Málsnúmer 2201015

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og tómstundanefnd - 103. fundur - 20.01.2022

Bæjarstjórn hefur falið fastanefndum að yfirfara og gera tillögur um breytingar á erindisbréfum ef þær sjá þörf á því.

Nefndir eiga að hafa hliðsjón af breytingum sem orðið hafa á starfsmönnum nefnda og nýjum embættum og taka tillit til nýrra verkefna sem þeim hefur verið falið að annast, nýrra lagaákvæða eftir atvikum o.fl.

Æskilegt er að nefndir hafi lokið þessari yfirferð um miðjan mars nk.
Tillaga að breytingum á erindisbréfi:
1. grein og 4. grein: Taka út menningar- og markaðsfulltrúi, en setja inn íþrótta- og tómstundafulltrúi í staðinn.
3. grein. Bæta við:
Sumarnámkeið
Vinnuskóli
5. grein. Taka út skipulags- og byggingarfulltrúa en setja inn íþrótta- og tómstundafulltrúa í staðinn.

Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að koma þessum atriðum á framfæri við skrifstofustjóra.

Bæjarstjórn - 255. fundur - 20.01.2022

Lagt til að bæjarstjórn samþykki að fela fastanefndum að yfirfara og gera tillögur um breytingar á erindisbréfum ef þær sjá þörf á því.

Nefndir hafi hliðsjón af breytingum sem hafa orðið á starfsmönnum nefnda og nýjum embættum og taki tillit til nýrra verkefna sem þeim hefur verið falið að annast, nýrra lagaákvæða eftir atvikum o.fl.

Æskilegt er að nefndir hafi lokið þessari yfirferð um miðjan mars nk.

Samþykkt samhljóða.

Jafnframt lagt til að byrjað verði að yfirfara samþykkt um stjórn Grundarfjarðarbæjar, með það fyrir augum að nauðsynlegar breytingar á henni verði tilbúnar og lagðar fyrir bæjarstjórnarfund í apríl og maí nk. Bæjarráð fjalli um samþykktirnar og geri tillögu til bæjarstjórnar um breytingar. Skrifstofustjóri haldi utan um breytingar sem gera þarf og frágang þeirra.

Samþykkt samhljóða.

Skipulags- og umhverfisnefnd - 232. fundur - 25.01.2022

Bæjarstjórn Grundarfjarðarbæjar hefur óskað eftir því að skipulags- og umhverfisnefnd yfirfari erindisbréf sitt og geri tillögu um breytingar, ef hún telur þörf.

Hafa á hliðsjón af breytingum sem orðið hafa á starfsmönnum nefnda og nýjum embættum og taka tillit til nýrra verkefna sem nefndum hefur verið falið að annast, nýrra lagaákvæða eftir atvikum o.fl.

Æskilegt er að nefndir hafi lokið þessari yfirferð um miðjan mars nk.
Skipulags- og umhverfisnefnd hefur farið yfir erindisbréfið og sett fram tillögu að breytingum. Nefndin felur sviðsstjóra skipulags- og umhverfissviðs að koma ábendingum á framfæri við bæjarstjórn.

Bæjarráð - 583. fundur - 02.02.2022

Umræða og yfirferð um breytingar á samþykktum um stjórn Grundarfjarðarbæjar og erindisbréfum nefnda, en bæjarstjórn óskaði eftir tillögum frá fastanefndum og ráðum.

Menningarnefnd - 32. fundur - 07.02.2022

Bæjarstjórn hefur óskað eftir því að nefndir bæjarins yfirfari erindisbréf sín og geri tillögu um breytingar ef með þarf.

Nefndir eiga m.a. að hafa hliðsjón af nýjum verkefnum sem þeim hefur verið falið að annast, breytingu á starfsfólki nefnda og nýjum lagaákvæðum eftir atvikum o.fl.
Menningarnefnd hefur yfirfarið erindsbréf nefndarinnar og gerir ekki athugasemd við það sem slíkt, en bendir jafnframt á að ýmsir liðir er tengjast samvinnu nefndarinnar og menningar- og markaðsfulltrúa séu ábótavant, þar sem ekki er starfandi menningar- og markaðsfulltrúi.

Nefndin veltir því fram hvort standi til að ráða inn í þá stöðu eða hvort endurskoða þurfi erindisbréf í heild fyrir menningarnefnd.

Skólanefnd - 160. fundur - 07.02.2022

Bæjarstjórn hefur óskað eftir því að nefndir bæjarins yfirfari erindisbréf sín og geri tillögu um breytingar ef með þarf.

Nefndir eiga m.a. að hafa hliðsjón af nýjum verkefnum sem þeim hefur verið falið að annast, breytingu á starfsfólki nefnda og nýjum lagaákvæðum eftir atvikum o.fl.
Skólanefnd fór yfir erindisbréf sitt en telur ekki að gera þurfi sérstakar breytingar á því.

Bæjarráð - 585. fundur - 22.03.2022

Í vinnslu eru drög að endurskoðuðum samþykktum um stjórn Grundarfjarðarbæjar og endurskoðuðum erindisbréfum fastanefnda.
Rætt var um endurskoðun samþykktanna og um fjölda nefndarmanna.
Bæjarstjórn mun taka endurskoðaðar samþykktir til afgreiðslu á næsta fundi sínum.

Bæjarstjórn - 259. fundur - 07.04.2022

Lögð fram drög að samþykkt um stjórn Grundarfjarðarbæjar ásamt breytingatillögum, til fyrri umræðu í bæjarstjórn.
Allir tóku til máls.

Helstu breytingar tengjast breytingum á heimildum vegna skipulags- og byggingafulltrúaembætta, breyting á öldungaráði vegna breyttra laga, ungmennaráð fari úr 3 í 5 fulltrúa skv. ákvörðun bæjarstjórnar fyrr á kjörtímabilinu, menningarnefnd fari úr 5 í 3 fulltrúa, auk þess sem gerðar eru lagfæringar sem leiða af lagabreytingum.

Samþykkt um stjórn Grundarfjarðarbæjar samþykkt samhljóða og vísað til síðari umræðu í bæjarstjórn.

Bæjarstjórn - 260. fundur - 03.05.2022

Síðari umræða um breyttar samþykktir um stjórn Grundarfjarðarbæjar.

Bæjarstjórn samþykkir samhljóða fyrirliggjandi tillögu að breyttum samþykktum um stjórn Grundarfjarðarbæjar.

Bæjarstjórn - 263. fundur - 13.09.2022

Lögð fram samþykkt um stjórn Grundarfjarðarbæjar, sem samþykkt var af bæjarstjórn, ásamt viðaukum um afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa.

Jafnframt lögð fram erindisbréf skipulags- og umhverfisnefndar og íþrótta- og tómstundanefndar með breytingum.

Viðaukar við samþykkt um stjórn Grundarfjarðarbæjar samþykktir samhljóða.

Erindisbréf samþykkt samhljóða.

Bæjarstjórn - 264. fundur - 20.10.2022

Lagðir fram til síðari umræðu viðaukar við samþykkt um stjórn Grundarfjarðarbæjar, skv. 1. mgr. 18. gr. sveitarstjórnarlaganna.

Viðauki I og viðauki II við samþykkt um stjórn Grundarfjarðarbæjar samþykktir samhljóða.