Lögð fram samþykkt um stjórn Grundarfjarðarbæjar, sem samþykkt var af bæjarstjórn, ásamt viðaukum um afgreiðslufundi skipulags- og byggingarfulltrúa.
Jafnframt lögð fram erindisbréf skipulags- og umhverfisnefndar og íþrótta- og tómstundanefndar með breytingum.
1. grein og 4. grein: Taka út menningar- og markaðsfulltrúi, en setja inn íþrótta- og tómstundafulltrúi í staðinn.
3. grein. Bæta við:
Sumarnámkeið
Vinnuskóli
5. grein. Taka út skipulags- og byggingarfulltrúa en setja inn íþrótta- og tómstundafulltrúa í staðinn.
Íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að koma þessum atriðum á framfæri við skrifstofustjóra.