Málsnúmer 2201019

Vakta málsnúmer

Íþrótta- og tómstundanefnd - 103. fundur - 20.01.2022

Framhald umræðu á 101. fundi nefndarinnar þann 7. júní sl. um leiðir til að kynna betur fjölbreytt íþróttastarf í Grundarfirði.
Íþrótta- og æskulýðsnefnd líst mjög vel á þá hugmynd að gera kynningarmyndband um íþrótta- og tómstundastarf í Grundarfirði. Nefndin felur íþrótta- og tómstundafulltrúa að kanna frekari möguleika á framkvæmd og kostnaði við gerð slíks myndbands.

Íþrótta- og tómstundanefnd - 104. fundur - 21.02.2022

Tómas Freyr Kristjánsson kom inná fundinn undir þessum lið og bauð formaður hann velkominn.
Á síðasta fundi var íþrótta- og tómstundafulltrúa falið að kanna frekari möguleika á framkvæmd og kostnaði við gerð kynningarmyndbands um þær íþróttir og tómstundir sem í boði eru í Grundarfirði.

Íþrótta- og tómstundafulltrúi hefur átt samtöl við Tómas Frey um myndbandsgerð og fóru fram góðar umræður um mögulega útfærslu á slíku, um efnistök og um markhópa.

Íþrótta- og æskulýðsnefnd felur Tómasi að setja saman hugmynd að útfærslu, í samræmi við umræður á fundinum.

Tómasi var þakkað fyrir hans innlegg og komuna á fundinn.

Gestir

  • Tómas Freyr Kristjánsson - mæting: 16:45

Íþrótta- og tómstundanefnd - 105. fundur - 14.09.2022

RDB fór yfir hugmyndina og stöðuna á kynningarmyndbandi fyrir Grundarfjörð. Íþrótta- og tómstundafulltrúa var falið að kanna hvort Tómas Freyr sem er að vinna myndbandið gæti komið inn á næsta fund til að fara yfir stöðuna á verkefninu.

Íþrótta- og tómstundanefnd - 106. fundur - 21.11.2022

Tómas Freyr Kristjánsson kom inná fundinn undir þessum lið og bauð formaður hann velkominn.
Tómas Freyr Kristjánsson kom inná fundinn undir þessum lið og bauð formaður hann velkominn.

Á 104. fundi íþrótta- og tómstundanefndar var Tómasi falið að setja saman hugmynd að útfærslu á kynningarmyndbandi fyrir Grundarfjörð, þar sem íþróttum og tómstundum væru gerð skil.
Tómas kynnti fyrstu drög og fóru fram góðar umræður um drögin. Nefndin bað Tómas um að vinna áfram í myndbandinu og koma með lokaútfærslu í lok janúar.


Tómasi var þakkað fyrir hans innlegg og komuna á fundinn.

Gestir

  • Tómas Freyr Kristjánsson - mæting: 17:30

Íþrótta- og tómstundanefnd - 107. fundur - 01.02.2023

Tómas Freyr Kristjánsson sat fundinn undir þessum lið.

Ný útgáfa af kynningarmyndbandi um íþróttir og tómstundir í Grundarfirði varð lögð fram til kynningar og umræðu.

Farið var yfir myndbandið og líst nefndinni mjög vel á það.
Lagðar voru til nokkrar breytingar.
Stefnt er að því að myndbandið verði fullunnið fyrir næsta fund nefndarinnar sem fyrirhugaður er 1. mars nk.

Tómas vék af fundinum og var honum þakkað fyrir komuna og upplýsingar.

Gestir

  • Tómas Freyr Kristjánsson - mæting: 16:15

Bæjarráð - 602. fundur - 28.03.2023

Lagt fram til kynningar myndband sem unnið hefur verið fyrir Grundarfjarðarbæ, að ósk íþrótta- og tómstundanefndar, til að nýta sem markaðsefni.