Málsnúmer 2010039

Vakta málsnúmer

Hafnarstjórn - 12. fundur - 30.10.2020

Fyrstu drög hafnarstjóra að fjárhagsáætlun 2021 lágu fyrir fundinum, ásamt yfirliti yfir raunstöðu m.v. septemberlok 2020.

Staða 2020
Hafnarstjóri kynnti fjárhagsstöðu hafnarinnar, skv. framlögðu yfirliti og útkomuspá ársins 2020.
Tekjur voru áætlaðar samtals 91,8 millj.kr. 2020 - áætlað að þær geti farið í um 90 millj. kr. þrátt fyrir að tekjur ársins af skemmtiferðaskipum séu engar.
Útgjöld voru áætluð 57,3 millj.kr. en reiknað er með að þau verði talsvert undir því.
Framkvæmdakostnaður var áætlaður um 125 milljónir fyrir árið 2020 og er áætlað að hann endi í um 120 millj.kr. m.v. stöðu verkframkvæmda.

Hafnarstjórn lýsir yfir ánægju með þessa stöðu, sem verður að teljast mjög góð m.v. þær breyttu forsendur sem orðið hafa á árinu.

Áætlun 2021
Hafnarstjóri fór yfir fyrirliggjandi drög að fjárhagsáætlun 2021.
Tekjur eru áætlaðar um 94 millj. kr., en gert ráð fyrir að af bókuðum komum skemmtiferðaskipa séu 20-25% þeirra tekna að skila sér.
Útgjöld eru áætluð um 61 millj. kr., með markaðsstarfi og án fjármagnskostnaðar.
Fyrirvari er gerður um að forsendur geti breyst vegna óvissrar stöðu á komandi ári og mun hafnarstjórn þá taka áætlunina til endurskoðunar og leggja til breytingar í viðauka.
Hafnargerð/framkvæmdakostnaður ársins 2021, hlutur hafnarinnar, er áætlaður um 45 millj.kr.

Hafnarstjórn samþykkir samhljóða framlagða tillögu að fjárhagsáætlun Grundarfjarðarhafnar fyrir árið 2021 og vísar henni til endanlegrar afgreiðslu í bæjarstjórn.

Jafnframt leggur hafnarstjórn til að samtals verði áætlaðar 45 m.kr. í fjárfestingar vegna hafnargerðar, með fyrirvara um stöðu verkframkvæmda á þessu ári, sem kynnt verður nánar í desember.

Bæjarráð - 560. fundur - 12.11.2020

Lögð fram fjárhagsáætlun Grundarfjarðarhafnar vegna ársins 2021 ásamt fundargerð 12. fundar hafnarstjórnar.

Bæjarstjórn - 244. fundur - 10.12.2020


Lögð fram gjaldskrá Grundarfjarðarhafnar frá 1. janúar 2021.

Bæjarstjórn staðfestir fyrirliggjandi gjaldskrá Grundarfjarðarhafnar.

Hafnarstjórn - 15. fundur - 22.03.2021

Fjárhagsáætlun ársins 2021 og staðan í dag.



Hafnarstjóri fór yfir tekjur hafnarsjóðs í janúar-febrúar sl. Tekjur fyrstu tvo mánuði ársins eru vel yfir áætlun það sem af er og einnig talsvert hærri en sömu mánuði 2020. Mars stefnir hins vegar í að verða lægri en mars í fyrra.

Töluvert hefur verið um afbókanir skemmtiferðaskipa. Bókanir voru komnar í 68 fyrir komandi sumar, en vegna afbókana eru 32 skipakomur enn áætlaðar.

Hafnarstjórn - 17. fundur - 08.03.2022

Hafnarstjóri fór yfir upplýsingar um fjárhag hafnarinnar árið 2021.

Landaður afli árið 2021 var 23.677 tonn, en árið 2020 var ársafli 18.482. Aukningin er um 22% milli ára.

Tekjur eru um 141 milljón króna (hafnargjöld og seld þjónusta) en áætlun (með viðauka í desember sl.) gerði ráð fyrir 122 millj. kr. tekjum.

Heildarútgjöld fóru í ca. 62,7 millj. kr. en áætlun (með viðaukum í des. sl.) gerði ráð fyrir um 58,5 millj. kr.

Rekstrarafgangur er yfir 78 millj. kr. (fyrir fjármagnsgjöld og afskriftir).

Hafnarstjórn lýsir ánægju sinni með þessa niðurstöðu.