633. fundur 28. febrúar 2025 kl. 08:30 - 13:18 í Ráðhúsi Grundarfjarðar
Nefndarmenn
  • Ágústa Einarsdóttir (ÁE) formaður
  • Signý Gunnarsdóttir (SG)
  • Sigurður Gísli Guðjónsson (SGG)
  • Garðar Svansson (GS)
Starfsmenn
  • Björg Ágústsdóttir (BÁ) bæjarstjóri
  • Sigurlaug R. Sævarsdóttir (SRS) skrifstofustjóri
Fundargerð ritaði: Sigurlaug R. Sævarsdóttir skrifstofustjóri
Dagskrá
Formaður setti fund og gengið var til dagskrár.

1.Lausafjárstaða 2025

Málsnúmer 2501016Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir lausafjárstöðu.

2.Greitt útsvar 2025

Málsnúmer 2502020Vakta málsnúmer

Lagt fram yfirlit yfir greitt útsvar í janúar 2025.

Samkvæmt yfirlitinu hefur greitt útsvar hækkað um 31,5% í janúar 2025 miðað við janúar 2024, en hafa ber í huga að janúar er almennt uppgjörsmánuður, svo hlutfalli breytinga þarf að taka með fyrirvara.

3.Framkvæmdir 2025

Málsnúmer 2501025Vakta málsnúmer

Sigurður Valur Ásbjarnarson, skipulagsfulltrúi, Ólafur Ólafsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi og Nanna Vilborg Harðardóttir, sátu fundinn undir þessum lið, að hluta eða alveg.



Lagt fram ástandsmat á húsnæðinu Grundargötu 35 (Sögumiðstöð) og Borgarbraut 21 (gamla spennistöðvarhúsið), unnið af VSÓ.



Sigurður Valur fór yfir eftirfarandi verkefni:

- Undirbúningur vegna útboðs framkvæmda við viðgerðir á íþróttahúsi og tengigangi milli íþróttahúss og grunnskóla.

Fyrir liggur ástandsmat á ytra byrði íþróttahúss, þaki, gluggum o.fl. Einnig mat á ástandi tengigangs milli grunnskóla og íþróttahúss. Fram hafa farið gluggaskipti og endurnýjun hurða, ásamt minniháttar múrviðgerðum, sl. 2 ár.

Verið er að undirbúa útboð framkvæmda við nauðsynlegar viðgerðir. Bæjarstjórn hefur þegar ákveðið að húsið skuli klætt. Stefnt er að því að útboð nái yfir heildarverkið, þ.e. að ljúka klæðningu hússins, þakviðgerð og endurnýjun á þeim gluggum sem enn á eftir að skipta um - og að verktími taki þá yfir a.m.k. 2 ár, svo deila megi kostnaði á lengri tíma.

VA Arkitektar eru að teikna áfellur og VSÓ mun sjá um gerð útboðsgagna.

- Ástandsmat fyrir gamla spennistöðvarhúsið.
Farið yfir ástandsmatið. Ljóst er að veggir hússins eru ekki í því ástandi að viðunandi viðgerð muni borga sig. Lagðir fram valkostir um viðgerðir.
Bæjarráð leggur til að ekki verði lagðir frekari fjármunir í viðgerð hússins, umfram það sem nauðsynlegt er til að viðhalda því sem góðri geymslu fyrir lausamuni, byggingarefni og slíkt.

Rifjað upp, að eignayfirfærsla hússins til bæjarins var bænum að kostnaðarlausu á sínum tíma og mikilvægt að bærinn ráði yfir svæðinu, af skipulagsástæðum.

Bæjarráð leggur til við bæjarstjórn að fjárveiting ársins í gömlu spennistöðina, uppá 3,5 millj. kr. verði lækkuð í 0,5 millj. kr. og að 3 millj. kr. verði færðar sem viðbót á fjárveitingu í framkvæmdir við Sögumiðstöð.

Ólafur vék af fundi kl. 9:35.

- Ástandsmat Sögumiðstöðvar og kostnaðaráætlun.

Farið yfir ástandsmat og niðurstöður þess.

Með hliðsjón af tillögu hér framar, um viðbótarfjárveitingu til framkvæmda í Sögumiðstöð, leggur bæjarráð til að leitað verði tilboða með verðkönnun í heildarviðgerðir hússins skv. ástandsmatinu og að skipulagsfulltrúa verði falið að undirbúa það verk.

Nanna kom inn á fundinn kl. 9:45.

Sigurður Valur fór einnig yfir eftirfarandi mál:

- Lóðamál og byggingar á lóð Fellaskjóls - umræða í framhaldi af kynningarfundum og umræðu um deiliskipulag Ölkeldudals (nýjar lóðir vestan Fellaskjóls) eftir hugmyndavinnu Sigurðar Vals og Nönnu.

SG vék af fundi undir þessu málefni kl. 09:45 og GS tók hennar sæti undir þessari umræðu eingöngu.

Bæjarráð þakkar fyrir tillögur um fyrirkomulag og uppbyggingu á nýjum lóðum vestan Fellaskjóls og vísar þeim til frekari umræðu í skipulags- og umhverfisnefnd. Skipulagsfulltrúa og bæjarstjóra jafnframt falið að ræða við fulltrúa Fellaskjóls um þessar útfærslur.

Samþykkt samhljóða.

GS vék af fundi kl. 10:28 og SG tók sæti sitt á fundinum.

