Sigurður Valur Ásbjarnarson, skipulagsfulltrúi, Ólafur Ólafsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi og Nanna Vilborg Harðardóttir, sátu fundinn undir þessum lið, að hluta eða alveg.
Lagt fram ástandsmat á húsnæðinu Grundargötu 35 (Sögumiðstöð) og Borgarbraut 21 (gamla spennistöðvarhúsið), unnið af VSÓ.
Gestir
- Ólafur Ólafsson, íþrótta- og tómstundafulltrúi - mæting: 08:45
- Nanna Vilborg Harðardóttir, verkefnastjóri - mæting: 09:45
- Sigurður Valur Ásbjarnarson, skipulagsfulltrúi - mæting: 08:45
Farið yfir eftirfarandi verkefni og er umræða skráð undir hverjum lið.
- Íþróttahús og tengigangur
Fyrir liggur uppfært ástandsmat hússins og áætlun um viðgerðir, sem felast aðallega í að klæða húsið, þakviðgerð, gluggaskiptum o.fl. Á síðustu 2-3 árum hefur verið skipt um glugga og hurðar og unnið að steypuviðgerðum.
Unnið er að undirbúningi heildarútboðs framkvæmda við endurbætur hússins, á grunni nýs ástandsmats, sem ætlunin er að verði auglýst á næstu vikum.
Í fjárhagsáætlun 2025 er gert ráð fyrir fjármunum til hluta af þeim viðgerðum sem gera þarf á húsinu.
Rætt um þá útfærslu að bjóða út heildarframkvæmdina og hafa verktíma lengri tíma en bara árið 2025.
Bæjarráð felur Sigurði Val að leggja fram tillögu, í samvinnu við VSÓ, um skiptingu verks niður á lengra tímabil, með útboð í huga. Tillagan verður lögð fyrir bæjarstjórn.
- Sögumiðstöðin, Grundargötu 35
VSÓ vinnur að ástandsmati hússins, og kynnti Sigurjón Bjarni bráðabirgðaniðurstöður. Á liðnu ári var farið í endurbætur á veggjum og þaki, vegna mikilla rakaskemmda í suðurhluta hússins. Mikilvægt er fyrir bæjarstjórn að hafa góða yfirsýn yfir ástand hússins og þörf fyrir endurbætur, til að geta gert sér grein fyrir kostnaði og til að geta forgangsraðað verkefnum.
Hér vék Sigurjón Bjarni af fundi og var honum þakkað fyrir yfirferðina.
- Spennistöðvarhús, efst við Borgarbraut
Sigurður Valur sagði frá skoðun á húsinu, sem hugmyndir hafa verið uppi um að nýta í einhverja starfsemi.
Bærinn fékk eignaryfirráð hússins fyrir nokkrum árum og hefur nýtt það mest sem geymslurými.
Verið er að skoða ástand húss til að bæjarstjórn geti metið hve mikla fjármuni borgi sig að leggja í viðgerðir.
- Geymslusvæði við Ártún 8
Sigurður Valur sagði frá framkvæmdum á svæðinu, þar sem ætlunin er að hafa geymslusvæði á vegum bæjarins. Gerð var verðkönnun fyrir áfanga 1, jarðvinnu, og áfanga 2, uppsetningu öryggisgirðingar.
Björg sagði frá helstu framkvæmdum hafnarinnar, sem eru í skipulagsmálum og bygging þjónustuhúss, sem verður viðbygging við núverandi hafnarhús. Húsið er ætlað fyrir þjónustu við gesti skemmtiferðaskipa (wc, upplýsingar o.fl.), fyrir starfsfólk sem kemur að skipamóttöku, s.s. bílstjóra, leiðsögufólk o.fl., auk þess sem í húsinu verður viðbótarrými fyrir starfsmenn hafnarinnar. Ætlunin er að húsið rísi og verði tilbúið að mestu fyrir komandi sumar.
Hér vék Sigurður Valur af fundi og var honum þakkað fyrir yfirferðina.
Nanna tók við og sagði frá eftirfarandi verkefnum, sem hún heldur utan um:
- Undirbúningur framkvæmda við gangstéttar, stíga og göturými
Nanna sýndi yfirlitsmynd yfir helstu framkvæmdasvæði í götum/gangstéttum, en verið er að undirbúa þær framkvæmdir ársins. Ætlunin er að ljúka hellulögn við malbikaðar gangstéttar, steyptum gangstéttum og blágrænum beðum í neðanverðum Hrannarstíg, gangstíg við Fellaskjól, o.fl.
Einnig er ætlunin að endurnýja steyptar gangstéttar og var rætt um gangstéttar þar sem mest þörf er fyrir endurnýjun. Bæjarráð var sammála um forgangsröðun og er þetta til áframhaldandi vinnslu.
- LIFE Icewater, verkefni við sjálfbærar fráveitulausnir, verkefni 2025-2030
Nanna sýndi yfirlit og fór yfir þau verkefni, sem ætlunin er að vinna í samræmi við verkefnisáætlun sem hlotið hefur stóran fjárstyrk úr LIFE áætlun Evrópusambandsins.
- Skólalóð grunnskóla
Nanna sagði frá undirbúningi að framkvæmdum á skólalóð grunnskólans, sem hún er að undirbúa með skólastjóra grunnskóla, íþróttafulltrúa o.fl. Tekið verður fyrir svæðið kringum sandkassa og þar norður úr, en áhersla er á að bæta leiksvæðið með þarfir yngstu barnanna í huga. Einnig er ætlunin að bæta gróður á skólalóð.
Bæjarráð þakkaði Nönnu fyrir komuna og yfirferð verkefna á fundinum.