigi ekki að fara fram á íþróttaleikjum.
Ungmennaráðið tekur undir ályktun FÍÆT gegn áfengissölu á Íþróttaviðburðum og að íþróttahúsin eru griðastaður fyrir börn og ungmenni þar sem þau m.a. fylgjast með fyrirmyndum sínum innan sem utan vallar.