Sigurður Valur og Nanna fóru yfir eftirfarandi:
- Geymslusvæðið við Ártún 8, framkvæmd og hugmynd um nýtingu til framtíðar.

Skipulagsfulltrúa falið að skoða nánar þessa hugmynd að skipulagi nýja geymslusvæðisins.

Samþykkt samhljóða.

Nanna fór yfir eftirfarandi verkefni, sem hún er að undirbúa vegna framkvæmda sumarsins:

- Gatna- og stígaframkvæmdir sem eru í undirbúningi fyrir framkvæmdir 2025.

- Leiksvæði á lóðum grunnskóla og leikskóla.

- Útivistarstígar, sbr. umræðu síðasta fundar í íþrótta- og tómstundanefnd.

- Þríhyrningur, en þar er ætlunin að hlaða upp eldstæði og umhverfi þess.

Sigurði Val og Nönnu þakkað fyrir sitt innlegg undir þessum lið.

Gestir

  • Ólafur Ólafsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi - mæting: 08:45
  • Nanna Vilborg Harðardóttir, verkefnastjóri - mæting: 09:45
  • Sigurður Valur Ásbjarnarson, skipulagsfulltrúi - mæting: 08:45

4.Miðbær - skipulag og markaðssókn

Málsnúmer 2501012Vakta málsnúmer

Umræða í framhaldi af umræðu á fundum skipulags- og umhverfisnefndar 14. janúar og 5. febrúar sl. og fundi bæjarstjórnar 12. febrúar sl., um uppbyggingu á miðbæjarreit og sameiginlega úthlutun fjögurra samliggjandi lóða við Grundargötu 31 og 33 og Hamrahlíð 6 og 8.



Farið yfir atriði tengd uppbyggingu á miðbæjarreit, útboðsferli og fleiri atriði.

Halldóra fór yfir samantekt úr fyrri umræðu skipulags- og umhverfisnefndar og bæjarstjórnar. Fyrir liggja tillögur að útfærslum, þar sem tvær meginleiðir eða valkostir eru settir fram. Í báðum tillögum er gert ráð fyrir blandaðri starfsemi í húsi á miðbæjarreit, þ.e. verslun, þjónustu og skrifstofum, einkum á neðstu hæð, og íbúðarhúsnæði á efri hæð(um).

Farið sérstaklega yfir þau atriði sem bæjarstjórn mun þurfa að ákveða, áður en byggingarréttindi á reitnum fara í kynningar- og auglýsingaferli.

Málinu er vísað til frekar umræðu í skipulags- og umhverfisnefnd og bæjarstjórn.

Samþykkt samhljóða.

BÁ fór af fundi kl. 12:00.
SGG fór af fundi kl. 12:30.

Gestir

  • Halldóra Hreggviðsdóttir, ráðgjafi Alta - mæting: 10:30
  • Nanna Vilborg Harðardóttir, verkefnastjóri - mæting: 10:30
  • Sigurður Valur Ásbjarnarson, skipulagsfulltrúi - mæting: 10:30

5.Starf íþrótta- og tómstundafulltrúa

Málsnúmer 2502024Vakta málsnúmer

Ólafur Ólafsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi hefur sagt upp starfi sínu.

Bæjarstjóra falið að auglýsa starf íþrótta- og tómstundafulltrúa laust til umsóknar, en um er að ræða starf sem bæjarstjórn ræður í, skv. 2. gr. starfsreglna bæjarstjórnar Grundarfjarðarbæjar við ráðningu starfsmanna.

Samþykkt samhljóða.

6.Leikskólinn Sólvellir, Sólvöllum 1 - Skýrsla eldvarnaeftirlits vegna máls nr 25-0343

Málsnúmer 2502022Vakta málsnúmer

Lögð fram til kynningar skýrsla slökkviliðsstjóra (eldvarnaeftirlit) vegna úttektar á Leikskólanum Sólvöllum sem fram fór 25. febrúar 2025 (endurkoma).



7.Grundarfjarðarhöfn - Viðbygging

Málsnúmer 2502023Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar verksamningur Grundarfjarðarhafnar við BM Vallá vegna byggingar og uppsetningar á húseiningum í nýtt þjónustuhús á hafnarsvæðinu, sem verður viðbygging við núverandi hafnarhús.



8.SSV - Aðalfundarboð

Málsnúmer 2502021Vakta málsnúmer

Lagt fram til kynningar aðalfundarboð SSV ásamt dagskrá. Aðalfundurinn verður haldinn í Borgarbyggð 26. mars nk.

9.Jafnréttisstofa - Inngilding og samþætting - fræðsla fyrir sveitarfélög

Málsnúmer 2501028Vakta málsnúmer

Lagður fram til kynningar tölvupóstur Jafnréttisstofu, dags. 21. janúar sl., um fræðslu fyrir kjörna fulltrúa og stjórnendur um inngildingu og samþættingu.

10.Slökkvilið Grundarfjarðar - Ársskýrsla 2024

Málsnúmer 2501026Vakta málsnúmer

Heimsókn og samtal um brunamál.

Fundarmenn fóru í lok fundar á slökkvistöðina, á neðri hæð ráðhúss, og ræddu við Valgeir Þór Magnússon, slökkviliðsstjóra, um eldvarnir, brunamál og aðstöðuna í slökkvistöð, bæði núverandi stöðu og þarfir til framtíðar.

Valgeiri þakkað fyrir yfirferðina.
Fundargerð lesin upp og samþykkt.

Fundi slitið - kl. 13:18.