15. fundur 22. mars 2021 kl. 14:20 - 17:36 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) formaður
  • Sólrún Guðjónsdóttir (SG)
  • Runólfur Guðmundsson (RUG)
Starfsmenn
  • Hafsteinn Garðarsson (HG) hafnarstjóri
Fundargerð ritaði: Björg Ágústsdóttir bæjarstjóri
Dagskrá
Formaður bauð fundarfólk velkomið.

Fundur hófst á skoðunarferð hafnarstjórnar um hafnarsvæðið og yfirstandandi framkvæmdir.

1.Hafnargerð 2019-2020, Lenging Norðurgarðs

Málsnúmer 1901030Vakta málsnúmer

Hafnarstjóri fór yfir stöðu framkvæmda.
Borgarverk hefur nú lokið við sitt tilboðsverk við lengingu Norðugarðs. Almenna umhverfisþjónustan hefur lokið við frágang á kanttré á garðinum og Vélsmiðja Grundarfjarðar smíðaði stiga, sem settir hafa verið upp.
Tilboðsverk Borgarverks stóðst fjárhagsáætlun. Hafnarstjórn lýsir ánægju sinni með verkið.

Ennfremur hefur Borgarverk lokið vinnu við fyrirstöðugarð og landfyllingu og samhliða færslu ræsis, austan Nesvegar.

Vinna við frágang námu er í gangi.

Nú er unnið að því að leggja lagnir undir þekju á Norðurgarði og Almenna umhverfisþjónustan hefur unnið að uppsteypu á rafmagns- og vatnshúsi. Búið er að steypa undirstöður fyrir hús og fyrir tvö ný ljósamöstur á garðinum. Áætlað er að þekja verði steypt í lok apríl nk.
Verklok tilboðsverks Almennu umhverfisþjónustunnar eru síðla sumars.

2.Skipulagsmál á hafnarsvæði

Málsnúmer 2009033Vakta málsnúmer

Rætt um skipulagsmál á hafnarsvæðinu.

Hafnarstjóri upplýsti að mikið sé spurt um framlengingu Nesvegar til austurs, sem verið hefur inná aðalskipulagi í áratugi. Hugsunin er sú að með því komi ný tenging þjóðvegar að hafnarsvæði. Með því myndi léttast á umferð á Grundargötu austanverðri, sem er tiltölulega þröng íbúðargata, en miklir þungaflutningar fara eftir götunni.
Hafnarstjórn leggur til við bæjarstjórn að hún hefji viðræður við Vegagerðina um lagningu þessa vegar, sem þjóðvegar í þéttbýli.

Einnig var rætt um að brýnt sé að koma á framtíðarumferðartengingu frá hinni nýju Bergþórugötu og yfir á nýju landfyllinguna, austan Nesvegar, yfir á Norðurgarð og hafnarsvæðið þar suðurúr. Sú tenging liggur fyrir í aðalskipulagi og í deiliskipulagi hafnarsvæðis austan Nesvegar.

Lögð var fram hugmynd í vinnuskjali, um landfyllingu austan Miðgarðs, í samræmi við aðalskipulag hafnarsvæðis. Hugmyndin er einkum sett fram í því skyni að geta áætlað efnisþörf til framtíðar.
Hafnarstjórn leggur áherslu á að þarna er um að ræða þróun svæðisins til framtíðar. Hinsvegar sé mikilvægt að huga tímanlega að þeim þáttum sem taka langan tíma, eins og t.d. málsmeðferð efnistökuleyfa. Í dag er staðan sú að magn skv. gildandi leyfi til efnistöku á hafsbotni, á Grundarfirði, er að verða uppurið. Frekari efnistaka krefst nýrra leyfa.

Hafnarstjórn samþykkir að hefja undirbúning að leyfisumsókn um efnistöku á hafsbotni, samanber áform í aðalskipulagi. Hafnarstjóri mun afla upplýsinga um næstu skref og kostnað, áður en lengra er haldið.


3.Fjárhagsáætlun Grundarfjarðarhafnar 2021

Málsnúmer 2010039Vakta málsnúmer

Fjárhagsáætlun ársins 2021 og staðan í dag.



Hafnarstjóri fór yfir tekjur hafnarsjóðs í janúar-febrúar sl. Tekjur fyrstu tvo mánuði ársins eru vel yfir áætlun það sem af er og einnig talsvert hærri en sömu mánuði 2020. Mars stefnir hins vegar í að verða lægri en mars í fyrra.

Töluvert hefur verið um afbókanir skemmtiferðaskipa. Bókanir voru komnar í 68 fyrir komandi sumar, en vegna afbókana eru 32 skipakomur enn áætlaðar.

4.Hafnasamband Íslands - Móttaka á sorpi

Málsnúmer 2103012Vakta málsnúmer

Hafnasamband Íslands sendi aðildarhöfnum erindi um hvernig bæta megi móttöku og flokkun sorps í höfnum, en allar hafnir eiga að fylgja áætlun um meðhöndlun úrgangs.

Hafnarstjóri sagði frá því að áður en erindið barst hefði hann verið farinn af stað með að vinna áætlun og leiðbeiningar um meðhöndlun á sorpi, í samstarfi við útgerðir í bænum. Þar er sérstaklega tekið á veiðarfærum og flokkun almenns sorps. Reglurnar eru tilbúnar og voru auglýstar 10. mars sl.

5.Hafnasamband Íslands - 42. þing

Málsnúmer 2012046Vakta málsnúmer

Lögð fram þinggerð frá Hafnasambandsþingi sem haldið var rafrænt 27. nóvember 2020.
Hafsteinn og Björg sátu þingið fyrir hönd hafnarinnar.

6.Hafnasamband Íslands - Fundargerð 428

Málsnúmer 2011036Vakta málsnúmer

Fundargerðin lögð fram til kynningar. Með henni fylgir umsögn Hafnasambandsins um frumvarp til breytinga á hafnalögum um rafræna vöktun (myndavélar).

7.Hafnasamband Íslands - Fundargerðir 429 og 430 fundar stjórnar

Málsnúmer 2102020Vakta málsnúmer

Fundargerðirnar lagðar fram til kynningar.

8.Hafnasamband Íslands - Fundargerð 431

Málsnúmer 2101045Vakta málsnúmer

Fundargerðin lögð fram til kynningar.

9.Hafnasamband Íslands - Fundargerð 432. fundar stjórnar

Málsnúmer 2103005Vakta málsnúmer

Fundargerðin lögð fram til kynningar.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 17:36.