Hafnasamband Íslands sendi aðildarhöfnum erindi um hvernig bæta megi móttöku og flokkun sorps í höfnum, en allar hafnir eiga að fylgja áætlun um meðhöndlun úrgangs.
Hafnarstjóri sagði frá því að áður en erindið barst hefði hann verið farinn af stað með að vinna áætlun og leiðbeiningar um meðhöndlun á sorpi, í samstarfi við útgerðir í bænum. Þar er sérstaklega tekið á veiðarfærum og flokkun almenns sorps. Reglurnar eru tilbúnar og voru auglýstar 10. mars sl.